Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar 27. október 2015

Sæl öll

Í dag er alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar og í tilefni dagsins langar mig til að fræða ykkur aðeins um iðjuþjálfun.

Nokkrir fróðleiksmolar um iðjuþjálfun í tilefni af Alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar, 27. október 2015:

Vissir þú að ……..???

 

Iðjuþjálfafélag Íslands var stofnað 1976 – stofnfélagar voru 10 konur – félagsmenn eru nú um 300  – með stéttarfélags-, fag- eða nemaaðild. http://www.ii.is/

Árið 2016 verður félagið 40 ára og í tilefni afmælisins verður haldin ráðstefna í byrjun mars 2016.

Iðjuþjálfun er kennd við Háskólann á Akureyri – kennsla hófst 1997 og fyrstu „íslensku“ iðjuþjálfarnir luku námi 2001 http://www.unak.is/

Iðjuþjálfun við HA er 4ra ára BSc-nám

Fyrir tilkomu námsbrautar við HA lærðu Íslendingar iðjuþjálfun erlendis – flestir á Norðurlöndunum, en einnig í Bretlandi, Bandaríkjunum og Ástralíu.

Alheimssamtök iðjuþjálfa WORLD FEDERATION OF OCCUPATIONAL THERAPISTS voru stofnuð 1952 , http://www.wfot.org/

Stærsti vinnustaður iðjuþjálfa á Íslandi er Landspítali og þar eru iðjuþjálfar starfandi á eftirtöldum starfsstöðvum: Fossvogur, Grensás, Landakot, Hringbraut (vefrænar- og geðdeildir), Barna- og unglingageðdeild, Kleppur.

Annar stór vinnustaður iðjuþjálfa er Endurhæfingarmiðstöðin Reykjalundur. Þar starfa iðjuþjálfar á eftirtöldum sviðum: hjartasviði, lungnasviði, geðsviði, gigtarsviði, verkjasviði, hæfingarsviði, taugasviði, næringar- og offitusviði og sviði atvinnulegrar endurhæfingar.

Iðjuþjálfar eru starfandi í mörgum sveitarfélögum víðs vegar um landið og er starfssvið þeirra þar í leik- og grunnskólum.

Starfsendurhæfing er ört vaxandi þjónusta og byggir á þeirri hugsun að meta færni, en ekki óvinnufærni eða örorku. Iðjuþjálfar eru víða starfandi í starfsendurhæfingu, s.s. hjá Janus og Hugarafli og Starfsendurhæfingarsjóðnum VIRK og sem starfsendurhæfingarráðgjafar hjá stéttarfélögum. 

Á Æfingastöð SLF, Þroska- og hegðunarstöð og Greiningarstöð vinna iðjuþjálfar með börnum sem glíma við  færnivanda af ýmsum toga og fjölskyldum þeirra og veita ráðgjöf til skóla og leikskóla barnsins.

Iðjuþjálfar starfa í álverinu á Reyðarfirði og í Straumsvík við vinnuvernd.

Iðjuþjálfar eru starfandi á flestum öldrunarheimilum á Íslandi og það er starfandi faghópur í öldrunarþjónustu innan iðjuþjálfafélagsins.

 

Á Hrafnistu starfa 6 iðjuþjálfar: Sigurbjörg Hannesdóttir og Þorgerður Kristín Guðmundsdóttir Hrafnistu í Reykjavík. Sigurbjörg Hannesdóttir Hrafnista í Kópavogi.

Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir, María Ósk Albertsdóttir og Harpa Björgvinsdóttir Hrafnistu í Hafnarfirði. Erla Durr Magnúsdóttir Hrafnistu í Reykjansbæ.

 

 

Ykkur til upplýsinga læt ég fylgja2 stutt myndbönd um iðjuþjálfun.

 

Hvað er iðjuþjálfun? https://www.youtube.com/watch?v=ZKdA8QzdAlo#action=share

 

Hvað er iðjuþjálfun? https://www.youtube.com/watch?v=ETcPH5-LmDw

 

 

Kær kveðja

Sigurbjörg Hannesdóttir

Deildarstjóri iðjuþjálfunar

Hrafnista Reykjavík og Kópavogur

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur