Fréttasafn

Breytingar á stjórnendahópi Hrafnistu Hlévangi í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Þann 1. maí næstkomandi mun Guðfinna Eðvarðsdóttir hjúkrunardeildarstjóri  Hlévangs  láta af störfum og við hennar starfi tekur Kristín M. Hreinsdóttir hjúkrunarfræðingur.

Kristín M. Hreinsdóttir  útskrifaðist sem lyfjatæknir árið  2008 og starfaði sem lyfjatæknir í Lyf og heilsu í Keflavík 2008-2012. Hún hóf nám í hjúkrunarfræði 2012 og starfaði með hjúkrunarnámi bæði á Hrafnistu Nesvöllum og á lyf- og handlækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Kristín útskrifaðist með BS gráðu í hjúkrunarfræði frá háskólanum á Akureyri 2016 og starfaði sem hjúkrunarfræðingur á lyf- og handlækningadeild Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þar til hún hóf störf sem hjúkrunarfræðingur á Hrafnistu Hlévangi haustið 2016.

Við óskum Kristínu til hamingju með hjúkrunardeildarstjórastöðuna hjá  Hrafnistu um leið og við þökkum Guðfinnu Eðvarðsdóttur innilega fyrir hennar starf og óskum henni velfarnaðar í framtíðinni.

 

Lesa meira...

Messa á Hrafnistu í Hafnarfirði á páskadag

Lesa meira...

 

Heimilisfólk á Hrafnistu í Hafnarfirði, fjölskyldur þeirra og íbúar í nærliggjandi húsum fylltu Menningarsalinn í hátíðarguðsþjónustu á páskadag. Hátíðarkvartett söng og forsöngvari var Þóra Björnsdóttir.  Organisti var Kristín Waage. Sr. Svanhildur Blöndal prédikaði og þjónaði fyrir altari.

 

Lesa meira...

Messa á Hrafnistu í Reykjavík á skírdag

Lesa meira...

 

Það var fjölmenni við messu á Hrafnistu í Reykjavík á skírdag.  Heimilisfólk og fjölskyldur þeirra tóku þátt í messu, söng og altarisgöngu.  Sr. Valgeir Ástráðsson prédikaði og Inga Dóra Stefánsdóttir söng einsöng. Félagar úr Kammerkór Áskirkju sungu og organisti var Magnús Ragnarsson.

 

Lesa meira...

Fjallabræður á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

 

Fjallabræður héldu tónleika fyrir fullu húsi á Hrafnistu í Reykjavík þann 11. apríl sl. Frábær stemning ríkti á meðal tónleikagesta og mikil tóngleði var við völd. Við þökkum Fjallabræðrum kærlega fyrir yndislega kvöldstund.

 

Hægt er að skoða tvö myndbrot frá tónleikunum með því að smella á linkana hér fyrir neðan.

https://www.facebook.com/Hrafnista/videos/1396629410359965/

https://www.facebook.com/Hrafnista/videos/1396625277027045/

 

Lesa meira...

Nýtt Hrafnistubréf komið út

Lesa meira...

 

Nýtt Hrafnistubréf er komið út en það er gefið út tvisvar á ári í um 2 þúsund eintökum.  Hrafnistubréfinu er dreift til heimilismanna Hrafnistuheimilanna og þjónustuíbúða Naustavarar sem staðsettar eru við Hrafnistuheimilin. Blaðinu er einnig dreift til annarra öldrunarheimila landsins og víðar.

Rafræna útgáfu af blaðinu má nálgast á forsíðu heimasíðunnar, í stiku hægra megin á síðunni. 

 

Lesa meira...

Síða 1 af 56

Til baka takki