Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Stytta af Guðmundi Hallvarðssyni afhjúpuð á Hrafnistu í Reykjavík

Fimmtudaginn 7. desember s.l. varð Guðmundur Hallvarðsson, fyrrverandi formaður Sjómannadagsráðs, 75 ára.

Í tilefni dagsins var afhjúpuð stytta af honum sem staðsett er í holinu fyrir framan Skálafell á Hrafnistu í Reykjavík. Stjórn Sjómannadagsráðs samþykkti fyrir nokkru að gerð yrði stytta af Guðmundi honum til heiðurs, en á þessum stað er einnig að finna styttur af nokkrum merkum kyndilberum úr sögu Sjómannadagsráðs. Guðmundur er vel að þessum heiðri kominn.

Á aðalfundi Sjómannadagsráðs í maí s.l. gaf Guðmundur ekki kost á sér til endurkjörs og steig þar með upp úr formannsstólnum sem hann hafði vermt síðan árið 1993. Hann var fyrst kosinn í stjórn Sjómannadagsráðs árið 1984. Guðmundur hefur átt glæstan feril í þessu embætti og undir hans stjórn hafa fyrirtæki Sjómannadagsráðs vaxið og dafnað.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígslu styttunnar en fjölskylda Guðmundar var á meðal gesta.

 

Ljósmyndir: Hreinn Magnússon.

 

  •  

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur