Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Hrafnistuheimilin hljóta jafnlaunavottun

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2021_Jafnlaunavottun_2021-2024.jpeg

 

Hrafnistuheimilin hafa hlotið jafnlaunavottum og heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Í því felst að staðfest er að Hrafnista hefur fengið vottun á jafnlaunakerfi sínu samkvæmt jafnlaunastaðli ÍST 85:2012 og uppfyllir öll skilyrði hans.

Jafnlaunavottunin veitir staðfestingu á því að launaákvarðanir séu kerfisbundnar, að fyrir hendi sé jafnlaunakerfi samkvæmt kröfum jafnlaunastaðalsins og reglubundið sé fylgst með því að starfsfólk sem vinnur sömu eða jafnverðmæt störf hafi sambærileg laun óháð kyni.

Vinna við undirbúning jafnalaunavottunar hefur staðið yfir hjá Hrafnistu um nokkurt skeið en töluverð vinna hefur farið í að samræma starfsheiti og starfslýsingar milli heimila. Búin hafa verið til jafnlaunviðmið og störf flokkuð saman í starfahópa. Verklag tengt launaákvörðunum hefur verið yfirfarið, auk skjölunar og úrvinnsla frávika sem upp kunna að koma. Hlutverk varðandi launaákvarðanir hafa jafnframt verið skýrð. Öll þessi vinna hefur aukið gegnsæi og samræmi í öllum launaákvörðunum hjá Hrafnistu.

Launagreining sem gerð var í aðdraganda jafnlaunavottunar sýnir að ekki er marktækur munur á launum karla og kvenna í sambærilegum eða jafnverðmætum störfum hjá Hrafnistu.

Innleiðing jafnlaunakerfisins er frábær viðbót í okkar starf og styður með formlegum hætti við málefnalegar launaákvarðanir. Það að vera með vottað gæðakerfi í kringum launamál Hrafnistu veitir jákvætt aðhald og tækifæri til að rýna málin reglulega.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur