Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Árlegur kótilettudagur Hrafnistu haldinn á öllum Hrafnistuheimilunum

Hinn árlegi kótilettudagur var haldinn hátíðlegur á öllum Hrafnistuheimilunum átta í hádeginu í gær. Dagurinn er haldinn sem næst stofndegi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna en Sjómannadagsráð var stofnað þann 25. nóvember 1937, eða fyrir 84 árum.

Á þessum degi býður Sjómannadagsráð íbúum og starfsfólki öllu í mat þar sem boðið er upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótlettur í raspi með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli ásamt ís, að ógleymdu hinu eina og sanna malti og appelsíni. Þessi matur rennur ávallt jafn ljúflega ofan í bæði íbúa og starfsfólk, allir kunna vel að meta og virðast aldrei fá nóg af enda kótilettur í raspi herramannsmatur og víða að mörgum kunnar þeim gestum sem hafa fengið að smakka hér hjá okkur á Hrafnistu.  

Á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði spiluðu og sungu þeir Matthías Ægisson og Oddur Carl Thorarensen undir borðhaldinu við mikla hrifningu viðstaddra.

Meðfylgjandi myndir voru teknar á Hrafnistu Hraunvangi og á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi í hádeginu í gær.  

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur