Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Rithöfundar í heimsókn á Hrafnistu í Reykjavík

Starfsfólk á vinnustofu Hrafnistu Reykjavík eru að lesa upp úr bók Helgu Guðrúnar Johnson Saga þeirra sagan mín. En þar skráir Helga Guðrún ótrúlega kynslóðasögu þriggja sjálfstæðra kvenna og sviptir hulunni af sögum sem hafa legið í þagnargildi alltof lengi.  Í vikunni kom svo sjálfur höfundurinn í heimsókn og las upp úr fyrrnefndri bók við mikinn fögnuð heimilismanna.

Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur kom einnig í heimsókn í vikunni náði upp mikilli stemningu með lestri úr bók sinni Litlar byltingar. Litlar byltingar eru sögur af tíu konum sem spanna í senn eitt kvöld, eitt ár og heila öld. Hér óma raddir mæðgna, systra og dætra sem dreymir um betri daga, sléttar götur, frjálsar konur og börn sem lifa. Heimilisfólkið okkar vildi heyra meira og meira. Hún kemur aftur til okkar og þá verður framhald. Mjög skemmtilegt þegar höfundar eru gjöfulir á verkin sín.

Þökkum þeim Helgu Guðrúnu og Kristínu Helgu kærlega fyrir góðar stundir. 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur