Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Á Nesvöllum deilir Hrafnista aðstöðu til sjúkraþjálfunar með sjúkraþjálfunarstöðinni Ásjá sem starfrækt er á Nesvöllum en sú stöð er vel búin nauðsynlegum tækjum og búnaði til sjúkraþjálfunar. Aðstaðan á Hlévangi hefur heimilislegt yfirbragð, er lítil og útbúin öllu því nauðsynlegasta sem viðkemur sjúkraþjálfun.

Öllum heimilismönnum býðst einstaklingsmeðferð í sjúkraþjálfun að undangenginni skoðun og mati læknis. Heimilismönnum stendur til boða æfingameðferð eða önnur sérhæfðari meðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. Um er að ræða almenna æfingaþjálfun, gönguferðir og einu sinni í viku er boðið upp á stólaleikfimi.

Markmið sjúkraþjálfunar er að auka lífsgæði heimilismanna með aðferðum sjúkraþjálfunar, til dæmis að minnka verki, auka hreyfanleika og viðhalda færni. Sjúkraþjálfarar vinna að þessu markmiði í samvinnu við annað starfsfólk hjúkrunarheimilisins. Hlutverk sjúkraþjálfara en einnig að annast hluta af RAI-hjúkrunar þyngdarmati heimilismanna og taka þátt í fræðslu fyrir starfsfólk heimilanna. 

Deildarstjóri  sjúkraþjálfunar er Sigurdís Reynisdóttir, sigurdis.reynisdottir[hja]hrafnista.is. Sími 664 9561.

 

 

 
 
 

Til baka takki

Fótur - hlev

 Hrafnista Hlévangur ~ Sími 422 0150 ~ Faxabraut 13 ~ 230 Reykjanesbæ ~ kt. 630114-1870 ~ hrafnista@hrafnista.is

 

 

 

 

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur