Fréttasafn

Texti við mynd af Sigurgeir Sigurðssyni fyrrverandi biskup Íslands afhjúpaður á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

Í tilefni 25. Sjómannadagsins 3. júní 1962 afhenti þáverandi formaður Sjómannadagsráðs, Pétur Sigurðsson, Hrafnistu málverk af hr. Sigurgeiri Sigurðssyni biskup Íslands. Pétur sagði við athöfnina að Sigurgeir biskup „hafi ætíð verið reiðubúinn til að rétta Sjómannadeginum hjálparhönd“.

Myndina gerði Magnús Á. Árnason listmálari árið 1962 en hún er af athöfn sem fram fór á Melavellinum, Sjómannadaginn 8. júní 1941. Þar minntist Biskup 121 sjómanna sem fórust á tímabilinu frá Sjómannadeginum 2. júní 1940 til þessa Sjómannadags árið 1941. Sagt var við minningarathöfnina „að lengi verði í minnum haft hér á landi hin geigvænlegu sjóslys á tímabili milli þessarar tveggja sjómannadagar“. Aldrei hafa fleiri sjómenn farist á milli Sjómannadaga.

Í gær fór fram á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík athöfn þar sem þessi texti var afhjúpaður við myndina.

Við athöfnina voru viðstaddir Guðmundur Hallvarðsson fyrrverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Hálfdan Henrysson núverandi stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási og Kjartan Sigurðsson afkomandi sr. Sigurgeirs.

 

Lesa meira...

Marimbasveit Þingeyjaskóla í heimsókn á Hrafnistu í Laugarási

Lesa meira...

Föstudaginn 4. október sl. komu góðir gestir í heimsókn á Hrafnistu í Laugarási. Um var að ræða Marimbasveit Þingeyjaskóla undir stjórn Guðna Bragasonar. Þessi hæfileikaríka sveit skemmti gestum og gangandi og Skálafell geislaði af gleði. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna með góðum kveðjum norður.

 

Lesa meira...

Þingmenn Samfylkingar í heimsókn á Hrafnistu í kjördæmaviku Alþingis

Lesa meira...

 

Í síðustu viku var svokölluð kjördæmavika á Alþingi. Þá leggja Alþingismenn hefðbundin störf til hliðar og heimsækja fólk og fyrirtæki í kjördæmum sínum. Á föstudaginn komu tveir þingmenn Samfylkingarinnar í heimsókn til okkar á Hrafnistu í Laugarási en það voru þau Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og Ágúst Ólafur Ágústsson og fengu þau kynningu á starfsemi Hrafnistuheimilanna. Eybjörg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu var einnig með á fundinum og áttu fundarmenn gott spjall um heilbrigðis- og velferðarmálin í samfélaginu. Við þökkum þeim Helgu Völu og Ágústi Ólafi kærlega fyrir komuna.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Hálfdan Henrysson stjórnarformaður Sjómannadagsráðs, Eybjörg Hauksdóttir framkvæmdastjóri  Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri Heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna, Ágúst Ólafur, Helga Vala og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu. 

 

Lesa meira...

Anna María Bjarnadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Anna María Bjarnadóttir, deildarstjóri á Hrafnistu Sléttuvegi í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Anna María og Valgerður K. Guðbjörnsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi. 

 

 

Lesa meira...

Clarissa C. Santos 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu.

Lesa meira...

 

Clarissa C. Santos, starfsmaður í ræstingu á Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu í Laugarási, Edward Polejowski aðstoðarræstingarstjóri, Clarissa og Auður Björk Bragadóttir ræstingastjóri.

 

Lesa meira...

Lionsbingó á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gærkvöldi stóðu Lionsmenn og konur fyrir bingókvöldi fyrir íbúa á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirið. Fjórum sinnum yfir vetrartímann standa þau fyrir bingókvöldi og var þetta fyrsta bingóið þennan veturinn. Það var vel sótt eins og vanalega og tókst með eindæmum vel. Íbúar á Hrafnistu Hraunvangi þakka Lionsfólkinu kærlega fyrir sig.

 

Lesa meira...

Forvarnir og endurhæfing - lykillinn að velferð

Lesa meira...

 

Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu standa fyrir stuttu málþingi um mikilvægi forvarna og endurhæfingar í heilbrigðisþjónustunni. Málþingið verður haldið þann 3. október nk. kl. 13:30 á Hilton Reykjavík Nordica.

Framsögumenn koma að þessu sviði heilbrigðisþjónustunnar með ólíkum hætti og gefa innsýn í mikilvægar en margbreytilegar forvarnir og endurhæfingu, og hvernig þau eru að hafa áhrif á samfélagið.

Í lokin verða pallborðsumræður þar sem rætt verður um tækifæri til enn frekari aðgerða á þessu sviði, samfélaginu öllu til heilla.

 

Sjá auglýsingu með því að smella hér

 

Lesa meira...

Myndir frá haustfagnaði Hrafnistu Ísafold í Garðabæ

Lesa meira...

 

Haustfagnaður Hrafnistu Ísafoldar var haldinn í gær, fimmtudaginn 26. september. Starfsmenn, íbúar og dagdvalagestir lögðust allir á eitt með undirbúning veislunnar og mikið hugmyndaauðgi var í borðskrauti. Búið var til skraut úr þæfðri ull, tíndar trjágreinar úr garðinum og meira að segja voru gulrætur frá ræktun sumarsins notaðar sem skraut. Met þátttaka var á fagnaðinum eða um 176 manns, bæði íbúar, ættingjar, dagdvalagestir og starfsmenn. Guðrún Árný Karlsdóttir söngkona stýrði skemmtuninni, söng yndislega falleg lög og sagði sögur, í lokinn spilaði Pálmar Örn Guðmundsson trúbrador undir dansi og hafa aldrei eins margir tekið þátt í dansinum, gamlir taktar gleymast greinilega aldrei.

 

Lesa meira...

Þruma aðstoðar iðjuþjálfa á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Núna nýverið tók til starfa nýr starfsmaður “ á deild iðjuþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði en það er hún Þruma,12 vikna Schnauzer tík, sem mun verða „aðstoðarmaður“ og taka þátt í starfi iðjuþjálfa á hjúkrunardeildinni Ölduhrauni. Eigandi hennar er Geirlaug Oddsdóttir og er hún iðjuþjálfi á þeirri deild. Þruma hefur vakið ómælda lukku og gleði meðal heimilismanna og starfsmanna og er hvers manns hugljúfi.

 

 

 

Lesa meira...

Síða 8 af 121

Til baka takki