Forstöðumaður
Sara Pálmadóttir er forstöðumaður Hrafnistu Ísafold í Garðabæ, sara.palmadottir[hja]hrafnista.is
Hjúkrunardeildarstjóri er Rannveig Albína Norðdahl, rannveig.norddahl[hja]hrafnista.is
Læknaþjónusta
Hrafnistu Laugarási, Reykjavík
Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði
Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi
Hrafnistu Ísafold, Garðabæ
Hrafnistu Skógarbæ, Reykjavík
Hrafnistu Hlévangi, Reykjanesbæ
Hrafnistu Nesvöllum, Reykjanesbæ
Hrafnistu Sléttuvegi, Reykjavík
Hjúkrun
Heiðmörk 2. hæð
Heiðmörk er 10 rýma eining á 2 hæð heimilisins. Á Heiðmörk er garður sem er mikið notaður í góðum veðrum og er gjarnan staðið fyrir ræktun á grænmeti þar á sumrin. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum. Nafnið vísar í Heiðmörkina sem er stærsta útivistarsvæðið í nágrenni Reykjavíkur og tilheyrir Græna treflinum sem umlykur allt Höfuðborgarsvæðið.
Síminn á Heiðmörk er 535-2221, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 535-2255.
Þórsmörk 2. hæð
Þórsmörk er 10 rýma eining á 2 hæð heimilisins. Á Þórsmörk eru skjólgóðar svalir, en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum. Nafnið vísar í einn fallegasta stað Íslands Þórsmörk sem kúrir á milli jökla á suðurlandi.
Síminn á Þórsmörk er 535 -2226, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 535-2255.
Ásbyrgi 3. hæð
Ásbyrgi er 10 rýma eining á 3 hæð heimilsins. Á Ásbyrgi eru skjólgóðar svalir, en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum. Nafið vísar í Ásbyrgi á norðurlandi þar sem er gróskumikill birkiskógur umvefur hamrabelti og fyrir botni hvílir friðsæl tjörn sem er heimkynni rauðhöfðaanda á sumrin. Margir finna ákveðna helgi hvíla yfir staðnum og telja jafnvel að þar séu híbýli álfa og huldufólks.
Síminn á Ásbyrgi er 535 -2236, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 535-2255.
Snæfell 3. hæð
Snæfell er 10 rýma eining á 3 hæð heimilisins. Á Snæfelli eru skjólgóðar svalir, en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum. Nafnið vísar í fjallið Snæfell sem er hæsta fjall Íslands utan jökla (1833m) og er fjallið sjálft og svæðið umhverfis það innan marka Vatnajökulsþjóðgarðs. Snæfell er nokkuð keilulaga, enda forn megineldstöð sem hefur ekki rumskað í 10 þúsund ár. Mun það hafa myndast síðla á ísöld og er því yngsta eldstöð Austurlands. Vegna þess, hve hátt Snæfell rís hverfa efstu fannir þess ekki á sumrin og í því eru stuttir brattir skriðjöklar.
Síminn á Snæfelli er 535 -2231, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 535-2255.
Dynjandi 4. hæð
Dynjandi er 10 rýma eining á efstu hæð heimilisins. Á Dynjanda eru rúmgóðar svalir út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum. Nafnið vísar til mesta foss Vestfjarða Dynjanda. Hann má finna í Dynjandisvogi fyrir botni Arnarfjarðar. Fossinn og umhverfi hans hans var friðlýst sem náttúruvætti árið 1981, enda um einstaka náttúruperlu að ræða
Síminn á Dynjanda er 535-2241, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 535-2255.
Arnastapi 4. hæð
Arnastapi er 10 rýma eining á efstu hæð heimilisins. Á Arnastapa eru skjógóðar og rúmgóðar svalir af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum. Nafnið vísar í lítið sjávarþorp á sunnanverðu Snæfellsnesi. Mikil náttúrufegurð er í grennd við Arnarstapa. Ströndin milli Stapa og Hellna var gerð að friðlandi 1979, en hún þykir sérkennileg og fögur á að líta.
Síminn á Arnastapa er 535-2246, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 535-2255.