Fréttasafn

Magnús Margeirsson 40 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Magnús Margeirsson hefur starfað á Hrafnistu í 40 ár, lengst af sem yfirmartreiðslumaður eldhúsa Hrafnistuheimilanna. Um leið og við óskum honum til hamingju með áfangann er honum þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hann hefur sýnt heimilinu alla tíð.

 

Haldið var upp á þessi tímamót Magnúsar í gær þar sem Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu og Oddgeir Reynisson rekstrarstjóri afhentu Magnúsi m.a. gjöf frá Hrafnistu. 

 

Lesa meira...

Jón Hjörleifur Jónsson færir Hrafnistu Hraunvangi málverk að gjöf

Lesa meira...

 

Jón Hjörleifur Jónsson heimilismaður á Ægishrauni afhenti Hrafnistu málverk eftir Gunnar Hjaltason. Sveindís Skúladóttir aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri tók við gjöfinni og voru dóttir Jóns og tengdasonur viðstödd.

Gunnar Hjaltason var Hafnfirðingur og starfaði hann sem silfursmiður og málari.

 

Hrafnista þakkar Jóni Hjörleifi og fjölskyldu kærlega fyrir veglega gjöf.

 

Lesa meira...

Hátíðarhöld Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði

Lesa meira...

Hátíðarhöld Sjómannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði 2. júní 2019 fóru fram með hefðbundnum hætti. Hátíð hafsins sem haldin var 1. og 2. júní á Grandagarði fór vel fram og hefur hátíðin stækkað og eflst með hverju árinu. Sjómannadagsráð vill þakka styrktaraðilum hátíðarinnar, Faxaflóahöfnum og HB Granda, sem og Concept Events sem skipuleggur hátíðina.


Á Sjómannadaginn í Reykjavík, hófst dagskráin með stuttri athöfn við Fossvogskirkju, þar sem heiðursvörður frá Landhelgisgæslunni lagði blómsveig að Minningaröldum Sjómannadagsráðs. Því næst er hátíðarmessa í Dómkirkjunni. Eftir hádegi var dagskrá á Grandagarði þar sem Hilmar Snorrason skipstjóri og skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra, fluttu erindi. Hálfdan Henrysson, stjórnarformaður Sjómannadagsráðs heiðraði þá Kristján S. Birgisson, Elís Heiðar Ragnarsson og Guðjón Ármann Einarsson. Óskum við þeim innilega til hamingju. Karlakór Kjalnesinga flutti nokkur lög. Kynnir var Gerður G. Bjarklind.


Í Hafnarfirði var dagskráin sömuleiðis með hefðbundnum hætti. Hún hófst með athöfn við Víðistaðakirkju þar sem lagður var blómsveigur að Altari sjómannsins, sem er minnisvarði um horfna sjómenn, eftir Erling Jónsson myndhöggvara, reist 1993 og var það Ásta Magnúsdóttir ekkja Júlíusar Sigurðssonar skipstjóra sem bar blómsveiginn. Mikið var um að vera við smábátahöfnina og á bryggjunum þar í kring. Karel Karelsson og Lúðvík Geirsson heiðruðu þá Jón Kristinn Jónsson, Ara E. Jónsson, Gabríel Guðmundsson og Gunnar Jónsson.
Vill Sjómannadagsráð þakka þeim ótalmörgu sem leggjast á eitt við að gera þennan dag eins veglegan og raun bar á.

 

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

 

Anna María Bjarndóttir hefur verið ráðin sem deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Sléttuvegi frá 1. september nk.

Anna María útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc. frá Háskóla Íslands árið 2012. Hún lauk diplóma í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu frá HÍ árið 2018. Anna María hefur starfað á Hrafnistu í Laugarási frá árinu 2009 á hinum ýmsu deildum og nú síðast sem aðstoðardeildarstjóri á Miklatorgi.

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Starfsafmæli á Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

 

Þann 6. júní sl. hélt Hrafnista í Skógarbæ vorgrill fyrir starfsmenn á heimilinu. Um 90 manns mættu og boðið var upp á veitingar frá Grillmeistaranum. Sú hefð hefur skapast undanfarin ár á Skógarbæ að afhenda starfsafmælisgjafir á þessum viðburði.

Í ár fengu 8 starfsmenn starfsafmælisgjafir.

 

20 ár

                               Guðmunda I. Júlíusdóttir

                               Paula Holm

                               Valgerður Ósk Ottósdóttir

15 ár

                               Sigríður Bjarney Jónsdóttir

                               Þóra Jónsdóttir

10 ár

                               Jeraldine Tolo Torres

                               Maria Angelina Axelsson

                               Sunata Phonman

 

Hrafnista þakkar þessum starfsmönnum fyrir þeirra framlag til Skógarbæjar og hlakkar til áframhaldandi samstarfs.

 

Lesa meira...

Síða 10 af 117

Til baka takki