Top header icons

COVID spurt og svarað Hrafnista á Facebook
 

Framkvæmdir við nýtt eldhús Hrafnistu Laugarási ganga vel

Framkvæmdir við nýtt eldhús Hrafnistu í Laugarási ganga samkvæmt áætlun og er stefnt að því að hefja fulla starfsemi um miðjan nóvember. Eldhúsið verður án efa eitt af þeim glæsilegustu og fullkomnustu á landinu. Búið er að setja epoxy á gólf og veggi og unnið er að uppsetningu á loftræstingu og háfum, ásamt öðrum tækjum. Í hádeginu í gær var iðnaðarmönnunum, sem vinna hörðum höndum við uppsetningu tækja og við annan frágang, boðið í hádegismat. Boðið var upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótilettur í raspi með öllu tilheyrandi. 

 

  • Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur