Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 15. apríl 2016 - Gestaskrifari er Ragnheiður Kristjánsdóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu Reykjavík

Góðar gjafir

Í mars á þessu ári fékk sjúkraþjálfun Hrafnistu í Reykjavík fjölþjálfa  (Nusteptæki) að gjöf frá Sjómannafélagi Íslands. Þetta tæki er frábær viðbót við  tækjakost deildarinnar og nýtist fjölbreyttum skjóstæðingum deildarinnar vel.  Tækið þjálfar bæði hendur og fætur, bætir þol og styrk og þjálfar samhæfingu. Með tækinu fylgdu með sérstakir hanskar og stuðningur við fætur þannig að einstaklingar með minnkaðan styrk eða helftarlömun geta þjálfað í því. Heimilsimenn og þjálfarar hafa verið mjög ánægðir með fjölþjálfann.

Tæki eins og fjölþjálfinn og æfingahjól sem hægt eru að sitja við eru sífellt mikilvægari æfingatæki í þjálfun hjá okkur því margir heimilsmenn geta lítið gengið.  Það er mikilvægt fyrir þá að geta fengið þjálfun í tækjum sem þessum sem þjálfa hjarta- og æðakerfið, liðka stirða liði, geta dregið úr bjúgsöfnun og haft góð áhrif á meltinguna. Tækin nýtast einnig þeim sem eru með betri líkamlegri færni því  það er hægt að stilla álagið eftir því sem hentar hverjum og einum þannig að allir geta fengið álag við sitt hæfi.  Eftirspurnin eftir að komast í tækin er svo mikil og við höfum komið okku upp  númerakerfi með merktum þvottaklemmum við tækin þannig að við getum vitað hver er fyrstur í biðröðinni!

En svona tæki eru dýr og til dæmis kostar nýr fjölþjálfi með öllum aukahlutum tæpa eina og hálfa milljón. Gjöf Sjómannfélags Íslands er höfðingleg og við kunnum þeim bestu þakkir. Við höfum verið lánsöm að fleiri félög hafa sýnt okkur velvilja og gefið okkur tæki í gegnum árin. Kiwanisklúbburinn Hekla hefur gefið okkur tvö æfingahjól, Vélstjórafélagið gaf okkur hlaupabretti og fjölskylda eins heimilismanns gaf okkur lyftara sem við og nágrannadeild okkar njótum góðs af. Auk þess höfum við fengið úr tækjakaupasjóði Hrafnistu æfingahjól og laserpenna.  Þessar gjafir eru ómetanlegar fyrir starfið á deildinni og viljum við þakka öllum þeim sem hafa styrkt deildina með einum eða öðrum hætti fyrir mikilvægt framlag, án þeirra væri starfsemin ekki sú sama.

 

Ragnheiður Kristjánsdóttir, deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu Reykjavík.

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur