Dagdvöl Hraunvangur

Hvíldarinnlögn

Ekki er tekið við umsóknum í hvíldarrými í Skógarbæ.

Þjónusta

Félagsstarfið Árskógum

Í Árskógum er rekið, á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, opið félagsstarf fullorðinna, 18 ára og eldri, þar sem allir eru velkomnir.

Opið félagsstarf felur í sér að ókeypis aðstaða/húsnæði er í boði og er það opið aðilum sem geta staðið þar fyrir ýmsum námskeiðum. Starfsmenn félagsstarfsins eru einnig hópum innan handar um ýmis viðvik.  Ýmis námskeið eru í boði með leiðbeinanda og er þá greitt lágt þátttökugjald fyrir þau námskeið.

Markmið félagsstarfs er að fyrirbyggja og draga úr félagslegri einangrun með því að bjóða upp á opið félags- og tómstundastarf auk fjölda námskeiða. Félagsstarfið er vettvangur samfunda, mannlegra samskipta og skapandi athafna. Leitast er við að virkja frumkvæði og hæfileika hvers og eins.

Félagsstarfið í Árskógum er opið frá kl. 8.30 - 16.00 alla virka daga. Þar fer fram fjölbreytt starfsemi með það að markmiði að höfða til sem flestra. Í boði er öflug dagskrá með skemmtilegum og fjölbreyttum verkefnum sem færir leiðbeinendur, sjálfboðaliðar og verktakar leiða. Hægt er að kaupa hádegisverð, en panta og afpanta þarf með fyrirvara í síðasta lagi kl. 9.00 þann dag sem á borða. Hægt er að vera í fastri áskrift eða panta þegar vill og er reikningur sendur í heimabanka eftir hvern mánuð. Morgunverður og kaffisala er í boði á vegum Skógarbæjar sem öllum er velkomið að sækja.

Félagsrýmið er með fjölbreyttri aðstöðu sem nýtist vel fyrir ýmiskonar hreyfingu, félagsstarf, fundi og ýmsa viðburði. Gott og notalegt rými er til staðar með fínu dansgólfi sem nýtist fyrir kaffi, spjall, bíósýningar, fyrirlestra og annað.

Frjáls aðgangur er að opnum rýmum en þó þarf að athuga hvort rýmin séu laus það skiptið því fastsettir tímar eru fyrir mismunandi tómstundir.  Einnig er möguleiki á að lána húsnæðið til ýmiskonar námskeiða, hópa- og klúbbastarfs eftir opnunartíma. Gestir hafa aðgang að tölvu og spjaldtölvum og nýjustu dagblöðin liggja jafnan frammi til lestrar.

Starfsfólk tekur öllum hugmyndum fagnandi og er tilbúið að vinna að þeim með þér svo ekki hika við að hafa samband við okkur.

Umsjónarmaður Félagstarfs í Árskógum er Anna Bjarnadóttir, anna.kristin.bjarnadottir[hja]reykjavik.is 

Símatími er milli kl. 8.30-15.00 í síma 411 2600. 

Hárgreiðslustofa 

Rebekka María Sigurðardóttir er hárgreiðslumeistari á Hrafnistu í Skógarbæ. Hárgreiðslustofa er staðsett á 2. hæð þjónustumiðstöðvarinnar að Árskógum 4. Tímapantanir eru í síma 869 6998.

Fótaaðgerðarstofa 

Á Hrafnistu í Skógarbæ er starfandi fótaaðgerðastofa þar sem Rósa Ág. Morthens er starfandi fótaaðgerðarfræðingur. Fótaaðgerðastofan er staðsett á 2. hæð þjónustumiðstöðvarinnar að Árskógum 4.  Tímapantanir eru í síma 862 7579. 
 
 

Sjúkraþjálfun

Deild sjúkraþjálfunar er staðsett í björtu, rúmgóðu og aðlaðandi húsnæði á 1.hæð heimilisins. Þar er tækjasalur, rými með meðferðabekkjum og göngubrú ásamt ýmsum öðrum útbúnaði til sjúkraþjálfunar.

Sjúkraþjálfunin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 – 16:00.

Sjúkraþjálfarinn hefur aðstoðarmann og íþróttafræðing með sér í vinnunni sem þeir inn af hendi. Aðstoðarmaður og íþróttafræðingur aðstoða íbúa við æfingar í tækjasal, gefa heita bakstra og hjálpa sjúkraþjálfara við margt annað í þeirra daglega starfi.
Starfsfólk á deildum sér um að fylgja heimilismönnum í og úr sjúkraþjálfun.

Sjúkraþjálfarinn vinnur náið með öðru starfsfólki heimilisins og veitir margskonar sérhæfða meðferð. Hann metur færni og getu heimilismanna, býr til viðeigandi æfingaáætlanir, endurhæfir eftir brot og önnur áföll, sinnir verkjameðferð, fræðslu og veitir alla almenna sjúkraþjálfun bæði í húsnæði sjúkraþjálfunar og uppi á deildum. Sjúkraþjálfari og íþróttafræðingur sitja vikulega teymisfundi með öðru fagfólki, skrá í Sögukerfið og taka þátt í framkvæmd RAI-mats.
 
Deildarstjóri sjúkra- og iðjuþjálfunar Hrafnistu í Skógarbæ er Ester Gunnsteinsdóttir, ester.gunnsteinsdottir[hja]hrafnista.is 
 

Iðjuþjálfun og félagsstarf

Markmið iðjuþjálfunar í Skógarbæ er að viðhalda og bæta líkamlega, félagslega og vitsmunalega færni einstaklinga með markvissri íhlutun, ráðgjöf og kennslu. Iðjuþjálfi sinnir bæði einstaklingum og hópum með það að leiðarljósi að bæta andlega líðan, félagslega og líkamlega hæfni einstaklinga.

Flestum er það mikilvægt að hafa eitthvað fyrir stafni og því er reynt að skapa tækifæri til þátttöku í iðju sem einstaklingurinn hefur áhuga á hverju sinni. Í iðjuþjálfun Skógarbæjar starfar einn iðjuþjálfi, í fullu starfi ásamt starfsmönnum í hlutastarfi. Sérstakur starfsmaður er í hlutastarfi til að sinna áhugamálum og þjálfun íbúa sem eru yngri en 67 ára.

Iðjuþjálfinn stillir göngugrindur, pantar hjólastóla og fylgihluti þeirra, tekur mál og pantar stuðningssokka og hefur gjarnan milligöngu við aðra fagaðila þegar útvega þarf sérstaka skó og spelkur. Hann er í góðu samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands og setstöðuteymi.

Iðjuþjálfi situr vikulega teymisfundi með öðru fagfólki á Hrafnistu Skógarbæ, skráir í Sögukerfið og tekur þátt í framkvæmd RAI-mats.

Skógarbær er í samstarfi við leikskóla í nágrenninu og einnig er heimilið reglulega með harmonikkuleik/tónlist hér í húsi.
Hægt er að sjá fasta dagskrá heimilisins á upplýsingartöflu fyrir utan hverja deild, í andyri Skógarbæjar og fyrir utan Félagsbæ.

Félagsstarf á vegum iðjuþjálfunar á hjúkrunardeildum

Tilgangurinn með starfinu er að bjóða heimilismönnum upp á eins fjölbreytta afþreyingu og hægt er hverju sinni. Starfið fer fram í nærumhverfi heimilismannsins þar sem til dæmis er lesið úr blöðum og bókum, rætt um heima og geima, söngstundir haldnar, spilað bingó, boccia, farið í gönguferðir, bíósýningar og margt fleira. Margt af þessu fer fram í rými sem kallast Félagsbær og er á 1. hæð Skógarbæjar.

Þá er góð samvinna við starfsfólk í sjúkraþjálfun með hópavinnu, leikfimi og ýmsa viðburði. Einnig er reynt að nýta þá viðburði sem eru í boði í nágrenninu. Stundum bregðum við okkur á tónleika, bíó og í leikhús.

Morgunstundir eru einu sinni í viku á hverri deild þar sem farið er í stólaleikfimi og hugarleikfimi. Mikið fjör skapast í þessum stundum og margt sem vermir hjartað.

Einnig erum við með slökunarherbergi sem meira en helmingur íbúa nýtir sér og vinnustofu þar sem hægt er að láta sköpunargáfuna ráða för.

Minningarstarf og hópastarf

Þar er lögð áhersla á gleði og félagsleg tengsl. Að rjúfa félagslega einangrun heimilismanna og stuðla að samveru með öðru heimilisfólki í gegnum endurminningar eða önnur umræðuefni. Hópastarfið fer fram inni á deildum að mestu leyti. Í hópnum skapast skemmtilegar umræður um fortíðina og gamla tíma þar sem fólk nær að ræða m.a. um sínar heimabyggðir og uppvöxt. Oft er notaður upplestur, myndir og jafnvel gamlir hlutir til að vekja umræður.

 

Deildarstjóri iðju- og sjúkraþjálfunar Hrafnistu í Skógarbæ er Ester Gunnsteinsdóttir, ester.gunnsteinsdottir[hja]hrafnista.is 

Heimilið

Forstöðumaður

Forstöðumaður Hrafnistu Skógarbæ er Rebekka Ingadóttir, rebekka.ingadottir[hja]hrafnista.is

Hjúkrunardeildarstjóri á 1. og 3. hæð er Guðrún Zoega, gudrun.zoega[hja]hrafnista.is 

Hjúkrunardeildarstjóri á 2. hæð er Sunnefa Lindudóttir, sunnefa.lindudottir[hja]hrafnista.is 

Læknaþjónusta 

Læknar eru á vakt á Hrafnistuheimilunum allan sólarhringinn. Almenn læknisþjónusta felur í sér eftirlit og móttöku á deildum ásamt því að sinna bakvakt allan sólarhringinn. Aðgengi að sérhæfðari læknisþjónustu er veitt innan eða utan heimilanna með tilvísun lækna. Hjúkrunarfræðingur á viðkomandi deild Hrafnistu annast milligöngu ef óskað er eftir að ná samband við lækni. Læknar Hrafnistu sinna öllum átta Hrafnistuheimilunum:
 
