Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Kvennafrídagurinn 2018

b_250_250_16777215_00_images_frettir_2018_kvennafri-2018.jpeg

 

Ágæta samstarfsfólk á Hrafnistuheimilunum,

 

Kvennafrídagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 24. október. Þetta er í sjötta skipti sem konur leggja niður störf,  safnast saman og krefjast launajafnréttis og samfélags án ofbeldis. Árið 2016, þegar síðast var gengið út, lögðu konur niður störf klukkan 14:38 og fyrir það, árið 2010, lögðu þær niður störf klukkan 14:25. Í ár er tíminn klukkan 14:55.

Við á Hrafnistuheimilunum styðjum auðvitað þessa baráttu heilsuhugar, nú eins og áður. Venju samkvæmt geta deildir Hrafnistu tekið þátt í útifundinum á Austurvelli sem hefst kl. 15.30. Stoðdeildir geta lokað kl. 14:55 og helgarmönnun fer í gang á hjúkrunardeildum.

Vinsamlegast athugið að tíminn er kl. 14:55 fyrir allar konur, óháð starfsprósentu og hvenær vinnudagurinn hefst (sem er mjög misjafnt hjá fólki).

Nánari útfærsla er þó í höndum hverrar deildar í samvinnu við forstöðumann eða framkvæmdastjóra stoðsviða, svo endilega snúið ykkur til þeirra varðandi frekari upplýsingar.

 

Megi þessi dagur verða öllum til gæfu!

Baráttukveðjur,

Pétur

 

 

Til baka takki