Dagdvöl Hraunvangur

Bilun í símkerfi Hrafnistu

Bilun er í símkerfi Hrafnistu þessa stundina sem gerir það að verkum að ekki er hægt að ná sambandi við skiptiborðið. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.

Unnið er að viðgerð. 

 

 

Lesa meira...

Úthlutun úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu

Nýlega fór fram úthlutun styrkja, samtals að upphæð 700 þúsund krónur, úr Rannsóknarsjóði Hrafnistu árið 2023. Tveir einstaklingar hlutu styrki að þessu sinni að upphæð 350 þúsund krónur hvor til að vinna að verkefnum eða rannsóknum sem tengjast málefnum aldraðra

Inga Valgerður Kristinsdóttir hlaut styrk fyrir verkefnið: Hvaða þættir spá fyrir um flutning einstaklings, sem nýtur heimahjúkrunar, á hjúkrunarheimili.

Markmið rannsóknarinnar er að greina hvaða þættir í heilsufari, færni og aðstæðum eldra fólks, sem nýtur heimahjúkrunar, spái fyrir um flutning þeirra á hjúkrunarheimili. Rannsóknin fór fram samtímis í sex Evrópulöndum; Íslandi, Belgíu, Finnlandi, Hollandi, Ítalíu og Þýskalandi sem gefur möguleika á samanburði milli landanna. Lagt verður mat á það hvort breytingar á ákveðnum þáttum InterRAI-HC matsins hjá skjólstæðingunum spái fyrir um flutning í varanlega dvöl á hjúkrunarheimili. Þá verður skoðað hvort niðurstöður gefi vísbendingar um hvort heimahjúkrun, félagsleg heimaþjónusta eða aðstandendur geti mögulega brugðist við breytingum hjá skjólstæðingnum með það að markmiði að hann geti búið lengur á eigin heimili. Leitast er við að niðurstöður rannsóknarinnar gefi vísbendingu um hvaða þættir það eru í heilsufari, færni og aðstæðum eldri einstaklinga sem njóta heimahjúkrunar, sem leiða til þess að þeir þurfi að flytjast á hjúkrunarheimili . Þegar það er ljóst er hægt að greina leiðir til að efla heimahjúkrun og heimaþjónustu til að bregðast við þeim þáttum og koma til móts við þarfir skjólstæðinganna með það að markmiði að seinka flutningi á hjúkrunarheimili.

Sirrý Sif Sigurlaugardóttir hlaut styrk fyrir verkefnið: Heilsa, vellíðan og þarfir aðstandenda sem annast eldri einstaklinga sem þiggja heimahjúkrun.

Markmið rannsóknarinnar beinist að heilsufari, vellíðan og þörfum umönnunaraðila sem annast um einstaklinga sem eru 65 ára og eldri. Jafnframt verður skoðað hvort þættir hjá hinum öldruðu sem njóta þjónustu hafi áhrif á líðan og þarfir umönnunaraðila. Þátttakendur verða umönnunaraðilar þeirra sem eru 65 ára og eldri og þiggja heimahjúkrun. Gagnasöfnun styðst við tvö mælitæki, interRAI family carer needs assessment (interRAI-FCNA) þar sem heilsufar, líðan og þarfir umönnunaraðilar er metin og interRAI Home Care (interRAI-HC) sem veitir heildrænt mat á stöðu þeirra sem njóta þjónustunnar. Með því að tengja niðurstöður þessara mælitækja er mögulegt og kortleggja vandann og varpa ljósi á þætti sem hafa áhrif á umönnunaraðila. Loks verða 20 fjölskyldur þar sem fram koma miklar þarfir og krefjandi heilsufarserfiðleikar umönnunaraðila skoðaðar með eigindlegri aðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar geta nýst við stefnumörkun, þróun verklags persónumiðaðrar þjónustu og hönnun lýðheilsuaðgerða.

Um Rannsóknarsjóð Hrafnistu

Lesa meira...

Föstudagsmolar 10. desember 2021 - Gestahöfundur er Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna

Allt er breytingum háð

Það er fátt í lífinu sem við getum tekið sem gefnu en eitt er þó alveg víst en það er að allt er í heiminum hverfult og að breytingar eru óhjákvæmilegur hluti af lífinu. Breytingar geta verið litlar og stórar, jákvæðar og neikvæðar, í persónulega lífinu eða í vinnunni, eitthvað sem við stýrum, aðrir stýra eða bara hreinlega eitthvað sem gerist án þess að við höfum nokkuð um það að segja. Flest erum við vanaföst og ekki mjög hrifin af breytingum. Við höfum þörf fyrir stöðugleika og framkvæmum verkefnin með sama hætti án þess að velta því mikið fyrir okkur. Óöryggi og ótti við hið ókomna er okkur sammannlegt.

Undanfarin tvö ár höfum við verið hressilega minnt á hvernig hlutir geta breyst afar hratt án þess að við höfum nokkuð um það að segja. Þessi tvö ár hafa hins vegar líka kennt okkur að slíkar breytingar knýja áfram vöxt og þroska mun hraðar en hefðu orðið ella. Við á Hrafnistu, eins og í samfélaginu öllu, höfum sýnt ótrúlega aðlögunarhæfni og víða nýtt breytingarnar til framfara fyrir starfsemina, þjónustuna og okkur persónulega. Eitt af því sem fékk byr undir báða vængi hjá mannauðssviði, í þágu starfsfólks, er rafræn fræðsla. Í stað þess að skella í lás í fræðslumálum var allt sett á fullt að þróa Hrafnistuskólann sem er okkar rafræni fræðsluvettvangur, þróa rafræna nýliðaþjálfun og setja á fót rafrænan stjórnendaskóla. Auk þessa fékk Workplace aukið mikilvægi sem okkar vettvangur til upplýsingamiðlunar. Þar er hægt að koma skilaboðum til allra tæplega 1700 starfsmanna Hrafnistu á einu bretti eða ná sambandi við starfsfólk í einkaspjalli. Þetta er þróun og breytingar sem hefðu eflaust gerst  en gerðust miklu hraðar vegna utanaðkomandi breytinga sem við höfðum ekkert um að segja.

Það er ágætt að hafa í huga í ólgusjó lífsins og stöðugum breytingum nútímans að við höfum alltaf val. Við höfum val um að streitast á móti eða horfa á tækifærin sem geta falist í breytingunum. Við höfum val um það viðhorf sem við mætum með til vinnu og þeirra verkefna sem okkur eru falin. Við höfum val um hvort við ætlum að vera fórnarlömb aðstæðna eða taka stjórn á aðstæðum og nýta okkur tækifærin og lærdóminn sem í breytingum felast. Við höfum val um að taka ábyrgð á okkur sjálfum, hvernig við hegðum okkur og tölum og því hvernig við komum fram við aðra – svo sem samstarfsfólk, íbúa Hrafnistu og aðstandendur.

Ein leið til að hafa áhrif á starfsumhverfi okkar og jafnvel eiga frumkvæði að breytingum er þátttaka í vinnustaðagreiningu eins og Moodup. Starfsfólk Hrafnistu nýtti það tækifæri sannarlega vel þegar við keyrðum nýlega fyrstu könnunina á nýju formi. Alls svöruðu 82% starfsfólks könnuninni sem er algjörlega frábært og rúmlega 300 gáfu sér tíma til að veita skriflega endurgjöf á starfið á sinni deild. Þessi þátttaka sýnir að starfsfólki er ekki sama um vinnustaðinn sinn og vill hafa áhrif á vinnuumhverfi sitt til framtíðar. Stjórnendur þurfa svo að grípa þennan bolta og bregðast við því sem hægt er að bregðast við og útskýra það sem ekki er hægt að breyta.

Ég hvet okkur öll til að nýta tækifærið í desember til að horfa inn á við og hugsa - Hvernig ætla ég að takast á við breytingar framtíðarinnar og hvaða viðhorf ætla ég að velja mér í þeim breytingum sem óhjákvæmilega munu eiga sér stað? 

 

Jakobína Hólmfríður Árnadóttir, mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Margir spyrja út í vélkisurnar á Hrafnistu

Vegna fjölda fyrirspurna um hvar hægt væri að kaupa svokallaðar vélkisur eða meðferðarkisur, sem fjallað var um í sjónvarpsfréttum RÚV á dögunum, þá birtum við upplýsingar um það hér fyrir neðan:

 

Vélkisur – sjá HÉR

https://www.amazon.de/dp/B017JQQ01A/ref=sr_1_3?hvadid=167125770929&hvdev=c&hvlocphy=1007954&hvnetw=g&hvpos=1t1&hvqmt=b&hvrand=9567916841878825460&hvtargid=kwd-17959663408&keywords=joy+for+all&qid=1581018114&sr=8-3

Vélhvolpar – sjá HÉR

https://www.amazon.com/Perfect-Petzzz-Cavalier-Charles-Plush/dp/B00400X68O/ref=mp_s_a_1_13?keywords=realistic+dog&qid=1569666990&s=gateway&sr=8-13&fbclid=IwAR0QDlCq9YXqUSPy_P1tzCHUcotk6Cgu8knrkdK1ajPDgEHCT7RBBkLy_TM

 

Einnig er hægt að kaupa handabrúður:

Handabrúða, köttur - sjá HÉR

https://www.amazon.com/Folkmanis-Fluffy-Cat-Hand-Puppet/dp/B000N56U88/ref=pd_sbs_21_4/137-9808168-0765014?_encoding=UTF8&pd_rd_i=B000N56U88&pd_rd_r=115165f3-3057-4eca-af75-e4d86ed53ff3&pd_rd_w=noNYz&pd_rd_wg=BUIT5&pf_rd_p=7cd8f929-4345-4bf2-a554-7d7588b3dd5f&pf_rd_r=CFQBR7C2QWJHRFXXY32Y&psc=1&refRID=CFQBR7C2QWJHRFXXY32Y

 

Handabrúða, hundur – sjá HÉR

https://www.amazon.com/Folkmanis-2029-Sheepdog-Hand-Puppet/dp/B00000OKTI/ref=mp_s_a_1_1?ie=UTF8&qid=1540393926&sr=8-1&pi=AC_SX236_SY340_FMwebp_QL65&keywords=sheepdog%20puppet&dpPl=1&dpID=41A8IIr%2B1qL&ref=plSrch&fbclid=IwAR00bC-dpTXVj5R2wF8R5pVlS5cbq9skpu7hBePNLTRv6KHxBP3ZrmSMZqI#HLCXComparisonWidget_feature_div

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási

 

Malgorzata Katrín Kantorska hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási og mun hún hefja störf þann 1. mars nk.

Malgorzata útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1988 og sem skurðhjúkrunarfræðingur árið 1990 í Póllandi. Malgorzata starfaði lengi vel sem skurðhjúkrunarfræðingur á skurðstofu LSH. Hún hefur einnig fjölþætta reynslu sem hjúkrunarfræðingur ásamt reynslu við stjórnun og rekstur. Undanfarin ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjúkrunar og læknamóttöku á Heilsuvernd ehf. og sem yfirhjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á heilsugæslu.

Malgorzata er boðin hjartanlega velkomin til starfa á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Til baka takki