Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Starfsfólk á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi býður íbúum deildarinnar í árlegt jólakaffi

 

Árlegt jólakaffi á Sjávar- og Ægishrauni, Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, fór fram í dag en síðastliðin fimm ár hefur starfsfólkið á Sjávar- og Ægishrauni haldið jólakaffi fyrir íbúa deildarinnar. Allt starfsfólk deildarinnar leggur hönd á plóg og útbýr ýmiskonar kræsingar til að setja á sameiginlegt kaffihlaðborð og eldhúsið á Hrafnistu útbýr heitt súkkulaði og rjóma ofan í mannskapinn.

Jólakaffið var haldið með breyttu sniði í ár. Halda þurfti boðið á nýjum stað og borðsalnum var hólfaskipt samkvæmt settum sóttvarnar reglum. Ekki var hægt að fá utanaðkomandi aðila til að syngja og skemmta að þessu sinni eins og áður hefur verið en starfsmaður á deildinni tók að sér að syngja nokkur jólalög þar á meðal Heims um ból þar sem allir tóku vel undir í söng.

Það var því sannarlega hátíðarbragur yfir öllu á Sjávar- og Ægishrauni í dag og íbúar og starfsfólk voru að vonum ánægð með samveru dagsins.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í jólakaffinu í dag.

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur