Erla Dürr Magnúsdóttir hefur verið ráðinn deildarstjóri iðjuþjálfunar á Hrafnistu Reykjanesbæ. Hún útskrifaðist með B.S. gráðu úr iðjuþjálfunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri 2010 og hefur undanfarin 5 ár starfað sem iðjuþjálfi við LSH.
Erla tekur við af Guðbjörgu Láru, deildarstjóra iðjuþálfunar, þann 1. september næstkomandi. Um leið og við óskum Guðbjörgu Láru velfarnarðar, þar sem hún heldur á vit ævintýra út í heim, bjóðum við Erlu velkomna í Hrafnistu hópinn.