Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 29. janúar 2016 - Gestaskrifari er Hulda S. Helgadóttir, starfsmaður á skrifstofu Hrafnistu í Reykjavík

 

Að vera starfsmaður á Hrafnistu

Það eru forréttindi að fá að tilheyra starfsmannahópi Hrafnistu. Frá því að ég hóf störf hér á Hrafnistu, fyrir rúmlega 4 árum síðan, hef ég kynnst fjölda fólks sem hefur upp til hópa tamið sér jákvætt hugarfar og létta lund. Ég tel það vera einstakt á svo stórum vinnustað sem Hrafnista er en hvar sem drepið er niður fæti, í daglegu amstri og þeim verkefnum sem unnið er að, má finna fólk sem sinnir starfi sínu með opnum huga og velvilja í garð náungans. Slíkt hefur óneitanlega áhrif á starfsandann og gerir það að verkum að á hverjum morgni hlakka ég til að mæta í vinnuna, hitta samstarfsfólk mitt og takast á við verkefni dagsins með bros á vör.

 

Ég ætla að fá að enda þessa föstudagsmola á einu af mínum uppáhalds ljóðum, en það er ljóðið Lífsþor eftir Árna Grétar Finnsson.

 

LÍFSÞOR

Árni Grétar Finnsson

 

Það þarf meiri kjark til að segja satt en ljúga,

sjálfstraust til að efast, er aðrir trúa

djörfung til að mæla gegn múgsins boðun,

manndóm til að hafa eigin skoðun.

 

Það þarf viljastyrk til að lifa eigin ævi,

einurð til að forðast heimsins lævi,

vizku til að kunna að velja og hafna,

velvild, ef að andinn á að dafna.

 

Þörf er á varúð víðar en margur skeytir.

Víxlspor eitt oft öllu lífi breytir.

Þá áhættu samt allir verða að taka

og enginn tekur mistök sín til baka.

 

Því þarf magnað þor til að vera sannur maður,

meta sinn vilja fremur en fjöldans daður,

fylgja í verki sannfæringu sinni,

sigurviss, þó freistingarnar ginni.

 

Takk fyrir mig og góða helgi!

Hulda

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur