Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Nýr forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ og forstöðumaður Hrafnistu Garðabæjar - Ísafold

F.v. Hrönn Ljótsdóttir og Þuríður Elísdóttir
F.v. Hrönn Ljótsdóttir og Þuríður Elísdóttir

Ágæta samstarfsfólk,

Í gær samþykkti bæjarráð Garðabæjar að ljúka gerð samninga við okkur hér á Hrafnistu um að við tækjum yfir starfsemi hjúkrunarheimilisins Ísafoldar í Garðabæ. Við tökum formlega við þar þann 1. febrúar á næsta ári en fram að þeim tíma verður unnið af kappi við að undirbúa þessar breytingar. Hrafnistuheimilin verða því sex á næsta ári.

Vegna þessa, verða nú um áramótin, þær breytingar hjá okkur að Hrönn Ljótsdóttir, sem verið hefur forstöðumaður Hrafnistu Reykjanesbæ, lætur af störfum þar og tekur að sér að vera forstöðumaður Hrafnistu Garðabæ – Ísafold.

Hrönn er sjúkraliði, félagsráðgjafi og með diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu og hefur starfað lengi hjá Hrafnistuheimilunum. Hún hefur víðtæka reynslu af öldrunarmálum, stýrði Hrafnistu í Kópavogi fyrstu þrjú árin og hefur verið forstöðumaður í Reykjanesbæ frá opnun þar árið 2014.

Á sama tíma mun Þuríður Elísdóttir, sem verið hefur deildarstjóri Hrafnistu Nesvalla í Reykjanesbæ, taka við sem forstöðumaður Hrafnistu í Reykjanesbæ og stýra þá bæði starfsemi okkar á Nesvöllum og Hlévangi. Þuríður, er hjúkrunarfræðingur að mennt og hefur starfað lengi í öldrunarþjónustunni. Hún var deildarstjóri Garðvangs frá 2004 en hóf þar störf árið 1999. Hún hefur svo verið deildarstjóri Hrafnistu á Nesvöllum frá opnun heimilisins árið 2014.

Við breytinguna fjölgar um einn aðila í framkvæmdaráði Hrafnistu þegar Þuríður tekur þar sæti. Í framkvæmaráði sitja auk forstjóra, fjármálastjóri, framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs og forstöðumenn allra hjúkrunarheimila Hrafnistu.

Um leið og þakka Hrönn fyrir glæst störf í þágu aldraðra og  okkar í Reykjanesbænum, bíð ég hana velkomna í stjórnunarstarf fyrir okkar hönd í Garðabænum.

Þuríði óska ég til hamingju með nýja starfið og sendi henni góðar óskir í nýjum viðfangsefnum sem ég er sannfærður um að hún á eftir að standa sig mjög vel í að vinna úr.

 

Pétur Magnússon

Forstjóri Hrafnistu

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur