Fréttasafn

Nýr deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

íris Huld Hákonardóttir
Lesa meira...

 

Íris Huld Hákonardóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar Hrafnistu Hraunvangi frá 1. júní n.k. Íris Huld lauk árið 2006 B.Sc prófi í sjúkraþjálfun frá CVU Øresund í Kaupmannahöfn og árið 2000 B.Ed prófi sem íþóttakennari frá Kennaraháskóla Íslands. Hún hefur frá árinu 2011 starfað sem sjúkraþjálfari hjá Hrafnistuheimilunum og sinnt m.a. starfi heilsufulltrúa.

 

Lesa meira...

Miheret Soka 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Pétur og Miheret.
Lesa meira...

 

Miheret Soka, félagsliði á Sólteig/Mánateig Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Meðfylgjandi mynd var tekin þegar Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu afhenti Miheret 10 ára starfsafmælisgjöfina nú á dögunum. 

 

 

Lesa meira...

Nýr hjúkrunardeildarstjóri á Báruhrauni Hrafnistu Hraunvangi

Hrefna Ásmundsdóttir
Lesa meira...

 

Hrefna Ásmundsdóttir, sem gegnt hefur starfi aðstoðardeildarstjóra á Ölduhrauni á Hrafnistu Hraunvangi, hefur verið ráðin sem hjúkrunardeildarstjóri á Báruhrauni frá 2. maí n.k.

Hrefna útskrifaðist með B.Sc. próf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2010 og leggur nú stund á nám í hjúkrunarstjórnun með áherslu á rekstur og mannauðsmál.

 

 

 

 

 

 

Lesa meira...

Svanhvít Guðmundsdóttir verður deildarstjóri dagdvalar á Hrafnistu Ísafold

Lesa meira...

 

Svanhvít Guðmundsdóttir sjúkraliði verður deildarstjóri dagdvalar á Hrafnistu Ísafold frá mánudeginum 1. apríl nk.  Svanhvít útskrifaðist sem sjúkraliði í desember 2001 og vann þá á Hrafnistu Hraunvangi til ársins 2012. Svanhvít hefur starfað á Ísafold frá árinu 2014 og frá 2018 sem verkstjóra sjúkraliði á Snæfelli og Ásbyrgi. Við bjóðum Svanhvíti velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Lions bingó á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í gær var haldið annað Lions bingóið á árinu. Það voru Lions klúbbarnir Ásbjörn og Kaldá sem héldu utan um og stjórnuðu því. Glæsilegir vinningar voru í boði. Sumir voru þó heppnari en aðrir og unnu oftar en einu sinni. Það fór samt engin tómhentur heim því allir fengu pakka af súkkulaðirúsínum að gjöf í lokin. Við þökkum Lionsklúbbunum kærlega fyrir komuna og okkur.

 

Lesa meira...

Skólakór frá Bandaríkjunum í heimsókn á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Í morgun kom skólakórinn McLean high school chours í heimsókn á Hrafnistu Hraunvang í Hafnarfirði. Skólakórinn kemur frá Washington í Bandaríkjunum og sungu þau fjölbreytt lög, meðal annars frá Spáni, Japan, Afríku og Ástralíu. Það var virkilega gaman að fá þau í heimsókn og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Hægt er að hlýða á kórinn með því að smella á linkinn hér fyrir neðan:

https://www.facebook.com/handverksheimili/videos/346740212853112/

 

Lesa meira...

Breytingar í hópi æðstu stjórnenda Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

Lesa meira...Framundan eru breytingar í hópi æðstu stjórnenda Hrafnistuheimilanna.

Rebekka Ingadóttir, Anný Lára Emilsdóttir og Valgerður K. Guðbjörnsdóttir hafa verið ráðnar í stöður forstöðumanna á Hrafnistu og Dagný Jónsdóttir í nýja stöðu hjúkrunardeildarstjóra.
 

 

 

Lesa meira...


Rebekka verður forstöðumaður Hrafnistu Skógarbæjar

Eins og kynnt var á þriðjudag hefur nú verið ákveðið að Hrafnista taki við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar í Reykjavík frá og með 1. maí næstkomandi. Rebekka Ingadóttir hefur verið ráðin forstöðumaður heimilisins. Skógarbær hóf starfsemi árið 1997 og er heimili með 81 hjúkrunarrými, þar af eru nokkur sérstök rými fyrir unga íbúa. Rebekka lauk BS prófi í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 2008. Hún hefur unnið á Hrafnistu í tæp 10 ár, fyrst í aðhlynningu með menntaskóla og svo frá árinu 2010 á Hrafnistu Boðaþingi. Þar byrjaði hún sem almennur hjúkrunarfræðingur, tók svo við stöðu aðstoðardeildarstjóra árið 2011 og hefur svo starfað sem deildarstjóri frá árinu 2013. Rebekku bíður spennandi verkefni að tengja Skógarbæ inn í Hrafnistufjölskylduna.

 


Lesa meira...
Anný Lára verður forstöðumaður Hrafnistu Boðaþingi

Anný Lára Emilsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hrafnistu Boðaþingi frá og með 1. maí. Anný Lára er með meistarapróf í hjúkrun frá Háskóla Íslands og sérfræðileyfi í öldrunarhjúkrun. Hún hefur starfað við öldrunarþjónustu í rúm 20 ár, bæði á hjúkrunarheimilum, við heimahjúkrun og á Landspítalanum. Hún hóf störf á Hrafnistu fyrir tæpum fjórum árum þegar hún tók við deildarstjórastöðu á Báruhrauni, Hraunvangi. 

