Fréttasafn

Nýr aðstoðardeildarstjóri í borðsal og ræstingu á Hrafnistu Sléttuvegi

Marianne Olsen
Lesa meira...

Marianne Olsen hefur verið ráðin sem aðstoðardeildarstjóri í borðsal og ræstingu á Hrafnistu Sléttuvegi.

Marianne er lærð smurbrauðsjómfrú frá Danmörku og starfaði í aðaleldhúsi Sct. Hans spítala í Danmörku. Hún starfaði sem smurbrauðsdama hjá Veitingamanninum á Bíldshöfða og rak eigin veisluþjónustu í 11 ár. Marianne hefur starfað í eldhúsinu á Hrafnistu í Skógarbæ frá árinu 2011, þar af síðustu tvö árin í afleysingu yfirmanns eldhúss.

Við bjóðum Marianne hjartanlega velkomna til liðs við okkur á Hrafnistu Sléttuvegi og í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Landsþekktir söngvarar og listamenn gleðja íbúa á Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Það var heldur betur stórkostleg stund á Hrafnistu Ísafold í dag þegar landsþekktir söngvarar og listamenn glöddu íbúa og starfsfólk með söng undir berum himni. Hugmyndina að þessum viðburði átti Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir sem gleðja vildi föður sinn en hann býr á Hrafnistu Ísafold. Eins og flestir vita ríkir heimsóknarbann á Hrafnistuheimilunum og því vildi Ingunn gleðja íbúana með þessu móti.

Hrafnista þakkar af heilum hug öllum þeim er lögðu hönd á plóg við að gera þessa stund í dag ógleymanlega fyrir íbúa okkar og starfsfólk á Hrafnistu Ísafold. Þið eigið heiður skilið fyrir ykkar frábæra framlag á þessum fordæmalausu tímum.

Upptöku af þessari skemmtilegu uppákomu í dag má sjá með því að smella HÉR

 

Lesa meira...

Nesvellir héldu upp á 6 ára rekstrarafmæli Hrafnistu

Lesa meira...

 

Föstudaginn 13. mars sl. fögnuðu íbúar og starfsfólk Nesvalla 6 ára rekstrarafmæli Hrafnistu á Nesvöllum. Borð voru dúkuð upp og skreytt var með blöðrum. Boðið var upp á dásamlegan lambahrygg með öllu tilheyrandi ásamt köku í eftirrétt. Ljúfir tónar voru settir „á fóninn“ og allir gleymdu sér í gleðinni enda nauðsynlegt að lyfta sér upp á þessum sérstöku tímum í lífi okkar allra. Íbúar og starfsfólk Nesvalla senda kærleikskveðjur út til allra.

 

Lesa meira...

Orðsending til íbúa og aðstandenda Hrafnistu

Lesa meira...

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu

Dags. 13. mars 2020

Fyrir hönd Hrafnistuheimilanna viljum við byrja á að þakka ykkur fyrir þann skilning sem þið hafið sýnt þeirri erfiðu ákvörðun sem Neyðarstjórn Hrafnistu tók fyrir síðustu helgi um að loka Hrafnistuheimilunum.

Heilsa og velferð íbúa okkar er ávallt í forgangi og allar aðgerðir miðast að því að vernda íbúa okkar, sem flestir eru aldraðir og/eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma Þeir eru því í sérstökum áhættuhóp um að veikjast alvarlega. Neyðarstjórn Hrafnistu hefur því ákveðið að stíga varlega til jarðar og taka einn dag í einu.

Íbúar og starfsfólk Hrafnistu tekur ástandinu almennt með mikilli ró. Það hefur enn sem komið enginn greinst með Kórónuveiru á Hrafnistuheimilunum. Við teljum að hluta af þeim góðu fréttum megi þakka lokun heimilanna þar sem ferðir fólks inn á heimilin eru takmarkaðar. Slíkt dregur úr hættu á smiti. Við erum að sjálfsögðu raunsæ og gerum okkur grein fyrir að líklega verður ekki hægt að koma í veg fyrir að veiran komi upp á Hrafnistu.

Dagdvalir, dagendurhæfing og dagþjálfanir Hrafnistuheimilanna eru opnar. Sýkingavarnir voru efldar og þessi úrræði einangruð frá íbúum heimilanna. Það verklag hefur gengið vel og er vert að þakka öflugu starfsfólki heimilanna og hugmyndaauðgi fyrir að finna lausn á vandamálum um leið og þau hafa komið upp.

Eins og áður hefur komið fram þá fundar Neyðarstjórn Hrafnistuheimilanna daglega og staðan metin hverju sinni. Enn er óvíst hvenær heimilin verða opnuð aftur, en vel er fylgst með leiðbeiningum Almannavarna ásamt því að vera í góðu sambandi við sóttvarnarsvið Embætti landlæknis.

Enn og aftur viljum við þakka ykkur íbúum og aðstandendum kærlega fyrir þá hjálp sem þið hafið þegar veitt, bæði með því að virða heimsóknarbannið, finna aðrar lausnir til að heyra í ykkar nánustu og koma með hugmyndir að lausnum.

Eigið góða helgi.

Kær kveðja, Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Heimsóknarbann og lífið á Hrafnistuheimilunum

Lesa meira...

Íbúar og starfsfólk á Hrafnistuheimilinum finna sér ýmislegt að gera þessa dagana. Í Menningarsalnum á Hraunvangi í Hafnarfirði í gær spilaði Bragi Fannar á nikkuna í fyrir gesti í dagdvölinni. Því var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildar svo allir gátu fylgst með og sungið, hver með sínu nefi. Starfsmenn prófuðu sig áfram í að aðstoða heimilismenn við að hringja myndsímtöl í ættingja sína og verður því haldið áfram næstu daga. Vöfflukaffi var á öllum deildum og runnu vöfflurnar ljúflega niður með ilmandi kaffinu. Í dag var boðið upp á hressa og skemmtilega stólaleikfimi í Menningarsalnum. Kaffi- og spjallhópar voru í gangi á nokkrum stöðum í húsinu, auk spilahópa, boccia og söngstunda. Með kaffinu var svo boðið upp á sjúss sem rann ljúflega niður með dýrindis gulrótarköku.

Þeir sem eiga bókaðan tíma í hárgreiðslu eða klippingu skella sér að sjálfsögðu í þau erindi á hárgreiðslustofum Hrafnistu og húslestur og bíó eiga sér fastan sess.

Sjúkra- og iðjuþjálfar eru með sína hefðbundnu dagskrá og þjálfanir á öllum deildum Hrafnistuheimilanna og má þar nefna t.d. stólaleikfimi, hjól og listsköpun af ýmsu tagi. 

Þessa dagana er áhersla ekki síst lögð á að eiga samverustundir með íbúunum okkar sem fá ekki heimsóknir þessa dagana vegna heimsóknarbanns sem tók gildi þann 7. mars sl. vegna Kórónaveirunnar (COVID-19).

 

Lesa meira...

Nýr starfsmaður á heilbrigðissvið Hrafnistu

Olga Gunnarsdóttir
Lesa meira...

 

Þann 1. mars 2020 hóf Olga Gunnarsdóttir störf á heilbrigðissviði Hrafnistu.Hún mun starfa sem næringarrekstrarfræðingur á Hrafnistu. Olga er matartæknir og næringarrekstrarfræðingur að mennt og hefur starfað í Skógarbæ sem forstöðumaður eldhúss frá árinu 1997 en var áður í stjórnendastöðu í eldhúsi Landspítala. Olga mun sinna ráðgjafstörfum tengdum næringarmálum á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Nýr umboðsmaður íbúa og aðstandenda á heilbrigðissvið Hrafnistu

Helga Björk Jónsdóttir
Lesa meira...

 

Þann 1. mars sl. tók Helga Björk Jónsdóttir til starfa á heilbrigðissviði Hrafnistu sem umboðsmaður íbúa og aðstandenda til liðs við Soffíu Egilsdóttur sem nú þegar er starfandi umboðsmaður íbúa og aðstandenda. Helga hefur lokið námi í grunnskólakennarafræðum frá HÍ, djáknafræðum frá HÍ og er núna í námi í öldrunarþjónustu með áherslu á heilabilun í HÍ. Hún hefur mikla reynslu við að starfa með öldruðum, bæði í samfélaginu og á hjúkrunarheimili sem mun nýtast vel í þjónustu við íbúa Hrafnistu, aðstandendur og starfsmenn.

 

Lesa meira...

Heimsóknarbann á Hrafnistuheimilunum frá og með 7. mars 2020 - Tilkynning frá Neyðarstjórn Hrafnistu vegna Kórónaveirunnar á Íslandi

Lesa meira...

 6. mars 2020  - Neyðarstjórn Hrafnistu

 

Áríðandi tilkynning til íbúa, ættingja og starfsfólks Hrafnistuheimilanna vegna sýkingar af völdum Kórónaveirunnar (COVID-19) á Íslandi

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur tekið þá ákvörðun að loka öllum Hrafnistuheimilunum fyrir heimsóknum ættingja og annarra gesta frá og með 7. mars 2020 þar til annað verður formlega tilkynnt. Er þetta gert að höfðu samráði við Sóttvarnarlækni og Landlækni eftir að Neyðarstigi almannavarna var lýst yfir fyrr í dag.

 

Heilsa og velferð íbúanna þarf alltaf að vera í forgangi!

Nú er staðfest að smit vegna Kórónaveirunnar hafa borist á milli einstaklinga í þjóðfélaginu. Þar sem íbúar Hrafnistu eru flestir aldraðir og / eða með ýmsa undirliggjandi sjúkdóma eru þeir í sérstökum áhættuhóp tengt því að veikjast alvarlega af Kórónaveirunni.

Leita þarf allra leiða til að draga úr þeirri hættu að íbúar heimilanna veikist af Kórónaveirunni. Okkur þykir mjög leitt að þurfa að taka svo stóra ákvörðun, en þetta er gert með velferð íbúanna okkar að leiðarljósi og biðjum við fólk að sýna þessari ákvörðun virðingu og skilning. Það er ljóst að það getur reynst íbúa mjög erfitt að fá ekki heimsóknir frá ættingjum sínum og á sama hátt getur það reynst ættingjum íbúans mjög erfitt að heimsækja hann ekki.  Það er samt nauðsynlegt að grípa til þessara ráðstafana til að koma í veg fyrir að íbúi veikist af veirunni og eins geta smit borist frá ættingjum eins íbúa til annars íbúa.

Jafnframt verður umferð allra annarra en nauðsynlegs starfsfólks á vakt takmörkuð inn á Hrafnistuheimilin. Það á sem dæmi við um birgja með vörur, iðnarðarmenn og aðra sem þurfa að koma inn á heimilin og hafa verið gerðar sérstakar reglur um það. Við bendum ykkur á að hafa samband símleiðis við vaktstjóra ykkar deildar. Einnig er mikilvægt að þið kynnið ykkur upplýsingar og leiðbeiningar á vef Landlæknisembættisins https://www.landlaeknir.is/ Þar eru greinargóðar upplýsingar og leiðbeiningar tengdar stöðu málar, en þær geta breyst frá degi til dags.

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar getið þið sent tölvupóst á Bjarney Sigurðardóttur sýkingavarnarstjóra Hrafnistu This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringið í vaktstjóra á viðkomandi deild.

Neyðarstjórn Hrafnistu

Vaka Reynisdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Vaka, Hrefna, Sólborg og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Vaka Reynisdóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Vaka, Hrefna Ásmundsdóttir hjúkrunardeildarstjóri, Sólborg Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi. 

 

Lesa meira...

Síða 3 af 127

Til baka takki