Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 24. september 2021 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

Kæru samstarfsfélagar,

Það er engin smá helgi framundan, sjálf kosningarhelgin, þar sem við öll fáum tækifæri til að kjósa nýja ríkisstjórn.  Þetta verður spennandi kvöld og vona ég að þið ætlið öll sem eitt að nýta ykkar atkvæði til að kjósa það málefni sem stendur ykkur næst, ykkar atkvæði skiptir máli.

Þar sem ég er einnig varaformaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, þá hef ég verið svo heppin að fá tækifæri til að hitta allmarga einstaklinga innan ólíkra stjórnmálaflokka þar sem við nýttum tækifærið til að ræða málefni hjúkrunarheimila og annarra fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem tilheyra svokölluðum þriðja geira, eins og t.d. Hrafnista. Við höfum lagt áherslu á að upplýsa flokksmenn um þá starfsemi sem þar fer fram, hversu mikilvægu hlutverki okkar starfsfólk gegnir í heilbrigðisþjónustu og hversu faglegt starf og mikill metnaður ríkir innan geirans. Við höfum jafnframt nýtt tækifærið og minnt framtíðar ríkisstjórn á  að innan þessa geira eru heimsmeistarar þar sem enginn hefur varið þann viðkvæma hóp, sem býr á hjúkrunarheimilum eða nýtir annars konar þjónustu hjúkrunarheimila, betur en þið og við vitum að þið hafi fórnað miklu til þess. Hér eru skilaboð frá hinum ýmsu stjórnmálaflokkum til ykkar:

Mikilvægi þriðja geirans í velferðarþjónustu – HÉR eru skilaboð til starfsfólks

Rafkisurnar okkar

Þær hafa heldur betur slegið í gegn rafkisurnar okkar en fyrirspurnum rignir inn til Hrafnistu, bæði frá aðstandendum og öðrum fyrirtækjum í velferðarþjónustu sem vilja fá upplýsingar um hvar hægt sé að kaupa þessar fínu kisur. Fréttin fór meira að segja til Bretlands þar sem útvarpsstöð í London hafði samband í gær og vildi fá viðtal um þessar rafkisur á Íslandi sem verið væri að nota í meðferðarskyni. Það viðtal hefur ekki orðið enn vegna anna við að svara fyrir hönd þessara frægu kisa. Vonandi næst það samt ?

Starfsafmæli

Eins og áður er það vel við hæfi að enda föstudagsmolana með því að telja upp þá starfsmenn sem hafa átt starfsafmæli. En í hverjum mánuði á hópur starfsmanna formleg starfsafmæli hér hjá okkur á Hrafnistu og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það.

Með hverju ári í starfi skapast verðmæt þekking sem er dýrmæt fyrir okkur á Hrafnistu. Sú þekking skilar sér beint til þeirra sem þiggja þjónustu hjá okkur. Starfsafmæli í september eiga:

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Sigrún S. Skarphéðinsdóttir í sjúkraþjálfun, S. Hafdís Guðmundsdóttir og Louis Abraham Castro bæði á Miklatorg-Engey og Unnur Ósk Thorarensen á Sól-/Mánateig.  Í Hraunvangi eru það Rebekka Ann Cook og Nína Eldon Geirsdóttir báðar á Ölduhrauni, Sigrún Björg Guðmundsdóttir í sjúkraþjálfun, Snædís Lind Evensen og Telma Kolbrún Elmarsdóttir báðar á Bylgjuhrauni og Steinunn Guðjónsdóttir og Alba Indíana Ásgeirsdóttir báðar á Báruhrauni. Í Boðaþingi er það Dagbjört Ingibergsdóttir. Í Reykjanesbæ er það Alda María Helgadóttir á Nesvöllum og Alma Bagdanaviciene á Hlévangi.Á Ísafold eru það Helga Karen Kjartansdóttir, Gunnur Elísa Þórisdóttir og Nadia Thongyout.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Fairlyn Grace á Sól-/Mánateig og Hrefna Óskarsdóttir á Vitatorgi. Í Boðaþingi er það Dís Kolbeinsdóttir.

15 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Elizabeth Francis Maro á Sól-/Mánateig og í Hraunvangi er það Rannveig Helgadóttir á Sjávar-/Ægishrauni.

20 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Cristito de la Cruz í ræstingu og Jennifer P. Lucanas á Lækjartorgi.

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

 

Góða helgi!

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur