Dagdvöl Hraunvangur

Dagdvöl - Hrafnista Boðaþing Kópavogi

Dagdvölin á Hrafnistu Boðaþingi er ætluð þeim sem eru 67 ára og eldri og búa í Kópavogi.  Opið er alla virka daga milli kl. 08:00 - 16:00. Gestir greiða ákveðið daggjald. Akstur er í boði til og frá heimilinu. Markmið dagdvalar er að viðhalda sjálfstæði einstaklingsins og rjúfa félagslega einangrun aldraðra.

Hrafnista Boðaþing hefur leyfi fyrir 30 rýmum í dagdvöl. Deildarstjóri er Bryndís Hreiðarsdóttir, bryndis.hreidarsdottir[hja]hrafnista.is 

Umsókn um dagdvöl má nálgast hér.

 

Lesa meira...

Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfunin er staðsett í glæsilegu húsnæði með fallegu útsýni yfir Elliðavatn. Deildin er útbúin góðum tækjasal, leikfimisal og meðferðarklefum.

Sjúkraþjálfari sinnir einstaklingsmeðferðum og býr til æfingaáætlanir (þol, styrktar og jafnvægisþjálfun) fyrir heimilismenn.

Markmið sjúkraþjálfunar er að auka lífsgæði heimilismanna, til dæmis að minnka verki, auka hreyfanleika og viðhalda færni. Sjúkraþjálfari, ásamt íþróttafræðingi, sjá um hóptíma fyrir dagdvölina og íbúa í þjónustuíbúðunum.

Heimilismönnum stendur til boða æfingameðferð eða önnur sérhæfðari meðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. M.a. er um að ræða almenna þjálfun, SNAG, boccia, jafnvægisþjálfun, sundleikfimi, ýmsa hóptíma og  stólaleikfimi. Yfir sumartímann stendur deildin einnig fyrir ýmsum atburðum, s.s gönguferðum, púttkennslu og kvennahlaupi. Sjúkraþjálfarar sjá um að panta hjólastóla, gönguhjálpartæki og spelkur fyrir heimilismenn ef á þarf að halda. Sjúkraþjálfarar annast hluta af RAI-hjúkrunarþyngdarmati heimilismanna. Einnig sjá þeir um fræðslu (t.d. varðandi hjálpartæki og líkamsbeitingu) fyrir starfsfólk og skjólstæðinga.

Aðstoðarmaður sjúkraþjálfara  sér um að flytja skjólstæðinga í og úr þjálfun, veita einstaklingum og hópum aðstoð í tækjasal ásamt því að gefa heita bakstra.

Beinn sími hjá Orkuþingi sjúkraþjálfun er 531 4015. 

Sjúkraþjálfarar

Ester Gunnsteinsdóttir er deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu í Kópavogi, ester.gunnsteinsdottir[hja]hrafnista.is

Katrín Björgvinsdóttir, sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari kata.physio[hja]gmail.com

 

 


 

Stjórnendur


Forstöðumaður 

Bjarney Sigurðardóttir er forstöðumaður heimilisins í Kópavogi. Þú getur verið í sambandi við hana í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Læknar 


Læknir kemur á heimilið tvisvar í viku og  auk þess sem læknir er á bakvakt allan sólarhringinn. 

Aðgengi að sérhæfðari læknisþjónustu er veitt innan heimilisins eða utan með tilvísun lækna Hrafnistu. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri líkamlegri og andlegri heilsu heimilisfólks. Einnig að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar og með virkri þátttöku  lækna í öldrunarteyminu.

Forstöðulæknir Hrafnistuheimilinna er Sigurður Helgason. Þú getur haft samband við hann í netfanginu   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Læknir Hrafnistu í Kópavogi er Iris Sveinsdóttir, yfirlæknir. Þú getur náð í Írisi í netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..         

                          

 

Heimilið

Forstöðumaður Hrafnistu í Boðaþingi er Kristrún Benediktsdóttir kristrun.benediktsdottir[hja]hrafnista.is   
Hjúkrunardeildarstjóri er Guðrún Lovísa Ólafsdóttir gudrun.olafsdottir[hja]hrafnista.is 

Hjúkrunardeildar á Hrafnistu í Boðaþingi eru 4 talsins:

Kríulundur 1. hæð
Sími deildar er 531 4035. Sími hjá vakthafandi hjúkrunarfræðingi er 693 9503. 

Spóalundur 1. hæð
Sími deildar er 531 4032. Sími hjá vakthafandi hjúkrunarfræðingi er 693 9503. 

Krummalundur 2. hæð
Sími deildar er 531 4041. Sími hjá vakthafandi hjúkrunarfræðingi er 693 9503. 

Lóulundur 2. hæð
Sími deildar er 531 4038. Sími hjá vakthafandi hjúkrunarfræðingi er 693 9503.

 

 

 

Lesa meira...

Þjónusta

Þjónustumiðstöðin Boðinn

Á Hrafnistu í Kópavog er ekki mikið um fyrirfram ákveðna dagskrá í félagslífi frekar en á venjulegu heimili, en þó er að jafnaði ein uppákoma á dag, t.d. tálgun, harmonikuspil, botsja, gönguferðir, böll og helgistundir.

Í Þjónustumiðstöðinni Boðaþingi 9 er hægt að setjast niður í notalegu umhverfi yfir kaffibolla og heimabökuðu meðlæti, lesa dagblöðin, hlusta á útvarp og ræða málin.  Þjónustumiðstöðin er opin fólki á öllum aldri óháð félagsaðild, en sú starfsemi sem er niðurgreidd er eingöngu ætluð eldra fólki, búsettu í Kópavogi. 

Þjónustumiðstöðin er opin frá kl 9:00 til 16:00 alla virka daga. Hádegisverður er framreiddur frá kl. 12:00  – 13:00  alla virka daga. Hádegisverð þarf að panta daginn áður í síma 512 7400. Dagskrá félagsheimilisins er auglýst á töflu í anddyri þjónustumiðstöðvarinnar. Einstaka viðburðir eru auglýstir á auglýsingatöflum á deildum. Sími þjónustumiðstöðvarinnar er 512 7400.

Hárgreiðslustofa 

Anna Rósa Bjarnadóttir er hárgreiðslumeistari á Hrafnistu í Kópavogi. Hárgreiðslustofa er staðsett á 1. hæð þjónustumiðstöðvarinnar að Boðaþingi 9. Tímapantanir eru í síma 862 8465. 

Fótaðagerðastofa 

Katrín Gyða Guðjónsdóttir er starfandi fótaaðgerðafræðingur á Hrafnistu í Boðaþingi. Fótaaðgerðastofan er staðsett á neðstu hæð þjónustumiðstöðvarinnar að Boðaþingi 9. Tímapantanir eru í síma 692 4024 eða senda póst á netfangið katringyda94[hja]gmail.com

 

Hrafnista Boðaþing

Hrafnista Boðaþing í Kópavogi tók til starfa 19. mars 2010 og er heimilið rekið af Sjómannadagsráði 

Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 44 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta

Inntaka íbúa á Hrafnistu Boðaþing fer fram í gegnum Færni- og heilsumat Landlæknisembættisins.

Önnur skammtímarými er dagdvöl en Hrafnista í Boðaþingi er með leyfi fyrir 30 rýmum.

Allar nánari upplýsingar um Hrafnistu Boðaþing má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa  samband við Halldóru Björk Hauksdóttur í gegnum netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skilja eftir skilaboð á skiptiborði í síma 531 4000.

Lífsgæðakjarni
Lífsgæðakjarni nær yfir bæði húsnæði og þjónustu þar sem fólki gefst kostur á að auka lífsgæði sín og njóta þess að vera til. Áfast við hjúkrunarheimilið í Boðaþingi er þjónustumiðstöðin Boðinn sem Kópavogsbær rekur. Samrekstur hjúkrunarheimilisins og þjónustumiðstöðvarinnar gerir það verkum að íbúar á hjúkrunarheimilinu og aldraðir í nágrenninu geta notið alls hins besta sem í boði er í þjónustu við aldraða. Í nágrenni við hjúkrunarheimilið, Boðaþing 22-24, eru 95 leiguíbúðir í eigu Naustavarar, dótturfélags Sjómannadagsráðs. 

Aðstaðan

Við hönnun og uppbyggingu á Hrafnistuheimilinu í Boðaþingi er mikið horft til Lev og bo. Að auki var leitað  í smiðju Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra. Einnig voru önnur öldrunarheimili á Íslandi skoðuð svo og rannsóknir og kenningar í öldrunarfræðum. Á heimilinu í Kópavogi eru 44 íbúar á 4 deildum.  Öll herbergi eru einbýli. Hvert herbergi er um 35 fermetrar, sameiginlegt svefnherbergi og stofa auk baðherbergis og eldhúskróks, þar sem er innrétting með ísskáp og vaski en einnig er  þar að finna sjúkrarúm, náttborð og fataskáp, gardínukappa og rúllugluggatjöld. Einnig er á herbergjunum öryggiskallkerfi, tengingar fyrir síma, sjónvarp og tölvu. Heimilismenn útvega síðan sjálfir annan húsbúnað og gluggatjöld ef þeir óska eftir að gera heimili sitt ennþá heimilislegra. 

Skoðaðu þrívíddarmynd af herbergi í Hrafnistu Boðaþingi með því að smella HÉR 

 

  •  

     

     
     
     

    Undirflokkar

    Til baka takki