Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Októberfest á Hrafnistu Hraunvangi

 

Hægt og rólega hefur félagslífið á Hrafnistuheimilunum verið að taka við sér eftir því sem Covid hefur látið undan. Til vitnis um það var Októberfest haldið hátíðlegt á Hrafnistu Hraunvangi sl. föstudag. Íbúar og starfsfólk skemmtu  sér konunglega og nutu þess að mega skemmta sér saman eftir krefjandi höft undanfarna mánuði. Hjördís Geirs og Dasbandið sáu um að halda fjörinu uppi. Boðið var upp á bjór og saltkringlur á barnum og starfsfólk klæddi sig upp í stíl við þemað eins og sjá má á meðfygjandi myndum.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur