Fréttasafn

Neyðarstjórn minnir á mikilvægi þess að heimsóknarreglur Hrafnistu séu virtar

 

Neyðarstjórn Hrafnistu sendi frá sér bréf fyrr í dag til aðstandenda íbúa á Hrafnistu þar sem minnt var á og lögð enn meiri áhersla á mikilvægi þess að ættingjar virði reglur sem tengjast heimsóknum til íbúa heimilanna. 

Upplýsingar um heimsóknartíma eru gefnar upp á hverju heimili fyrir sig. 

 

Bréf neyðarstjórnar til aðstandenda íbúa á Hrafnistu

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hlévangi

María Kathleen hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hlévangi frá 1. september 2020. Kathy útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2000 frá PLM (University of the City of Manila) á Filippseyjum. Hún hefur mjög víðtæka reynslu í hjúkrun, hefur starfað á krabbameinsdeild í Bandaríkjunum, vann í Kárahnjúkavirkjun á árunum 2004-2007 og HSA til ársins 2008. Hún starfaði á hjúkrunarheimilinu Garðvangi frá 2009 til 2014 og tók að sér afleysingu aðstoðardeildarstjóra um tíma. Kathy starfar einnig á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Skólaheilsugæslu en hún á að baki 5 ára starfsferil hjá Hrafnistu Reykjanesbæ bæði á Nesvöllum og á Hlévangi.

Við bjóðum Maríu Kathleen innilega velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

 

Lesa meira...

35 ára starfsafmæli á Hrafnistu Hraunvangi

Lesa meira...
Elín Poulsen Park, starfsmaður sjúkraþjálfunar á Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 35 ár.
 
Um leið og við óskum Elínu til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.
 
Meðfylgjandi á myndinni eru frá vinstri: María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistu, Elín Poulsen Park og Íris Huld Hákonardóttir deildarstjóri sjúkraþjálfunar.

María Fjóla Harðardóttir ráðin forstjóri Hrafnistu

Lesa meira...
María Fjóla Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur og framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistu, var í dag ráðin forstjóri Hrafnistuheimilanna frá og með 1. september. María hefur starfað hjá Hrafnistu frá árinu 2015 sem framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs. Hún hefur enn fremur sinnt starfi forstjóra Hrafnistu undanfarna mánuði, ásamt Sigurði Garðarssyni framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs, og er hún jafnframt fyrsta konan í því starfi. Sigurður Garðarsson mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra Sjómannadagsráðs.
 
Hrafnista rekur í dag átta hjúkrunarheimili í fimm sveitafélögum og er Hrafnista önnur stærsta heilbrigðisstofnun landsins þegar litið er til fjölda íbúa, þjónustuþega og starfsfólks. Hrafnista er eitt dótturfélaga Sjómannadagsráðs, sem í sitja fulltrúar sem tilnefndir eru af stéttarfélögum sjómanna á höfuðborgarsvæðinu. María Fjóla er sjötti forstjóri Hrafnistu sem tók til starfa á sjómannadaginn 2. júní 1957.
 
Reykjavík 11. ágúst 2020.
 
F.h. stjórnar Sjómannadagsráðs, Hálfdán Henrysson formaður.
 

Nýr deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Nesvöllum

Lesa meira...
Guðrún Snæbjört Þóroddsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Nesvelli frá 1. September 2020. Guðrún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2012 frá HA. Hún lauk sjúkraliðaprófi árið 2007 og diplóma í fjölskyldumeðferð árið 2017. Hún starfaði sem aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Hraunvangi frá 2014 til 2019 en þá flutti hún sig um set og tók við sömu stöðu á Hrafnistu Hlévangi.
Við óskum Guðrúnu innilega til hamingju og bjóðum hana velkomna í hópinn okkar á Nesvelli.

Tilkynning til aðstandenda allra heimila Hrafnistu

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu,
 
Neyðarstjórn Hrafnistu vill í ljósi aðstæðna vegna aukinnar útbreiðslu smita á
Covid-19 í samfélaginu ítreka mikilvægi þess að við stöndum saman í baráttunni
gegn veirunni til að vernda okkar viðkvæma hóp sem íbúar Hrafnistu eru.
Neyðarstjórn vill því árétta eftirfarandi atriði sem mikilvægt er að hafa í huga til
að reyna að forðast smit:
 
• Aðeins einn aðstandandi hefur heimild til að koma í heimsókn á heimsóknartíma og biðjum við
um að það sé sami aðstandandi sem er að koma í heimsókn. Með því fyrirkomulagi drögum við
úr fjölda þeirra sem koma inn á heimilin og þar með úr líkum á að smit komi upp. Undanþága á
að fleiri en einn aðstandandi komi í heimsókn er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf að
fá leyfi stjórnenda deildar.
 
