Fréttasafn

Guðrún María Helgadóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Sigurður, Sólborg, Guðrún og Árdís Hulda.

 

Guðrún María Helgadóttir, sjúkraliði á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Sigurður Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs, Sólborg Tryggvadóttir aðstoðardeildarstjóri á Báruhrauni, Guðrún María og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi. 

 

Lesa meira...

Tónleikar á 17. júní

 

Á 17. júní héldu Stefán Helgi óperusöngvari og Helgi Már píanóleikari tónleika á Hrafnistu Hraunvangi og á Hrafnistu Sléttuvegi héldu Böddi Reynis og Kristina Bærendsen tónleika á kaffihúsi Sléttunnar. Báðir tónleikarnir vöktu mikinn fögnuð með viðstaddra. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna. 

 

Lesa meira...

Sjómannadagurinn 2020 á Hrafnistuheimilunum

Dvalarheimili aldraðra sjómanna (D.A.S.) Hrafnista tók til starfa í Reykjavík á Sjómannadaginn 2. júní 1957. Tveimur áratugum síðar, á Sjómannadaginn 5. júní 1977, hóf Hrafnista í Hafnarfirði sína starfsemi. Heimilin eru bæði í eigu Sjómannadagsráðs.
Við á Hrafnistu höldum því ætíð hátíðlega upp á Sjómannadaginn en í ár var hann haldinn með breyttu sniði því ekki var opið hús eins og venja hefur verið í gegnum tíðina út af samkomu takmörkunum. Hrafnistuheimilin voru samt sem áður í skeytt í fullum hátíðarskrúða í tilefni dagsins. 

Á Hrafnistu í Laugarási lék Lúðrasveit Reykjavíkur út í garði, hátíðarmessa fór fram og harmonikkuleikur hljómaði um húsið. Gestir og heimilisfólk nutu sín við veisluföng og ljúfan dag.

Dagurinn á Hrafnistu Hraunvangi hófst á því að Lúðrasveit Hafnafjarðar spilaði á bílaplaninu fyrir utan. Því næst var hátíðarhelgistund í Menningarsalnum. Silfursveiflan kom kl. 14.30 og spilaði dásamlega fallega í Menningarsalnum við góðar undirtektir. Harmonikkuleikarar úr DASbandinu fóru upp á hæðir og spiluðu á meðan á hátíðarkaffi stóð þar sem boðið var upp á brauðtertu, marengstertu og kleinur. Og síðast en alls ekki síst var bíósýning í Menningarsalnum um sjómannadag síðustu ára í Hafnarfjarðabæ.

Á Hrafnistu í Boðaþingi var haldið upp á daginn með stuðboltunum okkar, Svenna og Hjördísi Geirs. Það var sungið, dansað og hlegi

Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur á Nesvöllum og Hlévangi. Hátíðar helgistund var í umsjón Brynju Vigdísar og hluti af kirkjukór Njarðvíkurkirkju kom með og söng nokkur lög. Bandið Heiður kom og var með tónlistarskemmtun á hverri hæð og spilaði og söng og hélt uppi góðri stemningu fyrir íbúa og starfsmenn.

Á Hrafnistu Sléttuvegi hélt KK uppi stuðinu með skemmtilegum tónleikum við mikinn fögnuð viðstaddra.

Í hádeginu var boðið upp á dýrindis kótilettur og ís í eftirrétt. Við þökkum öllum þeim sem komu að því að gera daginn litríkan og skemmtilegan.

 

Lesa meira...

Barnakór Vídalínskirkju í heimsókn á Hrafnistu

 

Barnakór Vídalínskirkju söng fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Hraunvangi í Hafnarfirði og á Hrafnistu Ísafold í Garðabæ þann 16. júní. Börnin sungu dásamlega og lagavalið var skemmtilegt. Þau Jóhanna Guðrún og Davíð leiddu kórinn og í lokin söng Jóhanna „Heyr mína bæn“ og vakti það mikla ánægju meðal áhorfenda. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna.

 

 

Lesa meira...

Kartöflurækt, sumrablóm og listsköpun á Hrafnistu

 

Lífið er farið að ganga sinn vanagang á Hrafnistu. Söngstundir og útivist eru daglegir viðburðir og listahópur, tálgun og æfingasalur fastir liðir. Kartöflur voru settar niður á Hrafnistu í Boðaþingi óvenju seint í ár og veðrið lék ekki beint við kartöfluræktendur. Lundin var hins vegar létt og handbragðið gott.

Á Nesvöllum og á Hlévangi hafa íbúar og starfsólk plantað sumarblómum og eins nýttu íbúar í Skógarbæ tækifærið í blíðviðrinu um daginn og settu niður sumarblómin hjá sér. 

Á Hrafnistu Hraunvangi er listahópurinn kominn á fullt í að sinna sínum verkefnum í listinni.

 

Lesa meira...

Tónlistarfólk tíðir gestir á Hrafnistuheimilunum

 

Við á Hrafnistu erum svo lánsöm að reglulega kíkir til okkar tónlistarfólk sem léttir okkur lund. Á dögunum söng Valdimar Guðmundsson ásamt Erni Eldjárn nokkur hugljúf lög fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Boðaþingi. Einn íbúi okkar sagði frá því að hún væri búin að vera aðdáandi Valdimars lengi en átti ekki von á því að ná tónleikum hjá honum héðan af! Það er ekki slæmt að ná að uppfylla drauma á hvunndags eftirmiðdegi. Við þökkum þeim Valdimar og Erni kærlega fyrir komuna og tónlistarflutninginn.

Á Hrafnistu í Reykjanesbæ kíkti bandið Heiður í heimsókn og Bragi Fannar kom við og lék á nikkuna af sinni alkunnu snilld. Kærar þakkir fyrir ykkar framlag við að gleðja íbúa og starfsfólk Hrafnistu.

 

Valdimar og Örn syngja fyrir íbúa og starfsfólk á Hrafnistu í Boðaþingi

Bandið Heiður í heimsókn á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi í Reykjanesbæ 

Lesa meira...

Nýr mannauðsstjóri Hrafnistuheimilanna

 

Jakobína H. Árnadóttir hefur verið ráðin í starf mannauðsstjóra Hrafnistuheimilanna og mun hún hefja störf um miðjan ágúst. Jakobína er með BA gráðu í sálfræði, meistaragráðu í heilsusálfræði ásamt diplóma í mannauðsstjórnun.

Jakobína hefur víðtæka reynslu af mannauðsmálum og stjórnun. Hún starfaði m.a. sem mannauðsstjóri Fjármálaeftirlitsins og sem sviðsstjóri og ráðgjafi hjá Capacent með áherslu á mannauðsmál. Hún hefur jafnframt sinnt kennslu á sviði vinnuheilsusálfræði.

Við hlökkum til að vinna með Jakobínu og bjóðum hana hjartanlega velkomna í fjöruga hópinn hér á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Guðrún Helgadóttir rifjar upp fyrsta sjómannadaginn árið 1938

 

Öllum hátíðarhöldum í tilefni sjómannadagsins var aflýst á höfuðborgarsvæðinu í ár vegna COVID-19. Vísir ræddi við Guðrúnu Helgadóttur í dag í tilefni dagsins en Guðrún var gift Helga Guðmundssyni sjómanni og eignuðust þau sex börn. 

 

Viðtal við Guðrúnu Helgadóttur: Hin 100 ára Guðrún rifjar upp fyrsta sjómannadaginn

Hin 100 ára Guðrún rifjar upp fyrsta sjómannadaginn

Sjómannadagurinn fer fram með óhefðbundnum hætti í dag vegna kórónuveirunnar. Engin hátíðarhöld eru í Reykjavík en á landsbyggðinni eru hátíðarhöld víðast hvar minni en alla jafna. Dagurinn hófst á sjómannamessum víða um land. Meðal annars í Víðistaðakirkju þar sem séra Bragi Ingibergsson þjónaði fyrir altari. Víðast hvar hefur hátíðarhöldum verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Í Hrísey fóru hátíðarhöld þó fram með heldur óbreyttu sniði.

Guðrún Helgadóttir er 100 ára og man vel eftir fyrsta sjómannadeginum sem haldinn var árið 1938. „Þetta var yndislegur dagur, það var gott veður og það voru allir svo kátir og hlæjandi,“ sagði Guðrún Helgadóttir. „Það voru heilmikil hátíðarhöld en skal ég segja þér ég er bara farin að gleyma því. Ég man svo vel þegar ég skokkaði niður Hverfisgötuna í gula kjólnum og við vorum svo ánægð,“ sagði Guðrún. Hún var gift Helga Guðmundssyni sjómanni og man hún hve stoltur hann var af deginum. „og þá sagði hann: Nú eigum við sjómennirnir dag. Það var svolítið stolt í þessum orðum,“ sagði Guðrún. Þau Helgi Guðmundsson eignuðust sex börn. Hennar hlutverk var að sjá um heimilið á meðan hann var á sjó. „Ég var heima bara og hugsaði um börn og buru og sá um heimilið þegar maðurinn minn var úti á sjó,“ sagði Guðrún. „Hvað ætlar þú að gera í dag, í tilefni dagsins? Ekkert sérstakt. Ég er búin að borða hér fínan hádegismat. Ég veit ekkert hvort við Ellý dóttir mín spilum kannski Marías,“ sagði Guðrún. Hún óskar sjómönnum til hamingju með daginn. „Ég vil óska þeim öllum til hamingju. Nú á ég færri ættingja á sjónum en áður. Pabbi minn átti bara árabát þegar ég man fyrst eftir mér svo ég hef vaxið upp með ýmsu,“ sagði Guðrún.

 

Lesa meira...

Síða 2 af 133

Til baka takki