 Hrafnistu Laugarási, Reykjavík
 Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði
 Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi
 Hrafnistu Ísafold, Garðabæ
 Hrafnistu Skógarbæ, Reykjavík
 Hrafnistu Hlévangi, Reykjanesbæ
 Hrafnistu Nesvöllum, Reykjanesbæ
Hrafnistu Sléttuvegi, Reykjavík
 

Veitt er fagleg þjónusta sem tekur mið að þörfum íbúanna og hefur jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri  líkamlegri og andlegri heilsu íbúa. Megin áhersla er lögð á að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar. Sú stefna og þau markmið eru í samræmi við markmið Hrafnistu um að vera leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra.

Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmd í samvinnu við Heilsuvernd.
Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ er framkvæmd í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Hjúkrun

Á Hrafnistu Skógarbæ starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun heimilismanna allan sólahringinn. Hjúkrun og umönnun er veitt samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun, á þann hátt að hver heimilismaður hefur sinn hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og/eða starfsmann í aðhlynningu sem hafa umsjón með umönnun hans. Markmið hjúkrunar er að veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins. Einnig er mikilvægt að styrkja heimilismenn til sjálfshjálpar og auðvelda þeim að aðlagast breyttum aðstæðum. Ekki er síður nauðsynlegt að tryggja vellíðan og öryggi heimilismanna og standa vörð um sjálfsmynd og sjálfsvirðingu þeirra. Þá er ekki síst mikilvægt að efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur heimilismanna. Leitast er við að hafa fjölskyldufund einum til tveimur mánuðum eftir að heimilismaður flytur á heimilið og síðan eftir þörfum verði breytinga vart á líðan hans.

Austurbær 1. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk í aðhlynningu starfa á deildinni auk starfsfólks í ræstingu. Sími deildar er 510 2148, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 693 9505. 

Brekkubær 1. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk í aðhlynningu starfa á deildinni auk starfsfólks í ræstingu. Sími deildar er 510 2123, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 693 9505. 

Hólabær 2. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk í aðhlynningu starfa á deildinni auk starfsfólks í ræstingu. Sími deildar er 510 2124, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 693 9514. 

Heiðarbær 2. hæð 

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk í aðhlynningu starfa á deildinni auk starfsfólks í ræstingu. Sími deildar er 510 2104, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 693 9514.

Vesturbær 2. hæð 

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk í aðhlynningu starfa á deildinni auk starfsfólks í ræstingu. Sími deildar er 510 2105, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 693 9514.

Efstibær 3. hæð

Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og læknar eru á sólarhringsvakt. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk í aðhlynningu starfa á deildinni auk starfsfólks í ræstingu. Sími deildar er 510 2130, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 693 9505. 

 
 

Hrafnista Skógarbæ

Skógarbær tók fyrst til starfa í maí árið 1997 en þann 2. maí 2019 tók Hrafnista við rekstrinum og er heimilið rekið af Sjómannadagsráði

Á Hrafnistu Skógarbæ eru hjúkrunarrými fyrir 81 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta 

Um hvíldarrými er sótt um í gegnum Embætti Landlæknis. Hvíldarinnlögn er tímabundin dvöl í hjúkrunarrými. Markmið þjónustunnar er að gera öldruðum kleift að búa lengur á eigin heimili með því að viðhalda og auka lífsgæði þeirra með markvissu starfi og með því að veita aðstandendum stuðning og ráðgjöf. Meðan á hvíldarinnlögn stendur er lögð rík áhersla á styrkingu líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta. Í hvíldarinnlögn njóta gestir allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista býður íbúum heimilisins, þar með talið að taka þátt í almennu félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.

Allar nánar upplýsingar um Hrafnistu Skógarbæ má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa samband við  Söndru Lind Ragnarsdóttur með því að senda tölvupóst í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skilja eftir skilaboð á skiptiborði í síma 510 2100.

Í Skógarbæ er starfrækt eldhús sem þjónustar þjónustumiðstöðina Árskóga sem áföst er við hjúkrunarheimilið en starfsemi þar er á vegum Reykjavíkurborgar. Þessi samrekstur gerir það að verkum að heimilismenn geta notið alls hins besta sem í boði er í þjónustu við aldraða.

Aðstaðan

Á Hrafnistu Skógarbæ eru eingöngu  hjúkrunarrými og er heimilið hannað með það í huga að veita heimilislegt yfirbragð. Herbergin eru búin rafdrifnum sjúkrarúmum, náttborðum og gluggatjöldum. Hjúkrunarkallkerfi er til staðar við hvert rúm. Íbúar geta haft hjá sér síma, sjónvarp og tölvu en greiða sjálfir afnotagjöld. Einnig er hægt að hafa með sér aðra persónulega muni sem taka ekki mikið pláss. 
 
 
 
  •  

    Til baka takki