Fréttasafn

Gjafir til Nesvalla og Hlévangs

Lesa meira...

 

Í tilefni af 60 ára afmæli Starfsmannafélags Suðurnesja færði félagið  Félagsstarfi eldri borgara á Nesvöllum og Hlévangi 150,000 kr styrk, samtals að upphæð 300,000 kr. Einnig færðu þeir Félagi eldri borgara á Suðurnesjum og félagsstarfi aldraðra í Grindavík sömu upphæðir.  Buðu þeir til kaffisamsætis í húsnæði sínu að Kjarrmóa í Reykjanebæ þar sem gjafirnar voru afhentar. Þökkum við þeim innilega fyrir þessar höfðinglegu gjafir.

 

Lesa meira...

Vegleg gjöf til Hrafnistu í Hafnarfirði frá Oddfellow stúku Rebekku NR 8, Rannveigu

Lesa meira...

 

Oddfellow stúkan Rebekka NR 8, Rannveig, færði Hrafnistu í Hafnarfirði veglega gjöf í árslok 2016.

Um er að ræða tvö fullkomin þjálfunarhjól, teg. MOTOmed viva 2, frá Eirberg og eru þau staðsett í sjúkraþjálfun heimilisins.

Hjólin henta ákaflega breiðum hópi heimilismanna því hægt er að hjóla í þeim í hjólastól sem og venjulegum stól.

Ef fólk getur ekki hjólað sjálft þá er mótor innbyggður í hjólin sem tekur yfir og framkallar hreyfinguna.

Hrafnista getur seint þakkað svona höfðinglega gjöf  og er það ómetanlegt fyrir heimilið að eiga slíka bakhjarla. 

 

 

Lesa meira...

Stofnfundur Hollvinasamtaka Hrafnistu í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 17:00

Lesa meira...

 

Í tilefni af 40 ára afmæli Hrafnistu í Hafnarfirði hafa nokkrir velunnarar heimilisins tekið höndum saman og stefna að stofnun hollvinasamtaka heimilisins á þessum merku tímamótum.

Stofnfundur verður haldinn fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 17:00 í Menningarsal (1. hæð), Hrafnistu í Hafnarfirði og eru allir velkomnir.

Markmið samtakanna er að styðja við starfsemi og velferð heimilisins.

Hrafnista hefur þjónað Hafnfirðingum vel á þeim 40 árum sem liðin eru frá því að hún tók fyrst til starfa, á Sjómannadaginn þann 5. júní 1977. Í dag eru rými fyrir 209 einstaklinga og á heimilinu starfa 333, af þeim eiga 62% lögheimili í Hafnarfirði.

Þegar skoðað er hvaðan íbúarnir koma þá kemur í ljós að 91 íbúi á heimilinu var með lögheimili í Hafnarfirði er hann flutti inn.

Einnig er Hrafnista með hvíldarrými og á árinu 2016 komu 80 einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði í hvíldarinnlögn og  nú í mars voru 11 Hafnfirðingar í hvíld.  Fjöldi daga í innlögn voru 2.323 dagar eða að meðaltali 29 dagar á hvern þeirra. 

Í dag eru t.a.m. 79 einstaklingar með lögheimili í Hafnarfirði sem sækja dagdvöl á Hrafnistu og á biðlista eftir þjónustu eru 59 Hafnfirðingar.        

Við hvetjum áhugasama til að mæta á stofnfundinn og taka þátt í starfi félagsins frá byrjun.

 

Velunnarar Hrafnistu í Hafnarfirði.

 

Lesa meira...

Brynja Þórdís Þorbergsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Brynja Þórdís Þorbergsdóttir, sjúkraliði á Ölduhrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hrönn Önundardóttir deildarstjóri á Ölduhrauni, Brynja og Pétur Magnússon forstjóri. 

 

Lesa meira...

Guðný Albertsdóttir 25 ára starfsafmæli á Hrafnistu í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Guðný Albertsdóttir, sjúkraliði á Bylgjuhrauni, Hrafnistu Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 25 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Eyrún Pétursdóttir deildarstjóri á Bylgjuhrauni og Pétur Magnússon forstjóri. 

 

Lesa meira...

Síða 1 af 54

Til baka takki