Dagdvöl Hraunvangur

Þjónusta

Verslun

Verslun er staðsett í þjónustumiðstöðinni Sléttunni, verslunin er opin alla virka daga frá 8:45 - 16:00 og um helgar frá 12:30 - 16:30.

Hárgreiðslustofa

Hárgreiðslustofan Tunglið er á 1. hæð þjónustumiðstöðvarinnar. Opið er alla virka daga frá kl. 9:00 - 17:00. Tímapantanir eru í síma 585-3219 eða með því að senda tölvupóst í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Fótaaðgerðastofa 

Fótaaðgerðastofa er á 1. hæð þjónustumiðstöðvarinnar. Opið er alla virka daga á milli kl. 9:00 - 17:00. Aðalheiður Sigþórsdóttir, löggildur fótaaðgerðafræðingur, rekur fótaaðgerðastofuna og tekur á móti tímapöntunum í síma 585-3219/899-9607. Einnig er hægt að panta tíma með því að senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Naustið

Matar- og kaffiþjónusta er í Naustinu sem staðsett er á jarðhæð þjónustumiðstöðvarinnar. Opið er til kl. 17:00 alla daga vikunnar.

Veislu- og viðburðasalir eru til leigu í Naustinu. Nánari upplýsingar er hægt að fá í gegnum netfangið sigrun.kjaernested[hja]hrafnista.is 

 

Lesa meira...

Sjúkra- og iðjuþjálfun og félagsstarf

Á Hrafnistu Sléttuvegi er sjúkraþjálfunardeild í bjartri og fallegri aðstöðu á jarðhæð. Deildin er vel búin tækjum, leikfimisal og meðferðaklefum. 
Markmið sjúkraþjálfunar er að auka lífsgæði íbúa, til dæmis með því  að minnka verki, auka hreyfanleika og viðhalda færni eins og hægt er. Hvetja til athafna sem viðkomandi hefur áhuga á og hefur gildi fyrir hann. 

Sjúkraþjálfari sinnir einstaklingsmeðferð og býr til æfingaáætlanir  (þol, styrktar og jafnvægisþjálfun) fyrir einstaklinga. 

Íbúum stendur til boða æfingameðferð eða önnur sérhæfðari meðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. M.a. er um að ræða almenna þjálfun undir stjórn íþróttakennara og sjúkraþjálfara, jafnvægisþjálfun, ýmsa hóptíma og stólaleikfimi. Yfir sumartímann stendur deildin einnig fyrir ýmsum atburðum, s.s gönguferðum og kvennahlaupi. Sjúkraþjálfarar ásamt iðjuþjálfurum sjá um að panta hjólastóla, gönguhjálpartæki og spelkur fyrir heimilismenn ef á þarf að halda. Sjúkraþjálfarar annast hluta af RAI-hjúkrunarþyngdarmati íbúa. Einnig sjá þeir um fræðslu (t.d. varðandi hjálpartæki og líkamsbeitingu) fyrir starfsfólk og skjólstæðinga.

Ef íbúi óskar eftir notkun á rafknúnu hjálpartæki s.s. rafmagnsbíl þá þarf fyrst að fara fram mat á ökuhæfni og leyfi síðan veitt samkvæmt reglum Hrafnistu um slíkan búnað. Þrif og viðhald á rafskutlum er á ábyrgð heimilismanns og aðstandenda.

Deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar er Anna Margrét Guðmundsdóttir, anna.gudmundsdottir[hja]hrafnista.is

Beinn sími hjá sjúkraþjálfun er 585 3274.

Iðjuþjálfun

Á Hrafnistuheimilunum leitast iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar eftir því að starfa einstaklingsmiðað og hafa þarfir hvers og eins að leiðarljósi, að viðkomandi hafi hlutverk og fái tækifæri til að njóta iðju sem hann hefur áhuga á hverju sinni. Þannig hefur þátttakan jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan einstaklingsins. Iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar sinna bæði einstaklingum og hópum með það að leiðarljósi að bæta andlega líðan, félagslega- og líkamlega færni einstaklingsins. 

Boðið er upp á þjálfun á færni til iðju á einstaklingsbundinn hátt, þannig að samspil sé á milli heimilismanns, iðjunnar og umhverfisins. Einstaklingsmeðferð sem og hópþjálfun er í boði á heimilinu á vegum iðjuþjálfunar en þar gefst einstaklingum tækifæri á að fást við ýmsa tómstundaiðju. Iðjuþjálfi sér einnig um að útvega og/eða veita ráðgjöf varðandi hjálpartæki daglegs lífs. 

Samvinna um félagsstarf og vinnustofu er á milli sjúkra- og iðjuþjálfunar, Þjónustumiðstöðvarinnar Sléttunnar og dagdvalarinnar Rastar.

Samvinna við hjúkrunarfólk sjúkra- og iðjuþjálfun er mikil og unnið er í teymisvinnu að málefnum einstaklinga.

Aðstoðardeildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar er Aðalheiður Þorsteinsdóttir iðjuþjálfi, adalheidur[hja]hrafnista.is 

Félagsstarf

Viðburði og dagskrá má sjá á heimasíðu Sléttunnar og á facebooksíðunni Sléttan lífsgæðakjarni

 

 

 

Lesa meira...

Heimilið

Forstöðumaður

Forstöðumaður á Hrafnistu Sléttuvegi er Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, valgerdur.gudbjornsdottir[hja]hrafnista.is

Læknaþjónusta

Læknar eru á vakt á Hrafnistuheimilunum allan sólarhringinn. Almenn læknisþjónusta felur í sér eftirlit og móttöku á deildum ásamt því að sinna bakvakt allan sólarhringinn. Aðgengi að sérhæfðari læknisþjónustu er veitt innan eða utan heimilanna með tilvísun lækna. Hjúkrunarfræðingur á viðkomandi deild Hrafnistu annast milligöngu ef óskað er eftir að ná samband við lækni. Læknar Hrafnistu sinna öllum átta Hrafnistuheimilunum:

 Hrafnistu Laugarási, Reykjavík

 Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði

 Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi

 Hrafnistu Ísafold, Garðabæ

 Hrafnistu Skógarbæ, Reykjavík

 Hrafnistu Hlévangi, Reykjanesbæ

 Hrafnistu Nesvöllum, Reykjanesbæ

Hrafnistu Sléttuvegi, Reykjavík

Veitt er fagleg þjónusta sem tekur mið að þörfum íbúanna og hefur jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri  líkamlegri og andlegri heilsu íbúa. Megin áhersla er lögð á að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar. Sú stefna og þau markmið eru í samræmi við markmið Hrafnistu um að vera leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra.

Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmd í samvinnu við Heilsuvernd.

Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ er framkvæmd í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Hjúkrun

Á Hrafnistu Sléttuvegi starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun heimilismanna allan sólahringinn. Hjúkrun og umönnun er veitt samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun, á þann hátt að hver heimilismaður hefur sinn hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og/eða starfsmann í aðhlynningu sem hafa umsjón með umönnun hans. Markmið hjúkrunar er að veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins. Einnig er mikilvægt að styrkja heimilismenn til sjálfshjálpar og auðvelda þeim að aðlagast breyttum aðstæðum. Ekki er síður  nauðsynlegt að tryggja vellíðan og öryggi heimilismanna og standa vörð um sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þeirra. Þá er einnig mikilvægt að efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur heimilismanna. Leitast er við að hafa fjölskyldufund einum til tveimur mánuðum eftir að heimilismaður flytur á heimilið og síðan eftir þörfum verði breytinga vart á líðan hans.


Heimilið skiptist í tvær deildir:

Jarðhæð, 1.hæð og 2.hæð tilheyra Bergi.

Hjúkrunardeildarstjóri á Bergi er Dagný Jónsdóttir, dagny.jonsdottir[hja]hrafnista.is

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Bergi er Sigrún Helgadóttir, sigrun.helgadottir[hja]hrafnista.is

3. og 4. hæð tilheyra Fossi.

Hjúkrunardeildarstjóri á Fossi er Anna María Bjarnadóttir, anna.bjarnadottir[hja]hrafnista.is

Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Fossi er Kristín Vilborg Þórðardóttir (afleysing), kristin.thordardottir[hja]hrafnista.is 

Ölduberg jarðhæð

Ölduberg er 11 rýma eining á jarðhæð heimilisins. Á Öldubergi er útgengi út í skjólsælan garð frá sameiginlegu eldhúsi og stofu sem er í björtu og opnu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Öldubergi er 662-1083. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402

Ísberg 1. hæð

Ísberg er 11 rýma eining á 1. hæð heimilsins. Á Ísbergi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Sólbergi út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Ísbergi er 662-0835.Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402

Sólberg 1. hæð

Sólberg er 11 rýma eining á 1. hæð heimilsins. Á Sólbergi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Ísbergi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Sólbergi er 662-0951. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402

Gullberg 2. hæð

Gullberg er 11 rýma eining á 2. hæð heimilsins. Á Gullbergi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Sigurbergi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Gullbergi er 662-0967. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402

Sigurberg 2. hæð

Sigurberg er 11 rýma eining á 2. hæð heimilsins. Á Sigurbergi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Gullbergi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Sigurbergi er 662-0962. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3270/613-0402

Goðafoss 3. hæð

Goðafoss er 11 rýma eining á 3. hæð heimilsins. Á Goðafossi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Brúarfossi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Goðafossi  er 585 -3272, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3272/613-0403.

Brúarfoss 3. hæð

Brúarfoss er 11 rýma eining á 3 hæð heimilisins. Á Brúarfossi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Goðafossi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Brúarfossi er 523 -2231, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3272/613-0403.

