Top header icons

 

Fyrir starfsfólk

 


Örugg skjalamótttaka


Örugg skjalamótttaka


Fyrir starfsfólk


Hrafnista á Facebook

 

Þátttaka í dvalarkostnaði

Íbúar geta þurft að taka þátt í dvalarkostnaði sínum vegna varanlegrar búsetu á hjúkrunarheimili. Þátttakan er tekjutengd og er reiknuð út á grundvelli tekjuáætlunar. 

Hrafnista sér um innheimtu greiðsluþátttöku samkvæmt útreikningum Tryggingastofnunar, sem veitir allar upplýsingar um greiðsluþátttöku og forsendur útreiknings.

Að gefnu tilefni er bent á að Hrafnista hefur engar upplýsingar um forsendur útreiknings. Hlutverk Hrafnistu er að innheimta fyrir hönd Tryggingastofnunar og standa skil á innheimtri fjárhæð til Tryggingastofnunar. Heimilið sér um að innheimta hlut íbúa í dvalargjaldi. Greitt er frá fyrsta degi innritunar og er hver mánuður rukkaður eftir á. Gjalddagi er 5. hvers mánðar og eindagi er 15. hvers mánaðar vegna fyrri mánaðar. 

Uppgjör á þátttöku í dvalarkostnaði
Að lokinni álagningu skattyfirvalda ár hvert er þátttakan gerð upp hjá íbúum í hjúkrunarrýmum. Eru þá bornar saman tekjur á tekjuáætlun sem þátttakan var reiknuð út frá og endanlegar tekjuupplýsingar í skattframtali. Tryggingastofnun sér um þessa útreikninga.
Komi í ljós að þátttakan var of lág innheimtir heimilið það sem vantar upp á. Komi hins vegar í  ljós að þátttakan var of há endurgreiðir heimilið inneignina. 
 
Sjá einnig upplýsingar á vef Tryggingastofnunar.
 
 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur