Fréttasafn

Hrafnista formlega tekin við rekstri hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg

Lesa meira...

Í gær var stór dagur í sögu Hrafnistu, og hjá eiganda Hrafnistu Sjómannadagsráði, sem þá tók við rekstri á 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Fossvoginum. Við stutta athöfn var hjúkrunarheimilið formlega afhent af verktaka til eigenda, sem eru Reykjavíkurborg og íslenska ríkið, sem afhenti svo heimilið til okkar á Hrafnistu.

Heimilið mun án efa hjálpa til við lausnir eldra fólks hér á landi sem býður eftir rými á hjúkrunarheimili. En eins og komið hefur fram í fréttum undanfarin misseri er þörfin mikil og því mikil pressa á okkur víða að úr samfélaginu.

Hrafnista á Sléttuvegi er áttunda Hrafnistuheimilið og í gærmorgun mættu 50 fyrstu starfsmennirnir til starfa til viðbótar við þá 10 stjórnendur sem þegar höfðu hafið störf. Starfsmannahópsins bíða mörg verkefni áður en fyrstu íbúarnir geta flutt inn. Setja þarf upp allan lausabúnað, húsgögn, vörur, allt frá hnífapörum, bleium og kryddi upp í lyftara, húsgögn og uppþvottavélar. Formleg vígsla verður á húsnæðinu um næstu mánaðarmót.

Gaman er að segja frá því að hjúkrunarheimilið er framkvæmd sem er bæði á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.  

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Nesvöllum í Reykjanesbæ

Lesa meira...

 

Hrafnista var með sitt árlega þorrablót á Nesvöllum í dag þar sem íbúar, starfsmenn og aðrir gestir áttu notalega samverustund. Þorramaturinn var verulega góður og var honum skolað niður með íslensku brennivíni og malt og appelsín blöndu. Félagar úr harmonikkufélagi Suðurnesja þöndu nikkuna um allt hús, veislugestum til mikillar gleði. Það er alltaf  gaman að slá upp veislu og gera sér glaðan dag.

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Skógarbæ

Lesa meira...

 

Í dag, föstudaginn 31. janúar var haldið fyrsta Hrafnistu þorrablótið í Skógarbæ. Heimilisfólk, gestir og starfsmenn voru sátt við að fá þorramat og var honum að sjálfsögðu skolað niður með íslensku brennivíni.

Bragi Fannar vinur okkar kom og spilaði á nikkuna og allir tóku vel undir, þá sérstaklega þegar sungið var  Í Hlíðarendakoti.

 

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Þorrablót Hrafnistu Ísafoldar fór fram í hádeginu á bóndadaginn 24. janúar. Borðin svignuðu undan kræsingum, salurinn var fallega skreyttur og starfsmenn gengu um beina í fallegum þjóðbúningasvuntum og með skotthúfur. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson héldu tónleika yfir borðhaldi við mikinn fögnuð viðstaddra. Þá fluttu þau: Minni karla og minni kvenna, þorraþræl og fleiri lög sem tengjast hátíðinni. Allir karlmenn fengu rós í tilefni dagsins, en um 120 manns mættu á blótið þannig að það var þétt setinn bekkurinn. Bestu þakkir eru færðar til allra sem komu að þessum fallega degi.

 

Lesa meira...

Samstarf Hrafnistu við nýsköpunarfyrirtækið Kerecis

Lesa meira...

Ker­ecis er margverðlaunað nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki sem vinnur að fjölbreyttri vöruþróun sem tengist húð- og vefja­við­gerð­um. Meg­in­stefið í starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins er hag­nýt­ing á nátt­úru­legum efnum sem styðja við end­ur­sköpun húðar og lík­amsvefja, meðal annars að græða sár. Fyr­ir­tækið er með höf­uð­stöðvar og fram­leiðslu á Ísa­firði og hóf rekstur fyrir um 10 árum. Megin starfsemin og flestir starfsmenn eru staðsettir erlendis.

Tveir læknar fyrirtækisins hér á landi, þeir Baldur Tumi Baldursson og Hilmar Kjartansson, hafa undanfarna mánuði verið að aðstoða Hrafnistu í Hraunvangi við að græða mjög erfitt sár á íbúa þar. Sem betur fer gengur það vel. Það er mjög gott að eiga þessa aðila að og vonandi verður frekara framhald á samstarfinu.

 

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, María Fjóla Harðardóttir framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður á Hrafnistu Hraunvangi funduðu með þeim Baldri og Hilmari á dögunum.

 

Lesa meira...

Fylgiblað Fréttablaðsins um konur í atvinnulífinu

Lesa meira...

Það er gaman að segja frá því að í fylgiblaði Fréttablaðsins, sem kom út fimmtudaginn 23. janúar og fjallaði um konur í atvinnulifinu, var rætt við þær konur sem sitja í framkvæmdaráði Hrafnistu. Í umfjöllun um Hrafnistu kemur fram að af 12 æðstu stjórnendum Hrafnistuheimilanna eru níu konur. Þetta eru þær Berglind Björk Hreinsdóttir, Anný Lára Emilsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Þuríður I. Elísdóttir, Hrönn Ljótsdóttir, María Fjóla Harðardóttir, Valgerður K. Guðbjörnsdóttir, Rebekka Ingadóttir og Árdís Hulda Eiríksdóttir. 

Á meðfylgjandi myndum má lesa viðtölin sem tekin voru við Íslands Hrafnistu konur.  

 

Lesa meira...

Myndir frá þorrablóti Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Föstudaginn 24. janúar, á sjálfan bóndadaginn, var haldið árlegt þorrablót á Hrafnistu Laugarási. Heimilisfólk og gestir mættu í sínu fínasta pússi og glatt var á hjalla. Um veislustjórn og tónlist sáu hin rómuðu Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Davíð Sigurgeirsson. Við fengum starfsfólk okkar, þau Bjarneyju Sigurðardóttur til að flytja minni karla og Valgeir Elíasson til að flytja minni kvenna og fórst þeim það vel úr hendi. Bragi Fannar harmónikkuleikari sló svo botninn í blótið. Allnokkrir höfðu á orði að þetta væri besti Þorramatur sem þeir hefðu bragðað. Við færum öllum gestum, heimilisfólki, starfsfólki og ekki síst kokkunum bestu þakkir fyrir frábært kvöld.

 

Lesa meira...

Malbikað við nýtt hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg

Lesa meira...

 

Það er mikið um að vera á Sléttuvegi þessa dagana en í lok febrúar mun Hrafnista opna þar nýtt hjúkrunarheimili með 99 rýmum. Í vikunni var malbikað við aðalinnganginn að þjónustumiðstöðinni Sléttunni og hjúkrunarheimili Hrafnistu. Það er ekki oft sem það er malbikað í janúar og þurfti verktakinn, Stéttarfélagið, að ræsa malbikunarstöðina fyrir verkefnið.

 

Lesa meira...

Guðbjörg Bjarnadóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Árdís Hulda, Guðbjörg og Pétur.
Lesa meira...

Guðbjörg Bjarnadóttir, starfsmaður í sjúkraþjálfun á Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Guðbjörg og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 6 af 127

Til baka takki