Fréttasafn

Pílukastkeppni á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

Í gær var pílukastkeppni haldin hátíðleg í Menningarsal Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Verðlaun voru veitt fyrir efstu 3 sætin auk þess sem stig fyrir árið 2019 voru tekin saman.  Þau þrjú stigahæstu fengu sömuleiðis verðlaun. Það var góð mæting og mikið fjör eins og meðfylgjandi myndir sýna. 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hraunvangi Hafnarfirði

Lesa meira...

 

Hildur Dögg Ásgeirsdóttir hefur verið ráðinn aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Bylgjuhrauni Hrafnistu Hraunvangi. 

Hildur lauk  B.Sc. prófi í hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2012. Hún hefur undanfarið starfað sem teymisstjóri í heimahjúkrun hjá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins og hefur öðlast þar góða reynslu í stjórnun og þverfaglegu teymisstarfi.

Við bjóðum Hildi velkomna í hóp stjórnenda á Hrafnistu en hún kemur til starfa á vordögum.

 

Lesa meira...

Félaga úr Oddfellow-stúkunni Þorgeiri afhenda Hrafnistu í Laugarási veglega gjöf

Lesa meira...

 

Þorgeirsbræður í Oddfellowstúku nr. 11, komu færandi hendi í gær þegar þeir afhentu formlega Hrafnistu í Laugarási tvö Arjo Sara Steady flutningshjálpartæki. Tækin munu koma að mjög miklum og góðum notum við daglega umönnun íbúa. Við erum gríðarlega þakklát þeim félögum fyrir gjöfina.

Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna.

F.v. eru Sigurjón Jónsson, Karl Þorvaldsson, Ævar Gíslason, Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási, Birgir Sigurðsson, Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistuheimilanna og Valgeir Kristbjörn Gíslason.

 

Lesa meira...

Barnaskóli Hjallastefnunnar með sundkennslu á Hrafnistu Hraunvangi í vetur

Lesa meira...

 

Sundkennsla nemenda í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Hafnarfirði fer fram á Hrafnistu Hraunvangi í vetur. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar, Hrafnistu og Barnaskólans undirrituðu samkomulag í desember sl.  þar sem tryggt er að nemendur Barnaskólans geti notað sundlaugina á Hrafnistu Hraunvangi í vetur. Á Hrafnistu er að finna kjöraðstæður fyrir börn og kennara að ógleymdu frábæru fólki sem býr þar og starfar allt árið um kring. Þá daga sem sundkennsla fer fram er kraftur og hreysti við völd hjá börnum jafnt sem kennurum því fyrir og eftir sundkennsluna ganga þau saman innan hverfis til og frá Barnaskólanum. Viðvera barnanna á Hrafnistu hleypir einnig skemmtilegu lífi í húsið sem íbúar og starfsfólk hafa mikla ánægju af. 

 

Meðfylgjandi mynd var tekin við undirritun samningsins f.v. Geir Bjarnason, íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Hrafnistu, Árdís Hulda Eiríksdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Hafnarfirði, Hildur Sæbjörg Jónsdóttir, skólastýra Barnaskólans í Hafnarfirði, Margrét Egilsdóttir, sund og íþróttakennari og Aðalsteinn Hrafnkelsson, forstöðumaður sundlauga Hafnarfjarðar.

 

Lesa meira...

Glæsilegur hópur íbúa Hrafnistu í Laugarási þátttakendur í áramótaskaupi sjónvarpsins

Lesa meira...

 

Glæsilegur hópur íbúa á Hrafnistu í Laugarási lék í einu atriði áramótaskaupsins sem tekið var upp í Skálafelli í Laugarásnum. Um 20 manna hópur frá RÚV mætti vegna atriðisins; leikarar, tæknimenn, myndatökufólk, aðstoðarfólk, leikstjóri o.fl. Þetta var heljarinnar mikið tilstand og upptakan tók marga klukkutíma en fólkið okkar naut þess að fá að taka þátt og skemmtu sér virkilega vel. Í þakklætisskyni buðum við „leikurunum“ ásamt þeim starfsmönnum okkar sem aðstoðuðu við undirbúninginn, í kaffi.  Á meðfylgjandi myndum má sjá annars vegar leikarahópinn okkar og hins vegar Reyni Lyngdal, einn af leikstjórum áramótaskaupsins sem stýrði sínu fólki við tökurnar.  

Hér er tengill á atriðið.

https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/aramotaskaup-2019-sketsar/29820/8scaut

 

Lesa meira...

Hjördís Ósk Hjartardóttir 20 ára starfsafmæli og Sólborg Tryggvadóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.v. Pétur, Hjördís Ósk, Sólborg og Árdís Hulda.
Lesa meira...

 

Hjördís Ósk Hjartardóttir, deildarstjóri hjúkrunar á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár og Sólborg Tryggvadóttir, aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Báruhrauni á Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum þeim til hamingju með áfangann er þeim þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem þær hafa sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Hjördís Ósk, Sólborg og Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði.

 

Lesa meira...

Árleg sherrý stund á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Í dag fór fram hin árlega sherrý stund sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Stundin var haldin þetta árið í Menningarsalnum og var fullt út að dyrum. Boðið var uppá sherrý og konfekt undir ljúfum tónum frá Guðrúnu Árnýju söngkonu og þökkum við henni vel fyrir skemmtunina. 

 

Lesa meira...

Síða 11 af 131

Til baka takki