Fréttasafn

Elesía Daisog Bragason 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Eygló, Elesía og Sigrún.
Lesa meira...

 

Elesía Daisog Bragason, starfsmaður í aðhlynningu á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Eygló Tómasdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi, Elesía og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður á Hrafnistu Laugarási.

 

Lesa meira...

María Kristín Jónsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

María Kristín Jónsdóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási, Eygló Tómasdóttir deildarstjóri á Lækjartorgi, Pétur forstjóri Hrafnistu, María Kristín og Birna María Einarsdóttir aðstoðardeildartjóri. 

 

Lesa meira...

Jóhanna Bjarnadóttir 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sveindís, Jóhanna, Hjördís og Pétur.
Lesa meira...

 

Jóhanna Bjarnadóttir, starfsmaður í aðhlynningu á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Sveindís Skúladóttir aðstoðardeildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni, Jóhanna, Hjördís Ósk Hjartardóttir deildarstjóri og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Sumargrill Ísafoldar var haldið þann 14. ágúst síðastliðinn. Eins og í fyrra skein sólin glatt á gesti grillveislunnar á Ísafold þetta sumarið. Það er ómentanlegt að geta boðið íbúum okkar tilbreytingu og gleði sem svo sannalega var gert þennan dag af starfsmönnum Ísafoldar. Hólmfríður Alda Sigurjónsdóttir spilaði á harmonikku af sinni alkunnu snilld undir borðhaldi.

Á svona viðburði leggjast allir á eitt og fá starfsfólk Ísafoldar og kokkarnir frá eldhúsinu og Múlakaffi sérstakar þakkir fyrir sitt framlag.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

 

Fimmtudaginn 15. ágúst var haldið sumargrill fyrir íbúa, starfsmenn og aðra gesti á Hrafnistu Skógarbæ. Það má segja að íslenska veðrið hafi verið að sýna sig en við fengum á okkur sól og rigningu á meðan við borðuðum dýrindis mat sem var grillaður fyrir okkur.

Það skiptir máli í daglegu lífi að gera sér dagamun. Það mátti sjá að íbúar og starfsmenn skemmtu sér vel, hrósuðu matnum og sungu með harmonikkutónum frá Elsu í félagsstarfinu.

Kærar þakkir fá grillmeistarar frá Múlakaffi og allir starfsmenn Skógarbæjar.

 

Lesa meira...

Ráðstefna FSÍÖ 2019

Lesa meira...

Ráðstefna FSÍÖ (Félag stjórnenda í öldrunarþjónustu)  2019 fer fram í Færeyjum laugardaginn 7. september nk.

 

Dagskráin verður fjölbreytt eins og sjá má með því að smella hér 

 

 

Lesa meira...

Nýtt skipulag á eldhúsi Hrafnistu Reykjanesbæ

Lesa meira...
Vegna vaxandi umsvifa og aukinna krafna, hefur verið ákveðið að nýtt skipulag á starfsemi eldhúss Hrafnistu í Reykjanesbæ taki gildi frá og með deginum í dag, 12. ágúst 2019. Samkvæmt nýja skipulaginu mun fagmenntaður matreiðslumaður framvegis stýra allri daglegri starfsemi í eldhúsi Hrafnistu í Reykjaensbæ sem staðsett er á Nesvöllum en eldhúsið er rekið sem undirdeild undir eldhúsi Hrafnistu í Laugarási. Umfang eldhúss Hrafnistu í Reykjanesbænum hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu árum, en auk þess að sjá um mat fyrir hjúkrunarheimilin Nesvelli og Hlévang í Reykjanesbæ, býður eldhúsið gestum þjónustumiðstöðvarinnar á Nesvöllum upp á hádegismat á virkum dögum, eldar hádegismat fyrir þjónustuþega félagsþjónustu Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar og sinnir ýmsum fleiri verkefnum.
 

Fannar Arnarsson
Lesa meira...

Í nýtt starf stjórnanda eldhússins Hrafnistu í Reykjanesbæ hefur verið ráðinn Fannar Arnarsson matreiðslumaður og hefur hann störf 13. ágúst.
 
Fannar lauk námi matreiðslumanns árið 2015 frá Menntaskólanum í Kópavogi. Hann hefur meðal annars starfað sem matreiðslumaður hjá Grand Hótel og fyrirtækinu Ráðlagður dagsskammtur. Fannar var eigandi og matreiðslumaður hjá Matarkompaní á árunum 2016-2019. 
 
Margrét Hermannsdóttir sem stýrt hefur eldhúsi Hrafnistu í Reykjanesbæ hefur látið af störfum og eru henni þökkuð góð störf í þágu Hrafnistu.
 
Við hjá Hrafnistu erum sannfærð um að þessi breyting mun leiða til aukinnar og bættrar þjónustu fyrir íbúa, starfsfólk og aðra Suðurnesjamenn sem njóta þjónustu Hrafnistu.
 
Þuríður Elísdóttir
Forstöðumaður Hrafnistu Nesvalla og Hlévangs

Nýr deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...
Gígja Þórðardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Laugarási
 
frá 1. september n.k. Gígja lauk B.Sc. prófi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 2000
 
og MBA námi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017.
 
Gígja hefur víðtæka reynslu úr heilsugeiranum.
 
Hún starfaði síðast sem Hopitality manager á Hótel íslandi og framkvæmdastjóri Heilsu og Spa
 
 
 
Við bjóðum Gígju velkomna til starfa.

Grillað í blíðunni í Laugarásnum

Lesa meira...

Í gær, fimmtudaginn 8. ágúst, var slegið upp grillveislu í garðinum við Hrafnistu í Laugarásnum. Íbúum, starfsfólki og öðrum veislugestum var boðið upp á grillað lambakjöt og kjúkling ásamt tilheyrandi meðlæti og auvitað fengu allir ís á eftir. Um 300 manns nutu veðurblíðunnar þar sem þessar skemmtilegu myndir voru teknar.

Lesa meira...

Síða 7 af 117

Til baka takki