Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Þorrablót á Hrafnistu Sléttuvegi

Fjölmennt og glæsilegt þorrablót var haldið fimmtudaginn 26. janúar sl. á Hrafnistu Sléttuvegi. Þorrablótið fór fram í Lífsgæðakjarna Sléttunnar þar sem boðið var upp á hefðbundinn þorramat ásamt öllu tilheyrandi.

Um var að ræða fyrsta alvöru þorrablótið sem fram hefur farið á Hrafnistu Sléttuvegi frá því að heimilið opnaði í febrúar árið 2020 en það var um sama leiti og fyrsta kórónuveirusmitið greindist hér á Íslandi og hefur starfsemin því litast af samkomutakmörkunum meira og minna. Það var því sannarlega glatt á hjalla og mikið gleðiefni að geta loksins haldið þorrablót eins og þau gerast best hér á Hrafnistu.

Um veislustjórn sá  Aríel Pétursson formaður Sjómannadagsráðs og Guðrún Sóley Gestsdóttir stýrði söng Minni karla og kvenna ásamt Aríel. Bjartmar Guðlaugsson sá um að skemmta viðstöddum og Bragi Fannar þandi nikkuna undir borðhaldi og hélt uppi fjöri í fjöldasöng. Bryndís Rut Logadóttir flutti Minni karla og Aríel Pétursson flutti Minni kvenna ásamt því að spila á fiðlu fyrir gesti með móður sinni Helgu R. Óskarsdóttur. Dregnir voru út happdrættisvinningar og fólk skemmti sér mjög vel.

Viðburðinum var sjónvarpað upp á hjúkrunardeildar fyrir þá sem ekki sáu sér fært um að mæta á þorrablótið sjálft. 

 

  •  

     

    Til baka takki

    Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
    Samþykkja kökur