Anný Lára mun taka við krefjandi starfi á einu vinsælasta hjúkrunarheimili landins. Vonast er til að hönnun viðbyggingar við hjúkrunarheimilið hefjist á þessu ári en til stendur að bæta loks seinni áfanga við húsnæðið (64 rýmum) þannig að heimilið verði 108 rýma hjúkrunarheimili í lok framkvæmdatíma, sem verður vonandi innan mjög fárra ára. Anný mun leiða Hrafnistu í þessum breytingum ásamt því að  tengja núverandi starfsemi við komandi stækkun og breytingar sem því tengjast.
 

Lesa meira...


Valgerður verður forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegi

Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður Hrafnistu Sléttuvegar frá og með 1. maí. Valgerður hefur stúdendtpróf af sjúkraliðabraut, er hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands og hefur lokið diplóma gráðu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í heilbrigðisþjónustu. Hún starfaði fyrst á Kleppsspítala en hefur unnið nánast óslitið á Hrafnistu í Laugarási síðan árið 2002. Fyrst sem almennur hjúkrunarfræðingur (2004-2007), svo aðstoðardeildarstjóri (2007-2013) og loks sem deildarstjóri á Miklatorgi frá janúar 2013.

Valgerðar býður spennandi starf en eins og kunnugt er rýs nú nýtt 99 rýma hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Fossvogi í Reykjavík. Áætlað er að heimilið hefji starfsemi um næstu áramót en til þess að svo megi verða þarf að vinna hratt og vel, fjöldamörg handtök við undirbúning. Ber þar sjálfsagt hæst ráðining á hátt í 200 starfsmönnum og skipulag starfseminnar sem þarf auðvitað að liggja fyrir þegar fyrstu íbúarnir flytja inn.
 

Lesa meira...
Dagný verður hjúkrunardeildarstjóri á Hrafnistu Sléttuvegi

Dagný Jónsdóttir hefur verið ráðin hjúkrunardeildarstjóri Hrafnistu Sléttuvegi. Dagný hóf störf á Hrafnistu árið 2004 og starfaði sem sjúkraliði bæði á Vífilsstöðum og í Boðaþingi. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskólanum á Akureyri árið 2014. Árið 2016 var hún ráðin aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Laugarási og síðar sama ár tók hún við deildarstjórastöðu á nýsameinaðri hjúkrunardeild Sólteigs og Mánateigs í Laugarásnum. Dagný tekur við starfi sínu á Sléttuvegi í september og kemur þá í hópinn með Valgerði.
 

 

Lesa meira...

Hrafnista tekur við rekstri hjúkrunarheimilisins Skógarbæjar

Frá undirritun í Skógarbæ fyrr í dag.
Lesa meira...

 

Sjálfseignastofnunin Skógarbær, sem á og rekur samnefnt hjúkrunarheimili við Árskóga í Reykjavík, hefur undirritað samning við Sjómannadagsráð, eiganda Hrafnistu, um að Hrafnista taki formlega við rekstri hjúkrunarheimilisins þann 2. maí næstkomandi. Rekstur og skuldbindingar starfseminnar munu áfram hvíla hjá Skógarbæ, en Hrafnista tekur yfir að stjórna og reka hjúkrunarheimilið.

Í dag og á næstunni verða haldnir kynningarfundir fyrir starfsfólk, heimilisfólk og aðstandendur vegna breytinganna þar sem starfsemi og hugmyndafræði Hrafnistu verður kynnt. Mannauðsstefna Hrafnistu mun gilda í Skógarbæ líkt og á öðrum Hrafnistuheimilum og engin breyting verður á ráðningarsambandi við starfsfólk sem áfram verður við Skógarbæ. Starfseminni verður háttað í samræmi við hugmyndafræði Hrafnistu þar sem áhersla er lögð á andlega, líkamlega og félagslega vellíðan íbúanna.

Rebekka Ingadóttir, sem stýrt hefur málum Hrafnistu í Boðaþingi undanfarin ár, hefur verið ráðinn forstöðumaður Skógarbæjar frá 1. maí.

Á samningstímabilinu, sem er til að byrja með til ársloka 2020, verður Hrafnista Skógarbæ sjálfstæður hluti rekstrarsamstæðu Sjómannadagsráðs. Í samningnum felst einnig nýting og rekstur á hluta af húsnæði félagsmiðstöðvarinnar Árskóga sem samtengd er hjúkrunarheimilinu og rekin er af Reykjavíkurborg að hluta. Við lok núgildandi samningstíma endurnýjast samningurinn sjálfkrafa til tveggja ára í senn þar til nýr samningur hefur verið undirritaður eða honum sagt upp með samningsbundnum fyrirvara.

Skógarbær er hjúkrunarheimili skammt frá Mjódd í Reykjavík, stofnsett árið 1997 með 81 hjúkrunarrými. Þar er meðal annars sérstök þjónusta fyrir unga hjúkrunaríbúa. Aðilar og stofnendur að sjálfseignarstofnuninni eru Reykjavíkurborg, Rauði Krossinn í Reykjavík og Efling stéttarfélag.

Skógarbær verður sjöunda Hrafnistuheimilið.

 

Lesa meira...

Síða 9 af 111

Til baka takki