Ásdís Ríkharðsdóttir, 100 ára íbúi á Hrafnistu í Hafnarfirði lætur ekki deigan síga þrátt fyrir háan aldur, því hún spilar á píanó alla daga inn í herbergi hjá sér. Vinkona hennar kíkir í heimsókn í hverri viku en þá syngur hún og Ásdís spilar undir hjá henni. Ásdís kenndi á píanó til margra ára og býr að því enn í dag.
Vísir leit við hjá Ásdísi 100 ára píanósnillingur á Hrafnistu