Fréttasafn

Perlað af Krafti á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í dag var Perlað af krafti á Hrafnistu í Hafnarfirði til stuðnings Krafti, félags ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein. Armböndin eru eingöngu framleidd af sjálfboðaliðum og ágóði af sölu armbandanna rennur beint til Krafts sem aðstoðar og styður ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. 

Heilmikil framleiðsla af armböndum fór fram hjá íbúum og starfsfólki í dag sem áttu virkilega skemmtilega samverustund á meðan þau lögðu sína vinnu á vogaskálarnir til styrktar Krafti.

 

Lesa meira...

Jensína Andrésdóttir fagnar 109 ára afmæli sínu á Hrafnistu í Reykjavík

Lesa meira...

Þann 10. nóvember sl. fagnaði Jensína Andrésdóttir íbúi á Hrafnistu í Reykjavík, 109 ára afmæli sínu. Hún er jafnframt elsti núlifandi Íslendingurinn og fimmti Íslendingurinn í sögunni sem nær þessum aldri. Pétur Magnússon forstjóri og Anna María Bjarnadóttir aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi á Hrafnistu í Reykjavík, færðu Jensínu blómvönd frá Hrafnistu á afmælisdaginn í tilefni af þessum merku tímamótum.

 

Með því að smella á linkinn hér fyrir neðan má sjá skemmtilega frétt Stöðvar 2 frá afmælinu.

http://www.visir.is/k/100e4993-859a-4c8a-9f40-586157113cc9-1541877243070?fbclid=IwAR03JfwFjVAGt_jwWX9j65MuiY1TUWxhiUbGdr63F2DYdzSu-mZCI-Sb9Dw

 

Lesa meira...

Hrekkjavökuball á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hrekkjavökuball var haldið á dögunum á Hrafnistu í Hafnarfirði. Salurinn var skreyttur í hrekkjavökustíl og boðið var upp á nammi. Fjöldi fólks mætti með hatta, höfuðskraut eða í búning og allir skemmtu sér vel eins og meðfylgjandi myndir sýna. 

 

Lesa meira...

Myndir frá vetrarhátíð Hrafnistu Reykjavík

Lesa meira...

 

Vetrarhátíð Hrafnistu í Reykjavík var haldin í gærkvöldi, fimmtudaginn 8. nóvember. Í gleðinni tóku þátt íbúar, aðstandendur og starfsmenn eða alls um 150 manns. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna setti hátíðina og flutti ávarp og síðan tóku Svavar Knútur og Berta við veislustjórninni. Borinn var fram þjóðarréttur Hrafnistu lambakótilettur í raspi með öllu tilheyrandi, sem kokkar Hrafnistu reiddu fram af sinni alkunnu snilld. Undir borðhaldi lék Bragi Fannar og skemmtu allir sér hið besta á hátíðinni.

 

Meðfylgjandi myndir voru teknar á vetarhátíðinni í gærkvöldi. 

 

Lesa meira...

Sigrún Stefánsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Sigrún og Pétur.
Lesa meira...

 

Sigrún Stefánsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri afhenti Sigrúnu 15 ára starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Hrafnista tekur Workplace by Facebook í notkun

Lesa meira...

 

Þessa dagana er Hrafnista að innleiða Workplace í sinni starfsemi. Tilgangurinn með Workplace á Hrafnistu er að auka flæði upplýsinga og þekkingar, styrkja samvinnu og skilvirkni, færa starfsfólk nær hvort öðru og efla starfsandann á vinnustaðnum en um 1200 manns starfa á Hrafnistuheimilunum sem eru sex talsins í fimm sveitarfélögum. Miðillinn Workplace er sérsniðinn fyrir umhverfi fyrirtækja og stofnana og virkar með svipuðum hætti og Facebook. Kjarnavirkni Workplace felst í hópum (grúppum), fréttum (news feed) og samtölum með texta, hljóði og/eða mynd (chat), viðburðum (events), könnunum (polls) og skjalasamskiptum (docs). Innbyggð í lausnina eru öflug leit og tilkynningar.

Lesa meira...

 

Lesa meira...

Guðrún Hjördís Ásmundsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Guðrún Hjördís og Eyrún.
Lesa meira...

 

Guðrún Hjördís Ásmundsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Guðrún Hjördís og Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni.

 

Lesa meira...

Síða 1 af 92

Til baka takki