Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Föstudagsmolar 2. október 2020 - Gestahöfundur er Hulda S. Helgadóttir verkefnastjóri á Hrafnistu

 

Það hefur verið lán Hrafnistu í gegnum tíðina að hafa á að skipa frábæran kjarna starfsfólks í vinnu á heimilunum. Mannauðurinn er eitt það dýrmætasta sem Hrafnista á og eru tryggð og starfsreynsla þættir sem Hrafnista metur mjög mikils.

Í hverjum mánuði eiga alltaf einhverjir úr starfsmannahópnum formleg starfsafmæli en á Hrafnistu fá starfsmenn afhentar starfsafmælisgjafir í samræmi við starfsaldur og eru þær afhentar við 3, 5, 10, 15, 20 ára starfsaldur og o.s.frv. Síðastliðin sjö ár hefur það verið í mínum verkahring að taka saman þessar upplýsingar en fjöldi gjafa í hverjum mánuði eru að meðaltali 20 talsins og skiptast á milli Hrafnistuheimilanna sem eru nú orðin átta talsins. Á Hrafnistuheimilunum starfa um 1500 manns.  

Í samantekt sl. 12 mánuði er skiptingin á starfsafmælum eins og hér segir:

Fjöldi starfsafmæla á Hrafnistu sl. 12 mánuði

3 ára starfsafmæli – 138

5 ára starfsafmæli – 62

10 ára starfsafmæli – 10

15 ára starfsafmæli – 13

20 ára starfsafmæli – 8

35 ára starfsafmæli – 1

Einnig hefur starfsfólki sem fagnar stórafmæli í hverjum mánuði verið færð gjöf frá Hrafnistu.

Í samantekt sl. 12 mánuði er fjöldi stórafmæla eins og hér segir:

Fjöldi starfsmanna á Hrafnistu sem hafa átt stórafmæli sl. 12 mánuði

30 ára – 24

40 ára – 15

50 ára – 15

60 ára – 28

70 ára – 1

25 ára klúbburinn

Heiðursmóttaka fyrir starfsfólk sem starfað hefur á Hrafnistu í 25 ár eða lengur, og eru í starfi, er haldin á þriggja ára fresti. Móttaka af þessu tagi fór síðast fram árið 2017 og var sá fjöldi starfsmanna sem heiðraður var 43 talsins. Gaman er að segja frá því að það ár náðu tveir starfsmenn Hrafnistu þeim merka áfanga að fagna samanlagt 100 ára starfsafmæli en hvor um sig hafði þá starfað í 50 ár hjá Hrafnistu!

Starfsafmælisgjafir Hrafnistu árið 2020

3 ára – Konfektkassi (800 gr)

5 ára – Gjafakort í leikhús fyrir tvo

10 ára – Út að borða, gjafabréf að upphæð kr. 25.000

15 ára – Gjafakort í Kringluna kr. 30.000

20 ára – Gjafakort í Kringluna kr. 35.000

25 ára – Gjafakort í Kringluna kr. 40.000

30 ára – Gjafakort í Kringluna kr. 60.000

35 ára – Gjafakort í Kringluna kr. 70.000

40 ára – Gjafabréf fyrir utanlandsferð kr. 110.000

45 ára – Gjafabréf fyrir utanlandsferð kr. 350.000

50 ára – Gjafabréf fyrir utanlandsferð kr. 350.000

Á stórafmælum starfsfólks er gefið 10.000 kr. gjafabréf (30 ára, 40 ára, 50 ára, 60 ára og 70 ára).

 

Njótið helgarinnar!

Hulda S. Helgadóttir,

Verkefnastjóri á Hrafnistu.

 

 

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur