Top header icons

COVID spurt og svaraðRannsóknarsjóður HrafnistuHrafnista á Facebook

 
 

Evróvision og glimmerþema á Hrafnistu Hraunvangi

 

Eins og mörgum er kunnugt hafa föstudagar á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði verið þemadagar. Sl. föstudag var Evróvision og glimmerþema og þá dugði ekki minna til en að fá Pál Óskar Hjálmtýsson til að keyra upp stemninguna. Söngnum var steymt í gegnum fésbókina þannig að allir íbúar og dagdvalargestir á Hrafnistuheimilinum gátu fylgst með stuðinu af sjónvarpsskjám og notið söngsins.

Að auki voru veitt verðlaun fyrir besta búninginn. Ólöf sjúkraþjálfari hreppti vinninginn en hún mætti í glæsilegum hatarabúning til vinnu á föstudaginn.

HÉR má sjá brot af söngnum hans Palla ásamt undirleik Ásgeirs gítarleikara.

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur