Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Starfsfólk á Sjávar- og Ægishrauni með árlegt jólakaffi

 

Starfsfólk á Sjávar- og Ægishrauni, Hrafnistu Hraunvangi, bauð íbúum á deildinni í árlegt jólakaffi þann 7. desember sl. Samkvæmt venju sá starfsfólk um að útbúa allar veitingar, tertur, fagurskreyttar bollakökur, heita rétti, flatkökur með hangikjöti svo eitthvað sé nefnt. Hrafnista bauð að venju öllum upp á heitt súkkulaði með rjóma. Jólalegra verður það nú ekki.

Að þessu sinni sá Árni Matthías um að spila nokkur jólalög á klassískan gítar og Bryndís kom og spilaði á gítar og söng jólalög. Að sögn starfsmanna er þetta einn af skemmtilegustu dögunum í vinnunni á hverju ári.  

Allir nutu samverunnar sem lauk með bros á vör viðstaddra og jólablik í augum.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur