Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Svipmyndir frá heimsókn Karlakórsins Heimis laugardaginn 12. mars

Karlakórinn Heimir hélt tónleika í Skálafelli á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 12. mars. Það var mikil eftirvænting hjá heimilisfólki enda um að ræða 70 manna kór úr Skagafirðinum. Um 140 manns hlýddu á tónleikana og var stemningin gríðarlega góð. Sama dag var kórinn með tónleika í Grafarvogskirkju. Kórfélagarnir gistu á hóteli í grend við Hrafnistu og að sögn kórstjórans fannst þeim tilvalið að kíkja við á Hrafnistu áður en þeir skelltu sér þangað.

Kórmeðlimir komu færandi hendi og færðu heimilismönnum geisladiska sem karlakórinn hefur gefið út.

Við þökkum karlakórnum Heimi kærlega fyrir tónleikana og þá gleði sem þeir færðu heimilisfólki á Hrafnistu.

 

Með því að smella á slóðina hér fyrir neðan má hlýða á kórinn syngja „Undir bláhimni“ sem alltaf er gaman að hlusta á.

 

 

https://drive.google.com/file/d/0BxnmismDal2BdkZQTlRsV0hKR1E/view

 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur