Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Mikilvægt að búa með fólki á svipuðu reki

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2021_2022-Vital-vi-SG_slttuvegur_copy_co.jpeg

Viðtal við Sigurð Garðarsson, framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs, birtist í gær en þar fjallar hann m.a. um leiguíbúðir Naustavarar sem eru hluti af lífsgæðakjörnum Sjómannadagsráðs og Hrafnistu.

Mikilvægt að búa með fólki á svipuðu reki

Leigu­íbúðir Nausta­var­ar eru fyr­ir alla sem eru 60 ára og eldri. Sig­urður Garðars­son, fram­kvæmda­stjóri Sjó­mannadags­ráðs, seg­ir að íbúðirn­ar séu góður kost­ur fyr­ir þá sem vilja hafa það sem best á sín­um efri árum. 

„Leigu­íbúðir Nausta­var­ar eru hluti af lífs­gæðakjörn­um Sjó­mannadags­ráðs og Hrafn­istu. Íbúðirn­ar eru afar góður kost­ur þar sem fólki býðst að búa í framúrsk­ar­andi íbúðum sem taka mið af þörf­um eldra fólks. Þær eru fyr­ir alla 60 ára og eldri sem geta búið í sjálf­stæðri bú­setu. Í lífs­gæðakjörn­un­um er stutt að sækja þjón­ustu og fé­lags­starf. Leigu­íbúðir Nausta­var­ar standa í ná­grenni við Hrafn­istu­heim­ili og eru í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Brúna­vegi, Jök­ul­grunni og Sléttu­vegi í Reykja­vík, Boðaþingi í Kópa­vogi og Hraun­vangi í Hafnar­f­irði,“ seg­ir Sig­urður.

Hann seg­ir að gott aðgengi sé í íbúðunum og þær séu sér­hannaðar með þarf­ir eldra fólks í huga.

„Lögð er áhersla á ör­yggi, for­varn­ir og inn­an­gengi. Í öll­um hús­un­um eru lyft­ur og alls staðar inn­an­gengt yfir á næsta Hrafn­istu­heim­ili. Hurðaop og gang­ar eru breiðari en geng­ur og ger­ist, einnig eru baðher­bergi og eld­hús sér­hönnuð svo auðvelt sé að nota ým­iss kon­ar stuðnings­tæki.“

Íbúðirn­ar eru frá 45 til 100 fm og seg­ir Sig­urður að mis­lang­ur biðlisti sé í að kom­ast að.

„Íbúðirn­ar eru eft­ir­sótt­ar en biðlist­arn­ir eru mis­lang­ir eft­ir stærð og staðsetn­ingu,“ seg­ir hann.

Sig­urður seg­ir að það fel­ist mik­il lífs­gæði í því að búa inn­an um annað fólk sem sé á svipuðu reki.

„Það er mik­il­vægt að hafa aðgang að afþrey­ingu og skipu­lögðu fé­lags­starfi. Lík­am­leg og fé­lags­leg virkni er mjög mik­il­væg, ekki síst þegar á efri ár er komið. Nausta­vör er um­hugað um vellíðan íbúa og tel­ur mik­il­vægt að tryggja aðgengi þeirra að fjöl­breyttri afþrey­ingu og hreyf­ingu. Oft verður til vin­skap­ur á meðal íbúa og göm­ul kynni rifjast upp,“ seg­ir hann.

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur