Dagdvöl Hraunvangur

Iðjuþjálfun og félagsstarf

Á Hrafnistuheimilunum leitast iðjuþjálfar og starfsmenn iðjuþjálfunar eftir því að starfa einstaklingsmiðað og hafa þarfir hvers og eins að leiðarljósi. Heimilismenn þurfa að fá tækifæri til að njóta iðju sem þeir hafa áhuga á. Þátttaka í starfi hefur jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan allra. Starfsmenn iðjuþjálfunar sinna bæði einstaklingum og hópum með það að leiðarljósi að bæta andlega líðan, félagslega og líkamlega hæfni einstaklingsins.
 
Boðið er upp á þjálfun á færni til iðju á einstaklingsbundinn hátt, þannig að samspil sé á milli heimilismanns, iðjunnar og umhverfisins. Einstaklingsmeðferð sem og hópþjálfun er í boði á heimilinu á vegum iðjuþjálfunar. Þar gefst heimilismönnum tækifæri á að fást við ýmsa tómstundaiðju s.s.tálgun, þátttaka í endurminningarhópum, upplestri úr bókum og blöðum eða einfaldlega að fá sér kaffibolla og ræða málin.
 
Deildarstjóri iðjuþjálfunar er Kristín Thomsen, kristin.thomsen[hja]hrafnista.is  
 
 
 
 
 
 

Heimilið

Þuríður I. Elísdóttir er  forstöðumaður Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ, thuridur.elisdottir[hja]hrafnista.is
Hjúkrunardeildarstjóri er Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir, gudrun.thoroddsdottir[hja]hrafnista.is

Hjúkrunardeildar á Hrafnistu Nesvöllum eru 6 talsins:

Fuglavík 3. hæð
Sími deildar er 422 0131. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9558.

Bergvík 3. hæð
Sími deildar er 422 0132. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9558.

Fagravík 2. hæð
Sími deildar er 422 0130. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9558.

Hraunsvík 2. hæð
Sími deildar er 422 0129. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9558.

Selvík 1. hæð
Sími deildar er 422 0127. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9558.

Sandvík 1. hæð
Sími deildar er 422 0128. Sími vakthafandi hjúkrunarfræðings er 664 9558.

 
 
Lesa meira...

Þjónusta

Þjónustumiðstöðin er hjarta Nesvalla. Aðstaðan er fyrsta flokks og aðgengileg öllum. Allir eldri íbúar Reykjanesbæjar geta sótt þjónustu, samveru og skemmtun í þjónustumiðstöðina. Hluti af félagsþjónusta Reykjanesbæjar er til húsa í þjónustumiðstöðinni og stór hluti tómstundastarfs aldraðra á vegum bæjarfélagsins fer fram í glæsilegum húsakynnum Nesvalla. Stór og bjartur og veitingastaður, sem býður íbúum svæðisins og gestum heimilismat, er á fyrstu hæðinni. Þar er einnig aðstaða til ýmissa skemmtana og veisluhalds. Útgengt er á veröndin og þaðan á skjólgott og fallegt útvistarsvæði Nesvalla. Ýmis heilsutengd þjónusta er í boði á Nesvöllum, svo sem sjúkraþjálfun en þaðan er einnig útgengt á útvistarsvæði Nesvalla. Í þjónustumiðstöðinni  er jafnframt snyrtistofa og hárgreiðslustofa. Nesvellir eru skemmtilegt samfélag þar sem öll aðstaða, þjónusta og umgjörð eru til þess gerð að notendur þjónustunnar skapi, í samstarfi við starfsfólk, einstaka menningu.

Síminn á þjónustuborði Nesvalla er: 420 3400.

Þjónustumiðstöð Nesvalla

Þjónustumiðstöðin er hjarta Nesvalla. Aðstaðan fyrsta flokks og aðgengileg öllum. Allir eldri íbúar Reykjanesbæjar geta sótt þjónustu, samveru og skemmtun.

Hluti af félagsþjónusta Reykjanesbæjar er til húsa í þjónustumiðstöðinni og stór hluti tómstundastarfs aldraðra á vegum bæjarfélagsins fer fram í glæsilegum húsakynnum Nesvalla. Hér er einnig dagdvöl aldraðra við góðan kost.

Stór og bjartur og veitingastaður, sem býður íbúum svæðisins og gestum heimilismat, er á fyrstu hæðinni. Þar er einnig aðstaða til ýmissa uppákoma, veisluhalds og skemmtana. Útgengt er á verönd og þaðan á skjólgott og fallegt útvistarsvæði Nesvalla.

Ýmis heilsutengd þjónusta er í boði á Nesvöllum og má þar nefna t.d. sjúkraþjálfun en þaðan er einnig útgengt á útvistarsvæði Nesvalla. Í þjónustumiðstöðinni er snyrtistofa og hárgreiðslustofa.

Nesvellir eru skemmtilegt samfélag þar sem öll aðstaða, þjónusta og umgjörð eru til þess gerð að notendur þjónustunnar skapi í samstarfi við starfsfólk einstaka menningu.

Sími á þjónustuborði Nesvalla er: 420 3400

Hárgreiðslustofa

Hárgreiðslustofan ProModa er staðsett á 1. hæð þjónustumiðstöðvarinnar á Nesvöllum. Tímapantanir eru í síma 421 4848. 

Fótaaðgerðastofa 

Fótaaðgerðastofa Nesvalla er á annarri hæð þjónustumiðstöðvarinnar og er hún opin samkvæmt samkomulag. Tímapantanir fara fram í gegnum starfsmenn heimilisins. 

Sjúkraþjálfun

Á Nesvöllum deilir Hrafnista aðstöðu til sjúkraþjálfunar með sjúkraþjálfunarstöðinni Ásjá sem starfrækt er á Nesvöllum en sú stöð er vel búin nauðsynlegum tækjum og búnaði til sjúkraþjálfunar. Aðstaðan á Hlévangi hefur heimilislegt yfirbragð, er lítil og útbúin öllu því nauðsynlegasta sem viðkemur sjúkraþjálfun.

Öllum heimilismönnum býðst einstaklingsmeðferð í sjúkraþjálfun að undangenginni skoðun og mati læknis. Heimilismönnum stendur til boða æfingameðferð eða önnur sérhæfðari meðferð, allt eftir þörfum hvers og eins. Um er að ræða almenna æfingaþjálfun, gönguferðir og einu sinni í viku er boðið upp á stólaleikfimi.

Markmið sjúkraþjálfunar er að auka lífsgæði heimilismanna með aðferðum sjúkraþjálfunar, til dæmis að minnka verki, auka hreyfanleika og viðhalda færni. Sjúkraþjálfarar vinna að þessu markmiði í samvinnu við annað starfsfólk hjúkrunarheimilisins. Hlutverk sjúkraþjálfara en einnig að annast hluta af RAI-hjúkrunar þyngdarmati heimilismanna og taka þátt í fræðslu fyrir starfsfólk heimilanna. 

Deildarstjóri  sjúkraþjálfunar er Sigurdís Reynisdóttir, sigurdis.reynisdottir[hja]hrafnista.is

Beinn sími Ásjár á Nesvöllum er 420 3400 og 420 3409.

 

Stjórnendur


Forstöðumaður

Hrönn Ljótsdóttir er  forstöðumaður heimilisins í Reykjanesbæ.  Netfangið hennar er This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.


Læknar

Læknar frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja veita heimilismönnum læknisþjónustu og koma á heimilið þrisvar sinnum í viku. Markmið læknisþjónustunnar er að stuðla að sem bestri  líkamlegri og andlegri heilsu heimilismanna. Megin áhersla er lögð á að auka færni, sjálfstæði og lífsgæði einstaklingsins eftir leiðum læknisfræðinnar.

 

Hrafnista Nesvellir

Hrafnista Nesvellir í Reykjanesbæ tók til starfa 14. mars 2014 og er rekið af Sjómannadagsráði 

Á heimilinu eru hjúkrunarrými fyrir 60 íbúa þar sem veitt er sólarhrings hjúkrunar- og læknisþjónusta

Inntaka íbúa á Hrafnistu Nesvelli fer fram í gegnum Færni- og heilsumat Landlæknisembættisins. 

Allar nánari upplýsingar um Hrafnistu Nesvelli má finna í Handbókin þín - íbúar og aðstandendur

Þeir sem óska eftir frekari upplýsingum um heimilið er bent á að hafa  samband við Guðrúnu Snæbjörtu Þóroddsdóttur, hjúkrunardeildarstjóra í gegnum netfangið gudrun.thoroddsdottir[hja]hrafnista.is

Aðstaðan

Hönnun húsnæðisins tekur mið af hugmyndafræði Lev og bo. Húsnæðið byggir á litlum einingum með eldhúsi, setustofu og borðstofu í miðju hússins sem myndar umgjörð um daglegt líf á heimilinu. Persónuleg rými eru stór og björt. Stoðeiningar, svo sem endurhæfing, félagsstarf, dagdvöl og mötuneyti fyrir íbúa í þjónustuíbúðum, eru staðsettar í samtengdri þjónustumiðstöð. Öll herbergi eru einbýli. Hvert herbergi er um 35 fermetrar, sameiginlegt svefnherbergi og stofa auk baðherbergis og eldhúskróks, þar sem er innrétting með vaski en einnig er þar að finna sjúkrarúm, náttborð og fataskáp á hjólum, gardinukappa og rúllugluggatjöld. Einnig er á herbergjunum öryggiskallkerfi, tengingar fyrir síma, sjónvarp og tölvu. Heimilismenn útvega síðan sjálfir annan húsbúnað og gluggatjöld ef þeir óska eftir að gera heimili sitt ennþá heimilislegra.

Skoðaðu þrívíddarmynd af herbergi á Hrafnistu Nesvöllum með því að smella HÉR

 

  •  

    Myndir frá opnun Nesvalla 14. mars 2014

  • Undirflokkar

    Til baka takki