Dagdvöl Hraunvangur

Heimilið

Á Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ eru 30 íbúar. Öll herbergin eru einbýli en sum þeirra eru ekki með sér salerni eða sturtu. Þar starfa hjúkrunarfærðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun allan sólarhringinn. Starfsfólk og íbúar vinna í sameiningu að því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag. Hjúkrun og umönnun er veitt allan sólarhringinn og er læknir á vakt frá kl. 08:00 – 19:00, eftir það sinnir 112 og vakthafandi læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja læknisþjónustu. Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og starfsfólk í aðhlynningu starfar á deildinni auk starfsfólks í ræstingu.

Forstöðumaður

Þuríður I. Elísdóttir er  forstöðumaður Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ, thuridur.elisdottir[hja]hrafnista.is

Hjúkrunardeildarstjóri er Helga Hjálmarsdóttir, helga.hjalmarsdottir[hja]hrafnista.is
 

Læknaþjónusta

Læknar eru á vakt á Hrafnistuheimilunum allan sólarhringinn. Almenn læknisþjónusta felur í sér eftirlit og móttöku á deildum ásamt því að sinna bakvakt allan sólarhringinn. Aðgengi að sérhæfðari læknisþjónustu er veitt innan eða utan heimilanna með tilvísun lækna. Hjúkrunarfræðingur á viðkomandi deild Hrafnistu annast milligöngu ef óskað er eftir að ná samband við lækni. Læknar Hrafnistu sinna öllum átta Hrafnistuheimilunum:

  Hrafnistu Laugarási, Reykjavík

 Hrafnistu Hraunvangi, Hafnarfirði

 Hrafnistu Boðaþingi, Kópavogi

 Hrafnistu Ísafold, Garðabæ

 Hrafnistu Skógarbæ, Reykjavík

 Hrafnistu Hlévangi, Reykjanesbæ

 Hrafnistu Nesvöllum, Reykjanesbæ

Hrafnistu Sléttuvegi, Reykjavík

Veitt er fagleg þjónusta sem tekur mið að þörfum íbúanna og hefur jákvæð áhrif á lífsgæði fólks. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri  líkamlegri og andlegri heilsu íbúa. Megin áhersla er lögð á að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar. Sú stefna og þau markmið eru í samræmi við markmið Hrafnistu um að vera leiðandi aðili í þjónustu og umönnun aldraðra.

Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna á höfuðborgarsvæðinu er framkvæmd í samvinnu við Heilsuvernd.

Læknisþjónusta Hrafnistuheimilanna í Reykjanesbæ er framkvæmd í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Hjúkrun

Á Hrafnistu Hlévangi starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun allan sólahringinn. Hjúkrun og umönnun er veitt samkvæmt einstaklingshæfðri hjúkrun, þannig að hver heimilismaður er með sinn hjúkrunarfræðing, sjúkraliða og/eða starfsmann í aðhlynningu sem hefur umsjón með umönnun viðkomandi. Markmið hjúkrunar er að veita hjúkrun og umönnun eftir þörfum hvers og eins. Að styrkja heimilismenn til sjálfshjálpar. Einnig er markmið hjúkrunar að auðvelda heimilismönnum að aðlagast breyttum aðstæðum. Einnig er mikilvægt að tryggja vellíðan og öryggi heimilismanna, standa vörð um sjálfsmynd og sjálfsvirðingu heimilismanna auk þess að efla samvinnu og stuðning við fjölskyldur heimilismanna. Leitast er við að hafa fjölskyldufund einum til tveimur mánuðum eftir að heimilismaður flytur á heimilið og síðan eftir þörfum ef einhverjar breytingar verða á líðan heimilismanns.
 
Aðalsími Hlévangs er 422 0152, sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9559.
 
 
 
 

Þjónusta

Hársnyrting

Hárgreiðslustofa er staðsett í kjallara Hlévangs. Harpa Hansen hárgreiðslumeistari kemur eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar og tímapantanir eru hjá starfsmönnum. 

Fótaaðgerðastofa

Fótaðagerðastofa er staðsett í kjallara Hlévangs. Fótaaðgerðafræðingur kemur eftir þörfum, Nánari upplýsingar og tímapantanir eru hjá starfsamönnum.

 

 

 

 

 

Sjúkraþjálfun

Á Nesvöllum deilir Hrafnista aðstöðu til sjúkraþjálfunar með sjúkraþjálfunarstöðinni Ásjá sem starfrækt er á Nesvöllum en sú stöð er vel búin nauðsynlegum tækjum og búnaði til sjúkraþjálfunar. Aðstaðan á Hlévangi hefur heimilislegt yfirbragð, er lítil og útbúin öllu því nauðsynlegasta sem viðkemur sjúkraþjálfun.

Öllum heimilismönnum býðst einstaklingsmeðferð í sjúkraþjálfun að undangenginni skoðun og mati læknis. Heimilismönnum stendur til boða æfingameðferð eða önnur sérhæfðari meðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. Um er að ræða almenna æfingaþjálfun, gönguferðir og einu sinni í viku er boðið upp á stólaleikfimi.

Markmið sjúkraþjálfunar er að auka lífsgæði heimilismanna með aðferðum sjúkraþjálfunar, til dæmis að minnka verki, auka hreyfanleika og viðhalda færni. Sjúkraþjálfarar vinna að þessu markmiði í samvinnu við annað starfsfólk hjúkrunarheimilisins. Hlutverk sjúkraþjálfara en einnig að annast hluta af RAI-hjúkrunar þyngdarmati heimilismanna og taka þátt í fræðslu fyrir starfsfólk heimilanna. 

Deildarstjóri  sjúkraþjálfunar er Sigurdís Reynisdóttir, sigurdis.reynisdottir[hja]hrafnista.is. Sími 664 9561.

 

 

 
 
 

Stjórnendur


Forstöðumaður

Hrönn Ljótsdóttir er  forstöðumaður heimilisins í Reykjanesbæ.  Þú getur haft samband við Hrönn netfanginu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Læknar

Læknar frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veita heimilismönnum læknisþjónustu og koma á heimilið þrisvar sinnum í viku. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri  líkamlegri og andlegri heilsu heimilismanna. Megin áhersla er lögð á að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar.

 

Hrafnista Hlévangur

Þann 12. mars 1957 gaf Jón Guðbrandsson í Keflavíkurbæ húseign sína að Faxabraut 14 með því takmarki að hún verði nýtt sem heimili fyrir eldri borgara. Húsinu sem var fokhelt, fylgdi  með efni til miðstöðvar að undanskildum katli. Einu skilyrðin voru að Jón fengi að njóta ókeypis umönnunar á hinu væntanlega heimili. Jón var fæddur 3. febrúar 1894 á Fellsströnd í Dalasýslu. Hann stundaði landbúnaðarstörf, sjóróðra og verkamannavinnu. Jón fluttist til Keflavíkur 20. desember 1931.
Árið 1981 tók Dvalarheimili aldraðara á Suðurnesjum við rekstri Hlévangs og í mars 2014 tók Hrafnista við og er heimilið rekið af Sjómannadagsráði

Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 30 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta

Inntaka íbúa á Hlévang fer fram í gegnum Færni- og heilsumat Landlæknisembættisins.

Alla nánari upplýsingar um Hrafnistu Hlévang má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa  samband við Helgu Hjálmarsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra í gegnum netfangið helga.hjalmarsdottir[hja]hrafnista.is    

Aðstaðan

Á Hlévangi eru 30 íbúar, öll rýmin þar eru einbýli en sum ekki með sér salerni eða sturtu.  Þar starfa hjúkrunarfræðingar, læknar, sjúkraliðar, félagsliðar og starfsfólk við umönnun allan sólarhringinn. Starfsfólk og íbúar vinna í sameiningu að því að skapa heimilislegt, hlýlegt og virkt samfélag. 

Skoðaðu þrívíddarmynd af herbergi á Hrafnistu Hlévangi með því að smella HÉR

 

  •  

     

     

     
     

    Iðjuþjálfun og félagsstarf

    Á Hrafnistuheimilunum leitast iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar eftir því að starfa einstaklingsmiðað og hafa þarfir hvers og eins að leiðarljósi. Heimilismenn þurfa að fá tækifæri til að njóta iðju sem þeir hafa áhuga á. Þátttaka í starfi hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan allra. Starfsmenn iðjuþjálfunar sinna bæði einstaklingum og hópum með það að leiðarljósi að bæta andlega líðan, félagslega og líkamlega hæfni einstaklingsins.

    Boðið er upp á þjálfun á færni til iðju á einstaklingsbundinn hátt, þannig að samspil sé á milli heimilismanns, iðjunnar og umhverfisins. Einstaklingsmeðferð sem og hópþjálfun er í boði á heimilinu á vegum iðjuþjálfunar. Þar gefst heimilismönnum tækifæri á að fást við ýmsa tómstundaiðju s.s.tálgun, þátttaka í endurminningarhópum, upplestri úr bókum og blöðum eða einfaldlega að fá sér kaffibolla og ræða málin.

    Deildarstjóri iðjuþjálfunar er Kristín Thomsen, kristin.thomsen[hja]hrafnista.is 

     

     

    Undirflokkar

    Til baka takki