Top header icons

Ábendingar Fyrir starfsfólkHrafnista á Facebook

 
 

Föstudagsmolar 11. desember 2020 - María Fjóla Harðardóttir, forstjóri

FÖSTUDAGSMOLAR FORSTJÓRA
Föstudaginn 11. desember 2020.

 

Kæru samstarfsfélagar,

 

Það er hreint ótrúlegt að það sé kominn 11. desember. Hvert fór þetta „fordæmalausa“ ár? Það er ekki hægt annað en að líta til baka og fyllast stolti yfir þeim árangri sem við sem teymi Hrafnista höfum náð. Til þess að vera þar sem við erum í dag hefur þurft átak hjá hverjum einasta starfsmanni, alveg sama hvaða hlutverki hann gegnir innan heimilanna. Ein erum við sterk en saman erum við sterkari.

Ég verð að viðurkenna að ég hef verið svolítið hugsi yfir viðbrögðum stjórnvalda á tímum Covid í garð hjúkrunarheimila. Ég fullyrði að sá árangur sem náðst hefur á hjúkrunarheimilum er grunnurinn að því að heilbrigðiskerfið hefur staðið í báðar fætur í gegnum þetta allt saman. Við þurfum ekki að líta lengra en til landanna í kringum okkur til að átta okkur á því. Ef heimilin hefðu ekki og ef starfsfólk Hrafnistu með aðstoð íbúa og aðstandenda hefði ekki tekið höndum saman strax í upphafi faraldursins og ákveðið að stíga varlega til jarðar og gera allt sem í sínu valdi stóð til að halda veirunni frá okkar viðkvæma hópi þá hefði það getað valdið óendurkræfum skaða. Varnirnar okkar eru að halda. Ég er því hugsi yfir því hvers vegna starfsfólk, íbúar og aðstandendur hafi ekki fengið meira hrós frá stjórnvöldum, s.s. heilbrigðisráðherra? Sóttvarnarlækni? Embætti landlæknis? Því þið eigið það svo sannarlega skilið.

Því segi ég nú aftur, fyrir hönd Hrafnistuheimilanna, þið eruð einstök, það er heiður að fá að vinna með ykkur og ég hefði hvergi annars staðar vilja vera en með ykkur liði.

Rafrænt faðmlag og stórt HRÓS til ykkar allra ❤ Við erum alveg að komast í mark. Takk fyrir að vera til fyrirmyndar.

Það er vel við hæfi að taka saman í lokin yfirlit yfir starfsafmælisgjafir en í hverjum mánuði á hópur starfsmanna hér hjá okkur á Hrafnistu formleg starfsafmæli og fá allir afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við það. Í nóvember og desember áttu eftirfarandi starfsmenn starfsafmæli:

Starfsafmæli í nóvemer

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Jóna Guðrún Baldursdóttir á Lækjartorgi, Liudmilla Neniuviene í ræstingu og Þórdís Sigurðardóttir í bókhalds- og launadeild. Í Hraunvangi eru það Ísabella Atladóttir á Bylgjuhrauni, Birta María Pétursdóttir á Báruhrauni og Ásta Sól Bjarkadóttir á Sjávar- og Ægishrauni. Í Boðaþingi eru það Rakel Ösp Óskarsdóttir, Stefanía Ýr Hannesdóttir, Auður Þórarinsdóttir og Halldóra Björk Hauksdóttir og á Ísafold eru það Hazel Magdadaro Soon og Íris Rós Hauksdóttir.

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Mathias Vieweger á Sól-/Mánateig. Í Hraunvangi er það Anna María Antolek í ræstingu. Á Nesvöllum í Reykjanesbæ eru það Guðbjörg María Gunnarsdóttir, Guðbjörg Garðarsdóttir og Magdalena Ostrowska.

10 ára starfsafmæli: Magnús Erlingsson á Miklatorgi-Engey, Björk Konráðsdóttir í iðjuþjálfun og Daði Garðarsson á Sól-/Mánateig, öll í Laugarási. 

15 ára starfsafmæli: Marcin M. Kowalczyk í ræstingu Laugarási.

Síðast en ekki síst eru það Ingibjörg Markúsdóttir á Sól-/Mánateig í Laugarási sem á 30 ára starfsafmæli og Ína Skúladóttir á Bylgjuhrauni í Hraunvangi sem á hvorki meira né minna en 35 ára starfsafmæli.

Starfsafmæli í desember

3 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Auður Björk Bragadóttir deildarstjóri í ræstingu og borðsal, Katrín Árnadóttir og Rakel Kristjánsdóttir báðar á Lækjartorgi, Anielyn Adlawan á Miklatorgi-Engey, Alina Adamowska-Karczewcz á Sól-/Mánateig og Ingibjörg Anna Björnsdóttir á Vitatorgi. Þórdís Hafþórsdóttir í Boðaþingi. Krystyna Kalisty í ræstingu á Nesvöllum og Mary Jhoy Anne Depamaylo á Hlévangi. Á Sléttuvegi er það Eydís Sara Óskarsdóttir. 

5 ára starfsafmæli: Í Laugarási eru það Elías Halldór Leifsson í bókhalds- og launadeild og Hildur Eyþórsdóttir á Sól-/Mánateig. Í Hraunvangi eru það Florie Latifi í borðsal/eldhúsi og Kristrún Benediktsdóttir aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri á Ölduhrauni. Á Nesvöllum er það Supavika Boonarch.

10 ára starfsafmæli: Í Hraunvangi eru það Jocelyn A. Maglangit í ræstingu og Dagbjört Bryndís Reynisdóttir á Ölduhrauni.

20 ára starfsafmæli: Í Laugarási er það Kristín Sigurðardóttir á Miklatorgi – Engey.

Til hamingju öll með starfsafmælið og hjartans þakkir fyrir góð störf í þágu Hrafnistu.

Vegna sóttvarnarhólfa á Hrafnistu eru mögulega einhverjir sem hafa ekki fengið sína gjöf afhenta en þær munu allar skila sér til ykkar þegar tækifæri gefst til.

 

Kær kveðja,

María Fjóla Harðardóttir,

Forstjóri Hrafnistu

 

 

 

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur