Fréttasafn

Leikskólabörn frá Stekkjarási heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

Þriðjudaginn 6. mars sl. komu krakkarnir á leikskólanum Stekkjarási í heimsókn á Hrafnistu í Hafnarfirði og sungu í Menningasalnum fyrir íbúa og starfsfólk. Það myndaðist gríðarlega góð stemmning sem endaði á því að Böðvar tók upp harmonikkuna og spilaði undir söng þar sem allir sungu saman. Við þökkum þessum skemmtilegu krökkum kærlega fyrir komuna.

 

Börnin sungu: 

 https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1987007654896444/

 

Allir sungu saman:

 https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/1987007801563096/

 

Lesa meira...

Kristín Helga Jónsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Kristín Helga Jónsdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Anný Lára Emilsdóttir deildarstjóri á Báruhrauni, Kristín Helga og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Jadwiga T. Smolinska 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Jadwiga T. Smolinska, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri, Harpa Gunnarsdóttir fjármálastjóri, Jadwiga og Magnús Margeirsson yfirmaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna. 

 

 

Lesa meira...

Málþing um Iðjuþjálfun í öldrun fimmtudaginn 5. apríl

Lesa meira...

 

Málþing um iðjuþjálfun í öldrun verður haldið fimmtudaginn 5. apríl nk. kl. 13:00 - 16:00 á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Skráning er hafin á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

Nánari dagskrá á finna með því að smella hér.

 

Lesa meira...

Gjöf til Hrafnistu í Garðabæ- Ísafold

Lesa meira...

Valgerður Hildibrandsdóttir gladdi okkur á Hrafnistu í Garðabæ- Ísafold með því að gefa okkur þrjár brúður til að nota í dúkkumeðferð (doll therapy). Dúkkumeðferð er meðferðarform sem getur gert einstaklingum með langt genginn heilabilunarsjúkdóm kleift að upplifa nærveru og hefur einnig þann tilgang að örva viðkomandi til að gefa af sér kærleika og væntumþykju sem flestum er eðlislægt. Dúkkurnar hafa allar nafn og heita þær: Harpa (til vinstri á mynd), Ylfa (í miðjunni) og Kalli (til hægri).

Við á Hrafnistu þökkum Valgerði hjartanlega fyrir gjafirnar og eiga þær svo sannarlega eftir að gleðja, bæði íbúa og gesti.

 

Lesa meira...

Síða 1 af 73

Til baka takki