Fréttasafn

Jólamatur á Hrafnistu Hraunvangi, Boðaþingi og á Hrafnistu í Reykjanesbæ

Lesa meira...

Venju samkvæmt býður Hrafnista starfsfólki sínu í jólamat. Um er að ræða hádegisverð þar sem boðið er upp á purusteik og tilheyrandi meðlæti. Í hádeginu í gær var starfsfólki í Hraunvangi, Boðaþingi og Reykjanesbæ boðið í hádegismat. Þennan dag er starfsfólki einnig afhentar jólagjafir frá Hrafnistu og margir nota tækifærið og klæðast jólapeysu eða einhverju rauðu í tilefni dagsins. Á þessum degi er jafnan mikil gleði við völd eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í dag, föstudag, var svo starfsfólki í Laugarási, Ísafold og Skógarbæ boðið í hádegisverð og munu myndir frá því birtast hér á heimasíðunni eftir helgi.

 

Lesa meira...

Viðburðir á aðventunni á Hrafnistu í Laugarási og Hraunvangi

Lesa meira...

 

Á aðventunni er jafnan mikið um að vera á Hrafnistuheimilunum og ýmsir góðir gestir kíkja í heimsókn til okkar. Þessi vika hefur heldur betur verið viðburðarrík. Á Hrafnistu í Laugarási m.a. var glatt á hjalla og áhuginn skein af mannskapnum þegar þær Vigdís Grímsdóttir og Sigrún Sveinbjörnsdóttir kynntu bókina Systa Bernskunnar vegna og Dóra S. Bjarnason kynnti bók sína Brot-konur sem þorðu. Eldri hópur barnakórs Laugarnesskóla, undir stjórn Hörpu Þorvaldsdóttur kom og söng af hjartans lyst við mikinn fögnuð og Kammerkór Mosfellsbæjar söng ljúf jóla- og aðventulög í Skálafelli.

Á Hrafnistu Hraunvangi kom hljómsveit úr Víðistaðaskóla í heimsókn og spilaði jólalög. 5-9 ára börn úr Hjallaskóla sungu fallega fyrir okkur og dreifðu jólakortum.Gaflarakórinn og Kór eldri borgara úr Garðabæ sungu guðdómlega og var menningarsalurinn troðfullur af áheyrendum. Auk þessa var aðventuhelgistund sl. þriðjudag sem sr. Svanhildur Blöndal leiddi. Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu var með jólahugleiðingu og mætti að sjálfsögðu í hátíðarfötunum.

Á Hrafnistu Skógarbæ komu leikskólabörn í heimsókn og bakaðar voru piparkökur. Öllum til mikillar gleði.  

Við þökkum öllum þeim sem hafa lagt leið sína til okkar og kætt okkur með ýmisum hætti kærlega fyrir komuna.  

 

Lesa meira...

Starfsfólk Hrafnistu í Reykjanesbæ á jólaballi

Lesa meira...

 

Hrafnista bauð starfsfólki sínu í Reykjanesbæ á jólaball um síðustu helgi og mættu um 115 manns á ballið. Leikhópurinn Lotta sá um skemmtiatriði fyrir börnin og leiddi hópinn í kringum jólatréð. Að sjálfsögðu mættu jólasveinar í heimsókn og dönsuðu og sungu með ungum sem öldnum í kringum jólatréð og færðu svo börnununum glaðning í lokin.

 

Lesa meira...

Lamiad Wongsvnant 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

Lamiad Wongsvnant, starfsmaður í aðhlynningu á Miklatorgi-Engey Hrafnistu Laugarási í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Lamiad og Sigrún Stefánsdóttir forstöðumaður Hrafnistu Laugarási. 

 

Lesa meira...

Þórdís Kolbrún heimsækir nýtt eldhús Hrafnistuheimilanna

Lesa meira...

Á dögunum fékk nýja eldhús Hrafnistuheimilanna í Laugarásnum skemmtilega heimsókn en þá kíkti við Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Eftir tíu mánaða breytingarferli hefur aðaleldhús Hrafnistuheimilanna tekið miklum breytingum. Eldhúsið, sem tekið var í notkun nú í lok nóvember var stækkað úr 680 m² í 1.050 m². Með þessari stækkun munu framleiðsluafköst fara úr 850 í 1.800-2.000 skammta á sólarhring og öll vinnnuaðstaða er eins og best gerist.

Þar sem eldhúsið er eitt stærsta framleiðlsueldhús hér á landi fannst Þórdísi Kolbrúnu, sem ráðherra iðnaðar á Íslandi, mjög spennandi að fá að koma og sjá hvernig til hefði tekist.

Ólafur Haukur Magnússon, yfirmaður eldhúsa og Pétur Magnússon forstjóri, tóku á móti ráðherra, sem fannst bæði fróðlegt og skemmtilegt að heimsækja þetta glæsilega og nýja eldhús.

Meðfylgjandi myndir tók Hreinn Magnússon í heimsókninni.

 

Lesa meira...

Hljómsveitin Hljómar úr Keflavík í heimsókn á Hrafnistu Laugarási árið 1964

Lesa meira...

Laugardaginn 5. desember 1964 birtist umfjöllun í Vísi um heimsókn hljómsveitarinnar Hljóma úr Keflavík á Hrafnistu í Laugarás þar sem þeir héldu tónleika fyrir íbúa og starfsfólk.

Markús frá Djúpalæk birti þessa grein á fésbókarsíðu sinni og við fáum að birta hana hér:

Gamla fólkið ánægt með Bítillögin.

Bítlar og „bítlamenning“ hefur til þessa eingöngu verið orðað við unga fólkið í heiminum, eldra fólk lætur sér yfirleitt fátt um finnast, þó til séu dæmi um að eldra fólkið sé með á nótunum í þessu efni. Einn af gömlu „skútujöxlunum“ á Dvalarheimili aldraðra sjómanna í Laugarási sagði a.m.k. eitthvað á þá leið við ljósmyndara Vísis „að svona ætti þetta að vera á hverjum degi“, þegar hann hafði hlýtt á hljómleika Hljóma úr Keflavík. Þeir komu í heimsókn í kaffitíma á fimmtudaginn og vöktu hrifningu vistfólksins, sem ekki hafði áður hlýtt á tónleika sem þessa.

Hljómarnir sungu þar sín hvellibjöllulög fyrir gamla fólkið og starfsfólkið og Myndsjáin í dag er einmitt frá þessum hljómleikum (Vísir laugardaginn 5. desember 1964, bls. 3).

 

Lesa meira...

Jólaandi á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...

 

Á Hrafnistu Hraunvangi hefur verið mikið um að vera undanfarið. Hið árlega Lionsjólabingó var haldið sl. fimmtudagskvöld sem Lionsblúbbarnir Ásbjörn og Kaldá standa að.  Aðventuhelgistund fór fram á sunnudaginn og haldnir voru jólatónleikar þar sem kórinn Senjoríturnar héldu uppi stuðinu. Til þess að ýta undir jólastemninguna var búið er að setja upp og skreyta jólatréð í Menningarsalnum.

 

Lesa meira...

Dagbjört Jakobsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

F.V. Árdís Hulda, Geirlaug, Kristín, Dagbjört, Harpa og Pétur.
Lesa meira...

 

Dagbjört Jakobsdóttir, starfsmaður í iðjuþjálfun á Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Geirlaug Oddsdóttir aðstoðardeildarstjóri iðjuþjálfunar, Kristín Thomsen sem átti 3 ára starfsafmæli og fékk því einnig afhenta tilheyrandi starfsafmælisgjöf, Dagbjört, Harpa Björgvinsdóttir deildarstjóri iðjuþjálfunar og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Nýr deildarstjóri dagdvalar Hrafnistu Sléttuvegi frá janúar 2020

Lesa meira...

Bryndís Rut Logadóttir hefur verið ráðin deildarstjóri dagdvalar á Hrafnistu Sléttuvegi frá janúar 2020. Bryndís útskrifaðist með BSc gráðu úr hjúkrunarfræði frá HA árið 2013. Á námsárum starfaði Bryndís á Hrafnistu í Boðaþingi og á Hrafnistu í Reykjavík. Eftir útskrift starfaði Bryndís á Hrafnistu í Boðaþingi bæði sem aðal starf en einnig sem hlutastarf á meðan hún starfaði við heilsueflingu og fræðslu hjá Vinnuvernd ehf. Bryndís var deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Mörk frá 2016-2018 og sinnir nú starfi deildarstjóra á Roðasölum, hjúkrunarsambýli og dagþjálfun í Kópavogi.

 

Við bjóðum Bryndísi hjartanlega velkomna til liðs við okkur á Sléttuvegi og í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Síða 13 af 131

Til baka takki