Dagdvöl Hraunvangur

Viðey - dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun

Viðey dagþjálfun á Hrafnistu í Laugarási tók til starfa þann 6. maí 2019.

Dagþjálfun er ætluð fyrir einstaklinga með heilabilun og er deildin með leyfi fyrir 30 einstaklinga á degi hverjum. Tilgangurinn með dagþjálfun er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum.
Langflestir skjólstæðingar deildarinnar fara í greiningarferli á Landakoti og síðan á biðlista yfir sérhæfða dagþjálfun í kjölfarið. Haldið er utan um biðlistann á Landakoti. Einnig geta heimilislæknar sent læknabréf á deildina og sótt um fyrir viðkomandi.
Dagþjálfun felst m.a. í samverustundum, þar sem boðið er upp á upplestur, söng, félagsstarf ýmis konar, göngutúra, leikfimisæfingar, handavinnu og máltíðir svo að eitthvað sé nefnt. 
Starfsfólk deildarinnar leggur mikla áherslu á að eiga gott samband við aðstandendur skjólstæðinga sinna.
 
Deildarstjóri á Viðey dagþjálfun er Eygló Tómasdóttir, eyglo.tomasdottir[hja]hrafnista.is Símanúmer deildarinnar er 585 9501. 
 

Heimasíða Alzheimersamtakanna - www.alzheimer.is
Facebook síða samtakanna er https://www.facebook.com/alzheimersamtokin/

 

Lesa meira...

Hvíldarinnlögn

Á Hrafnistu Laugarási eru  10 hvíldarrými.  Á meðan á dvöl stendur nýtur hvíldargestur allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista hefur upp á að bjóða ásamt því að taka þátt í félagsstarfi og þeim viðburðum sem í boði eru.
 
Símatími varðandi hvíldarinnlagnir er milli kl. 11:00 og 12:00 alla virka daga í síma 663-6462. Einnig er hægt að senda fyrirspurn á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
 
Heimilislæknar, starfsfólk heimahjúkrunar og forstöðumenn dagþjálfana sækja um hvíldarinnlagnir með því að fylla út umsóknareyðublað.
 
Umsókn um hvíldarinnlögn má nálgast HÉR.

 

 

Dagendurhæfing

 
Dagendurhæfing er endurhæfingardeild fyrir eldri borgara þar sem áhersla er lögð á líkamlega þjálfun og félagslega virkni. Dagendurhæfing er tímabundið úrræði oftast 8-10 vikur í senn og einstaklingar geta verið 3-5 daga vikunnar í þjálfun. Einstaklingar eru sóttir heim í leigubíl að morgni og keyrðir aftur til baka síðdegis. Nánar um úrræðið er hægt að lesa í meðfylgjandi bækling.
 
Í dagendurhæfingu er áherslan lögð á markvissa endurhæfingarþjálfun einstaklinga hjá sjúkraþjálfurum og/eða iðjuþjálfa. Þjálfunin er veitt í samræmi við þarfir hvers og eins. Markmið dagendurhæfingar er meðal annars að einstaklingurinn auki og/eða viðhaldi færni sinni til áframhaldandi sjálfstæðri búsetu. 
 
Fyrstu dagarnir  fara í að kynnast og skipuleggja einstaklingsmiðaða dagskrá sem útbúin er fyrir hvern og einn.  Endurhæfingin er bæði líkamleg og félagsleg. Sjúkraþjálfarar sinna einstaklingsmeðferð á bekk eða í tækjasal í formi verkjameðferðar, styrktar- og þolþjálfunar, veita jafnægisþjálfun og fræðslu. Einnig sinna þeir hópþjálfun í tækjasal. Íþróttafræðingar sjá um almennt íþróttastarf svo sem stólaleikfimi, boccia, pílu, stafagöngu og pútti yfir sumartímann. Félagsleg endurhæfing er fólgin í þátttöku í félagsstarfi og iðjuþjálfun. Markmið iðjuþjálfunar er að efla sjálfsbjargargetu í sínu daglega lífi. Iðjuþjálfun er ávallt einstaklingsmiðuð og byggð á samvinnu iðjuþjálfa og viðkomandi aðila. Fræðsla er hluti af dagskránni þar sem fjallað er m.a. um hjálpartæki, næringu, verki, félagsleg réttindi, byltuvarnir og áhrif lyfja á t.d. jafnvægisskynið.  Einnig er fjallað um mikilvægi virkni sem lið í að rjúfa félagslega einangrun og efla trú á eigin áhrifamátt. 
 
Deildarstjóri dagendurhæfingar er Guðbjörg María Árnadóttir, gudbjorg.arnadottir[hja]hrafnista.is Sími dagendurhæfingardeildar er 585 9391.
 
 
Umsókn um dagendurhæfingu þarf að fylgja  læknabréf og/eða hjúkrunarbréf ásamt beiðni um iðju- og/eða sjúkraþjálfun. 
 
Til þess að geta fyllt út umsóknina þarf að byrja á því að vista skjalið í tölvuna.
 
 

Umsóknin skal send á:

Hrafnista Laugarási

b.t. Guðbjörg María Árnadóttir, deildarstjóra dagendurhæfingar.

Brúnavegur 13

104 Reykjavík

 

 

Lesa meira...

Iðjuþjálfun og félagsstarf

Á Hrafnistuheimilunum hafa iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar einstaklingsmiðaða meðferðir að leiðarljósi, út frá þörfum hvers og eins. Heimilismenn þurfa að fá tækifæri til að njóta iðju sem þeir hafa áhuga á. Þátttaka í starfi hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan allra. Starfsmenn iðjuþjálfunar sinna bæði einstaklingum og hópum með það að leiðarljósi að bæta andlega líðan, félagslega og líkamlega hæfni einstaklingsins.

Boðið er upp á færniþjálfun til iðju á einstaklingsmiðaðan hátt, þannig að samspil sé milli heimilismanns, iðjunnar og umhverfisins. Einstaklingsmeðferð sem og hópþjálfun er í boði á heimilinu á vegum iðjuþjálfunar. Þar gefst heimilismönnum tækifæri á að fást við ýmsa tómstundaiðju s.s. tálgun, þátttöku í endurminningarhópum, upplestri úr bókum og blöðum eða einfaldlega fá sér kaffibolla og ræða málin.

Deildarstjóri iðjuþjálfunar og félagsstarfs Hrafnistu Laugarási í Reykjavík er Inga Guðrún Sveinsdóttir, inga.sveinsdottir[hja]hrafnista.is 

 

 

 

Þjónusta

Hárgreiðslustofa

Hárgreiðslustofan er opin alla virka daga frá 10:00 - 16:00. Tímapantanir eru í síma  585-9472.

Fótaaðgerða- og snyrtistofa

Fótaaðgerðastofan er opin sem hér segir:
mánudaga kl. 9:00-12:00
þriðjudaga kl. 10:00-18:00
miðvikudaga kl. 10:00-18:00
fimmtudaga kl. 10:00-18:00

Soffía Arngrímsdóttir og Karólína Hlmarsdóttir fótaaðgerðafræðingar. Tímapantanir í síma 666-5308 eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 

Einnig er boðið upp á handsnyrtingu, andlitsvax, litun á brúnir og plokkun. Halldóra Sólbjartsdóttir, snyrtifræðingur-/meistari. Tímapantanir í síma 899-9339 eða senda tölvupóst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Verslun 

Verslunar- og þjónustuborð er rekið á Hrafnistu í Laugarási og ágóði af rekstri fer í að efla félagsstarf heimilanna. Opnunartími verslunarinnar er alla virka daga  frá kl. 10:00- til 16:00. Sími verslunar- og þjónustuborðs er 585 9575. 

 

 

 

Undirflokkar

Til baka takki