Dagdvöl Hraunvangur

Tegund
Námsleyfi 
fyrir lengra nám, ein önn í senn
Leyfi á launum
Leyfið er veitt samkvæmt starfshlutfalli starfsmanns, starfsmaður í 100% starfshlutfalli getur átt rétt á 2 dögum (14,4 klst) í leyfi á launum.
Fjárstyrkur
styrkur fyrir námskeiðs/skólagjöldum, hámarksstyrkur 40.000kr. á ári
Annað

Mikilvægt er að kynna sér reglur um námsleyfi og styrki í Gæðahandbók Hrafnistu í verklagsreglunni: Námsleyfi og styrkir.

Nafn umsækjanda*
Kennitala*
Netfang*
Starfsheiti*
Hrafnistuheimili*
Deild*
Starfshlutfall*
Starfsaldur hjá Hrafnistu*
Heiti námskeiðs*
Einingafjöldi náms*
Hvar og hvenær?*
Ástæður fyrir umsókn*
Á hvaða hátt mun þátttaka þín eða leyfi efla þig í starfi hjá Hrafnistu?*
Nýtur umsækjandi styrks frá öðrum aðila? Hverjum og hvers konar?*
Hefur umsækjandi áður fengið leyfi/styrk frá Hrafnistu? Hvenær? Til hvers?*
Staður og dagsetning*
Undirskrift*
Fylgiskjöl(Fylgiskjöl með umsókn um fjárstyrk: Staðfesting á greiðslu skólagjalda og staðfesting á styrk frá stéttarfélagi)
Drag & Drop Files Here Browse Files
Smelltu hér til að senda umsókn

Dagendurhæfing Hrafnistu Laugarási - Endurhæfing eldri borgara

 
Dagendurhæfing er endurhæfingardeild fyrir eldri borgara þar sem áhersla er lögð á líkamlega þjálfun og félagslega virkni. Dagendurhæfing er tímabundið úrræði oftast 8-10 vikur í senn og einstaklingar geta verið 3-5 daga vikunnar í þjálfun. Einstaklingar eru sóttir heim í leigubíl að morgni og keyrðir aftur til baka síðdegis. Nánar um úrræðið er hægt að lesa í meðfylgjandi bækling.

Í dagendurhæfingu er áherslan lögð á markvissa endurhæfingarþjálfun einstaklinga hjá sjúkraþjálfurum og/eða iðjuþjálfa. Þjálfunin er veitt í samræmi við þarfir hvers og eins. Markmið dagendurhæfingar er meðal annars að einstaklingurinn auki og/eða viðhaldi færni sinni til áframhaldandi sjálfstæðri búsetu.

Fyrstu dagarnir  fara í að kynnast og skipuleggja einstaklingsmiðaða dagskrá sem útbúin er fyrir hvern og einn.  Endurhæfingin er bæði líkamleg og félagsleg. Sjúkraþjálfarar sinna einstaklingsmeðferð á bekk eða í tækjasal í formi verkjameðferðar, styrktar- og þolþjálfunar, veita jafnægisþjálfun og fræðslu. Einnig sinna þeir hópþjálfun í tækjasal. Íþróttafræðingar sjá um almennt íþróttastarf svo sem stólaleikfimi, boccia, pílu, stafagöngu og pútti yfir sumartímann. Félagsleg endurhæfing er fólgin í þátttöku í félagsstarfi og iðjuþjálfun. Markmið iðjuþjálfunar er að efla sjálfsbjargargetu í sínu daglega lífi. Iðjuþjálfun er ávallt einstaklingsmiðuð og byggð á samvinnu iðjuþjálfa og viðkomandi aðila. Fræðsla er hluti af dagskránni þar sem fjallað er m.a. um hjálpartæki, næringu, verki, félagsleg réttindi, byltuvarnir og áhrif lyfja á t.d.  jafnvægisskynið.  Einnig er fjallað um mikilvægi virkni sem lið í að rjúfa félagslega einangrun og efla trú á eigin áhrifamátt. 

Deildarstjóri dagendurhæfingar er Guðbjörg María Árnadóttir This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  

Sími dagendurhæfingardeildar er 585 9391.

Kynningarbæklingur Dagendurhæfingar

Umsókn um dagendurhæfingu þarf að fylgja  læknabréf og/eða hjúkrunarbréf ásamt beiðni um iðju- og/eða sjúkraþjálfun. 

Til þess að geta fyllt út umsóknina þarf að byrja á því að vista skjalið í tölvuna.

Smelltu hér til að fylla út umsókn.

Umsóknin skal send á:

Hrafnista Laugarási

b.t. Guðbjörg María Árnadóttir, deildarstjóri dagendurhæfingar.

Brúnavegur 13

104 Reykjavík

Lesa meira...

Umsókn um sumarbústað

 

Úthlutun orlofshúsa árið 2018

 

Páskar 2018

Umsóknarfrestur vegna leigu á orlofshúsi páskana 2018 er til miðvikudagsins 8. mars nk. Úthlutun fer fram viku síðar, þann 13. mars.

Leiga yfir páskana er kr. 25.000.-

 

Sumar 2018

Tvö orlofshús í Hraunborgum í Grímsnesi verða leigð út til starfsmanna Hrafnistu og annarra dótturfélaga SDR sumarið 2018.
Leigutíminn er vika í senn frá föstudegi til föstudags, tímabilið 15. maí til 1. september.

Verð fyrir vikuna er 25.000.- krónur. 

Mögulega verður hægt að leigja í styttri tíma á lausum tímabilum yfir sumarið.  Þá er sólarhringsleiga 10.000.- kr fyrir helgar (föstudag – sunnudag), og 3.000.- kr fyrir virka daga (mánudag – föstudag).

Góð umgengni um sumarbústaðina er hagur okkar allra og því er mikilvægt að skilja við eins og við viljum koma að. 
 
 
Form not found or is not published

Powered by ChronoForms - ChronoEngine.com

 
Þegar umsókn er send inn, þá á að birtast staðfesting, og tölvupóstur að sendast til baka með afriti af umsókn.

Salir til leigu

Á Hrafnistuheimilunum eru veislusalir sem heimilismenn geta fengið leigða fyrir t.d. afmælisveislur. Salirnir eru leigðir með borðbúnaði, kaffi, te, mjólk og molasykri. Annað s.s. kaffimeðlæti, veisluföng og skreytingar sjá leigjendur um sjálfir.
 

Hrafnista Reykjavík 

Helgafell er salur á 4. hæð C álmu.
Salurinn er að hluta til undir súð með stórum þakgluggum. Salurinn rúmar allt að 80 manns í sæti og er leigan 20.000.- kr.  Hægt er að fá leigða dúka, kostnaður 250.- kr. stykkið. Pantanir sendar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 693-9535.
 

Hrafnista Hafnarfirði 

Súðin er salur á 5. hæð B álmu.
Salurinn rúmar allt að 50 manns í sæti og er leigan 20.000.- kr.  Hægt er að fá leigða dúka, kostnaður 250.- kr. stykkið. Pantanir sendar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 693-9532.
 

Hrafnista Kópavogi 

Samtengd Hrafnistu í Kópavogi er þjónustumiðstöðin Boðinn sem rekin er af Kópavogbæ. Í Boðanum eru tveir salir sem hægt er að fá leigða við ýmis tækifæri. Minni salurinn tekur 50 manns í sæti, sá stærri allt að 170 manns í sæti. Nánari upplýsingar um verð og önnur atriði er hægt að fá í síma: 512 7400 eða með því að senda póst á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
 
.

Hvíldarinnlögn

Á Hrafnistu í Laugarási eru   hvíldarrými.  

 
Með hvíldarinnlögn er átt við tímabundna dvöl sem  getur staðið yfir frá nokkrum dögum allt að átta vikum á tólf mánaða tímabili allt eftir óskum og þörfum hvers og eins. 
  
Markmiðið með hvíldarinnlögn er að gera fólki kleift að búa áfram á eigin heimili og liður í að viðhalda lífsgæðum einstaklings sem og stuðningur og ráðgjöf við aðstandendur. Á meðan á dvöl stendur nýtur hvíldargestur allrar almennrar þjónustu sem Hrafnista hefur upp á að bjóða ásamt því að taka þátt í félagsstarfi og þeim  viðburðum sem í boði eru. 
 
Heimilislæknar, starfsfólk heimahjúkrunar og forstöðumenn dagþjálfana sækja um hvíldarinnlagnir með því að fylla út umsóknareyðublað á vef Landlæknis.   

Umsókn um hvíldarinnlögn

 
Upplýsingar um hvíldarinnlagnir á Hrafnistu Laugarási veitir: 
Unnur Stefánsdóttir 
Netfang:  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. 
 
 
 
Upplýsingar fyrir hvíldarrými
Upplýsingar fyrir fagfólk

Til baka takki