Gullfoss 4. hæð

Gullfoss er 11 rýma eining á efstu hæð heimilisins. Á Gullfossi eru skjólsælar rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Ljósafossi, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Gullfossi er 585-3272, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3272/613-0404.

Ljósafoss 4. hæð

Ljósafoss er 11 rýma eining á efstu hæð heimilisins. Á Ljósafossi eru skjólsælar og rúmgóðar svalir, sameiginlegar með Gullfoss, út af stofu en eldhús og stofa eru í opnu björtu rými. Allir íbúar eru með sér herbergi með sturtu og salerni, auk þess er lítil eldhúsaðstaða á öllum herbergjum.

Síminn á Ljósafossi er 535-2246, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 585-3272/613-0404.

 

Lesa meira...

Hrafnista Sléttuvegur

Hrafnista Sléttuvegi tók til starfa í febrúar árið 2020 og er heimilið rekið af Sjómannadagsráði 

Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 99 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta

Inntaka íbúa á Hrafnistu Sléttuvegi fer fram í gegnum Færni- og heilsumatskerfi Landlæknisembættisins

Dagdvöl er starfrækt á Hrafnistu Sléttuvegi. Markmið dagdvalar er liður í að viðhalda lífsgæðum einstaklinga, rjúfa félagslega einangrun og sem stuðningur við aðstandendur aldraðra sem búa í heimahúsi. Hrafnista Sléttuvegi hefur leyfi fyrir 30 rýmum í dagdvöl. 

Allar nánari upplýsingar um Hrafnistu Sléttuveg má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa samband við Selmu Dagbjörtu Guðbergsdóttur í netfangið selma.gudbergsdottir[hja]hrafnista.is 

Lífsgæðakjarni
Lífsgæðakjarni nær yfir bæði húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Hrafnista Sléttuvegi er sambyggt við þjónustu- og lífsgæðakjarnann Sléttuna en þar er að finna litla verslun, hárgreiðslustofu, fótaðgerðarstofu, kaffihús, matsölu oflVið Sléttuveg 27 eru 60 leiguíbúðir í eigu Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs.  Innangengt er úr leiguíbúðum í þjónustumiðstöðina SléttunaÁ Sléttunni fer fram félagsstarf sem íbúar hjúkrunarheimilisins sem og aðrir íbúar í nágrenninu geta nýtt sér. Upplýsingar um starfsemi og dagskrá í þjónustumiðstöðinni má finna HÉR 

Aðstaða

Við hönnun og uppbyggingu á Sléttuvegi var horft til þess nýjasta í hönnun hjúkrunarheimila. Öll herbergin eru einbýli og er hvert herbergi um 28 fermetrar, sameiginlegt svefnherbergi og stofa auk baðherbergis og eldhúskróks.

Herbergin eru búin: 
- Rúmi, náttborði, litlum innbyggðum fataskáp auk stærri færanlegs fataskáps.  Myrkvunargardínum og kappa fyrir gluggatjöld, velkomið er að koma með sín eigin gluggatjöld.
- Tengiboxi sem hægt er að tengja við sjónvarp, myndlykil og tölvu. Íbúar hafa aðgang að þráðlausu neti Hrafnistu til að fara á fréttasíður o.þ.h. en ekki verður hægt að streyma sjónvarpsefni eða öðru efni í gegnum þráðlausa netið. Íbúar sjá sjálfir um að útvega sér myndlykil og þá áskriftarleið sem þeir kjósa. Vodafone er það fyrirtæki sem hægt er að versla við og erum við með sérverð fyrir okkar íbúa. Þetta getur tekið 2-3 daga. Ekki er heimilt að koma með router þar sem allar tengingar eru nú þegar til staðar.
- Ljósum (ath. ekki má skipta um ljósakrónur í herbergi).

Skoðaðu þvívíddarmynd af herbergi á Hrafnistu Sléttuvegi með því að smella HÉR

 

  •  

     

     

     

     

     

     

     

     

    Dagdvölin Röst á Sléttuvegi er ætluð þeim sem eru 67 ára eða eldri og búa í Reykjavík. Opið er alla virka daga milli kl. 08:00 - 16:00. Daggestir greiða ákveðið daggjald og er akstur í boði til og frá heimilinu.

    Markmið dagdvalar er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun. Hrafnista Sléttuvegi hefur leyfi fyrir 30 rýmum í dagdvöl.
     
    Deildarstjóri dagvalar á Hrafnistu Sléttuvegi er Bryndís Rut Logadóttir, bryndis.logadottir[hja]hrafnista.is Sími 693-9593.
     
    Aðstoðardeildarstjóri dagdvalar er Erna Frímannsdóttir, erna.frimannsdottir[hja]hrafnista.is 
     
    Ásamt umsókn er óskað eftir hjúkrunar/læknabréfi í gegnum Sögukerfið.
     

    Til baka takki