Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Annað staðfest kórónuveirusmit á Hrafnistu Ísafold

 

Í dag, þriðjudaginn 6. október, var annað staðfest COVID-19 smit hjá íbúa á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ. Í samræmi við verkferla Hrafnistu hefur nú þegar verið ræst ákveðið viðbúnaðarstig þegar staðfest er um smit hjá íbúum eða starfsfólki. Unnið er eftir verklagi neyðarstjórnar Hrafnistu sem er á vakt allan sólarhringinn í tilfellum sem þessum til að tryggja sem best gæði og öryggi íbúa og starfsmanna.

Ísafold er áfram lokuð og eru allir íbúar heimilisins í sóttkví á meðan unnið er að nánari greiningu. Hrafnista vinnur nú með rakningarteymi Almannavarna að því að stöðva frekari smitútbreiðslu.

Virðingarfyllst,

Neyðarstjórn Hrafnistu

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur