Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Lífið á Hrafnistuheimilunum í skugga kórónuveiru

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2019_heimsknarbann-16_20.jpeg

 

Dag hvern leggur starfsfólk Hrafnistuheimilanna sitt af mörkum til að  lífga upp á daginn hjá íbúum heimilanna.

Á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði var létt og góð stemning í vikunni. Á vinnustofunni voru starfræktir tveir karlahópar og skynörvunarhópur. Öflug hreyfisöngstund var haldin á þriðju hæð og leikfimi fór fram í Menningarsalnum. Þá fór fram messa og söngstund og skálað var í sherry og baileys og boðið upp á kakó með rjóma. Bíódagur var haldinn og kvikmyndin Stella í orlofi sýnd við góðar undirtektir. Með bíómyndinni var boðið upp á Prins Póló og gos. Hefðbundin dagskrá var á sínum stað og má þar nefna pílukastkeppni, leikfimi, minningarhópar og listahópur.  Í dag var vinnustund, leikfimi, útivera, söngstund, boccia, kaffispjall yfir dásamlegum vöfflum, brandaraupplestur og mikið meira til.

Í Skógarbæ fengu íbúar glaðning í vikunni frá ættingja sem kom færandi hendi með súkkulaði og konfekt handa öllum. Sagafilm kom einnig færandi hendi og færði heimilinu DVD diska. Ýmislegt hefur verið brallað eins og teikning, bingó, prjónaskapur og spjall. Veðrið hefur leikið við þá sem vilja fara út í göngutúr og margir hafa verið duglegir að nýta sér það. Starfsfólk hefur aðstoðað íbúa við að kynnast tækninni og áhugasvið íbúa liggur víða. Í sjúkraþjálfuninni er hægt að stytta sér stundir á hjólinu og horfa á það sem áhugi er fyrir hverju sinni á meðan hjólað er.

Íbúar Nesvalla hafa einnig ýmislegt fyrir stafni þessa dagana. Öflug sjúkraþjálfun er í gangi og iðjuþjálfun stendur fyrir ýmsum iðju og samverustundum.

Tæknin er nýtt  mikið þessa dagana til samskipta við aðstandendur. Aðstandendur eru hvattir til að halda áfram að nýta tæknina og hringja t.a.m. í sitt fólk í gegnum myndsímtal.

 

Hér fyrir neðan má skoða myndir sem teknar hafa verið undanfarna daga af lífinu á Hrafnistu.

 

  •  

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur