Fréttasafn

Nýr deildarstjóri sjúkraþjálfunar/iðjuþjálfunar hefur verið ráðin á Hrafnistu Sléttuvegi frá janúar 2020

Lesa meira...

 

Anna Margrét Guðmundsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri sjúkraþjálfunar/iðjuþjálfunar á Hrafnistu Sléttuvegi frá janúar 2020. Anna Margrét útskrifaðist með BSc gráðu úr sjúkraþjálfun frá HÍ árið 1989. Árið 2000 útskrifaðist hún með MTc (Manual Therapy certification frá University of St. Augustine í Florida. Árið 2010 lauk hún MPM meistaranámi í verkefnastjórnun frá Verkfræðideild HÍ en í lokaverkefninu bar hún m.a. saman endurhæfingaferlið við skilgreiningu verkefna. Hún hóf starfsferil sinn sem sjúkraþjálfari á Landspitalanum og síðan í Sunnuhlíð. Anna Margrét vann í rúm 20 ár sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari m.a. hjá  Gigtarfélaginu en lengst af í Gáska sjúkraþjálfun. Síðastliðin 6 ár hefur hún verið deildarstjóri sjúkraþjálfunar á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Við bjóðum Önnu Margréti hjartanlega velkomna til liðs við okkur á Sléttuvegi og í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

 

Lesa meira...

Bergdís A. Kristjánsdóttir 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Bergdís A. Kristjánsdóttir, sjúkraliði á Sjávar- og Ægishrauni Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, Hjördís Ósk Hjartardóttir hjúkrunardeildarstjóri á Sjávar- og Ægishrauni, Bergdís, Sveindís Skúladóttir aðstoðarhjúkrunardeildarstjóri og Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Pranom Janchoo 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Lesa meira...

 

Pranom Janchoo, starfsmaður í aðhlynningu á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási í Reykjavík, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri:  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Pranom og Eygló Tómasdóttir hjúkrunardeildarstjóri á Lækjartorgi.

 

 

Lesa meira...

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þiggur bangsa að gjöf frá gestum í dagþjálfun á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Góðir gestir heimsóttu dagþjálfunardeildina Viðey á Hrafnistu Laugarási í vikunni þegar nokkrir galvaskir aðilar frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu kíktu við. Tilefni heimsóknarinnar var að veita formlega viðtöku á böngsum sem gestir okkar í dagþjálfun hafa unnið hörðum höndum við að prjóna fyrir þau börn sem eru svo óheppin að lenda í sjúkrabíl, en þau börn fá einn bangsa að gjöf frá okkar fólki.

 

Lesa meira...

Gestir í dagdvöl Hrafnistu Ísafold í haustferð

Lesa meira...

 

Gestir í dagdvölinni á Hrafnistu Ísafold brugðu sér í haustferð að dögunum. Ferðinni var heitið í Reykholt í Bláskógarbyggð að heimsækja Friðheima en þar eru ræktaðir tómatar allan ársins hring í raflýstum gróðurhúsum. Knútur Rafn eigandi Friðheima tók vel á móti hópnum og fræddi þau um hvernig tómatræktunin gengur fyrir sig og eftir það fékk hópurinn sér að snæða á veitingastaðnum sem staðsettur er í gróðurhúsinu en þar er m.a. boðið upp á tómatsúpu og nýbakað brauð innan um plönturnar.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Sléttuvegi

Lesa meira...

 

Elsa Björg Árnadóttir hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri á Hrafnistu Sléttuvegi. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur B.Sc frá Háskóla Íslands árið 2017. Hún vann á Kvennadeild Landspítalans í eitt ár með námi en hún hefur starfað á Hrafnistu Hraunvangi frá árinu 2013 í aðhlynningu, sem hjúkrunarnemi og sem hjúkrunarfræðingur frá útskrift.

Við óskum Elsu Björgu innilega til hamingju með stöðuna og bjóðum hana hjartanlega velkomna í stjórnendahóp á Hrafnistu Sléttuvegi.

 

Lesa meira...

Sigrún Alda Kjærnested ráðin deildarstjóri í borðsal á Hrafnistu Sléttuvegi.

Lesa meira...

 

Sigrún Alda Kjærnested hefur verið ráðin sem deildarstjóri í borðsal á Hrafnistu Sléttuvegi.

Sigrún útskrifaðist sem hárgreiðslumeistari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið 1986 og vann sem slíkur til ársins 2000. Starfaði hún sem skólaliði og á leikskóla og vann við ýmis veilsuþjónustustörf. Var hún þjónustustjóri hjá Ölgerð Egils Skallagrímssonar í 6 ár en hóf störf hjá Hrafnistu árið 2012 og tók við sem deildarstjóri borðsals á Hrafnistu í Laugarás það sama ár.

Við óskum Sigrúnu til hamingju með stöðuna og bjóðum hana hjartanlega velkomna til liðs við starfsmannahópinn á Hrafnistu Sléttuvegi.

 

Lesa meira...

Allraheilagramessa á Hrafnistu Laugarási

Lesa meira...

 

Sunnudaginn 3. nóvember sl. var Guðsþjónusta haldin í samkomusalnum í Helgafelli á Allraheilagramessu sem er þakkar og minningardagur þeirra sem látin eru.  Í messunni söng Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran eftirminnilega fallegu lögin Allsherjar Drottinn og Hvert örstutt spor. Anna Sigríður hefur tekið þátt í margskonar tónlistarflutningi, eins og einsöngstónleikum, óperu og óperettuuppfærslum, gospeltónleikum og djasstónleikum. Hún hefur komið víða fram, bæði hér heima og einnig erlendis. Söngfélaganir Jón Helgason, Þórunn Guðmundsdóttir og Kristín Guðjónsdóttir leiddu safnaraðarsöng. Kristín las einnig ritningarlestur. Organisti var Bjartur Logi Guðnason. Sr. Svanhildur Blöndal prédikaði og þjónaði fyrir altari.

 

Lesa meira...

Málþing – Annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu

Lesa meira...

Þriðjudaginn 12. nóvember nk. standa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu, Læknafélag Reykjavíkur, Félag sjúkraþjálfara, Samtök heilbrigðisfyrirtækja og Tannlæknafélag Íslands fyrir málþingi sem ber heitið Annmarkar við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Málþingið verður haldið á hótel Reykjavík Natura kl. 13.30 – 16.00.

Allir velkomnir og aðgangur er ókeypis.

 

Dagskrá málþingsins má skoða með því að smella hér

 

 

Lesa meira...

Síða 5 af 121

Til baka takki