• Spritta skal hendur um leið og komið er inn á heimilið og fara skal beint inn á herbergi
viðkomandi íbúa en allar heimsóknir skulu fara fram inni á herbergi. Óheimilt er að
aðstandendur dvelji í sameiginlegum rýmum deilda eða fari þangað nema í algerum
neyðartilfellum.
 
• Virðum 2 metra nándarmörk- takmörkum náin samskipti t.d. handabönd og faðmlög eins og
hægt er.
 
• Ef ræða þarf við starfsfólk á meðan á heimsókn stendur skal hringja bjöllu inni á herbergi íbúa
(ekki fara fram og leita að starfsmanni). Að heimsókn lokinni skal farið beint út án þess að
stoppa í sameiginlegum rýmum.
 
• Forðast skal að fara með íbúa Hrafnistu í fjölmenni svo sem verslunarferðir, fjöldasamkomur,
hópfagnaði (afmælisveislur) o.fl. þar sem fleiri en 10 manns koma saman.
 
• Alls ekki koma í heimsókn ef þú ert með flensulík einkenni (s.s. kvef, hósta, höfuðverk,
beinverki), ef þú ert í sóttkví eða einangrun, ef þú hefur verið erlendis sl. 14 daga. 

Kær kveðja,
Neyðarstjórn Hrafnistu
 
 

Tilkynning til gesta dagdvala, dagþjálfunar, dagendurhæfingar og aðstandenda

 

Kæru gestir dagdvala, dagþjálfunar, dagendurhæfingar og aðstandendur þeirra á Hrafnistu,

                                              

Í ljósi þess að smitum vegna Covid er að fjölga hratt í samfélaginu hefur Neyðarstjórn Hrafnistu tekið þá þungbæru ákvörðun að takmarka verulega heimsóknir aðstandenda inn á Hrafnistuheimilin frá og með laugardeginum 1. ágúst 2020. Dagdvalir, dagþjálfanir og dagendurhæfingar verða þó áfram opnar en við höfum eflt sóttvarnir.

Við biðjum ykkur að aðstoða okkur við að vernda okkar viðkvæma hóp, en það getið þið gert með því að viðhalda eins mikilli sóttkví heima eins og hægt er.

Við minnum ykkur einnig á að koma alls ekki inn á Hrafnistu ef eftirfarandi þættir eiga við. Það er ef:

a. Þú ert í sóttkví
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

 

Munum eftir handþvotti og spritti mjög reglulega, það skilar árangri.

Ykkur er ávallt velkomið að hringja inn í ykkar dagdvöl, dagþjálfun eða dagendurhæfingu ef einhverjar spurningar vakna.

Við hvetjum jafnframt alla gesti Hrafnistu til að hlaða niður smitrakningarappi almannavarna Rakning C-19, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

 

Saman erum við sterkari og líklegri til að ná árangri.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

 

Bréf Neyðarstjórnar Hrafnistu til gesta dagdvala, dagþjálfunar, dagendurhæfingar og aðstandenda

Tilkynning Neyðarstjórnar Hrafnistu um enn frekari takmarkanir á heimsóknum

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu,                                                      

 

Í ljósi þess að smitum vegna Covid er að fjölga hratt í samfélaginu hefur Neyðarstjórn Hrafnistu tekið þá þungbæru ákvörðun að loka enn frekar fyrir heimsóknir gesta inn á Hrafnistu frá og með morgundeginum, laugardaginn 1. ágúst 2020. Breytingarnar eru eftirfarandi:

Frá og með 1. ágúst:

  • Hefur aðeins einn ákveðinn aðstandandi heimild til að koma í heimsókn á ákveðnum heimsóknartíma. Upplýsingar um heimsóknartíma hafa aðstandendur fengið sendar með tölvupósti. Húsin eru læst á öðrum tímum sólarhringsins.
  • Við biðjum ykkur að reyna að hafa sama aðstandanda sem er að koma í heimsókn, því það dregur úr líkum á smiti. Biðjum þann aðstandanda að viðhafa eins mikla sóttkví heima og hægt er.

Við biðlum einnig til íbúa heimilanna að viðhafa eins mikla sóttkví og hægt er. Forðast með öllu verslunarferðir, stóra mannfagnaði eða ekki í heimsóknir. Samgangur á milli deilda innan Hrafnistu verður takmarkaður eins og hægt er, innan skynsamlegra marka.

Við hvetjum alla gesti Hrafnistu til að hlaða niður smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Eins er mikilvægt að við minnum hvort annað á eftirfarandi:

Alls ekki koma inn á Hrafnistu þó um undanþágutilfellum sé að ræða ef:

a. Þú ert í sóttkví
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Við erum öll almannavarnir og biðjum við ykkur því vinsamlega að leggja okkur lið í baráttunni við óværuna og gera allt sem við getum til að vernda okkar viðkvæmasta hóp. Þetta er alvara upp á líf og dauða og því biðjum við ykkur um aðstoð. Saman erum við sterkari og líklegri til að ná árangri.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

Bréf Neyðarstjórnar Hrafnistu til íbúa og aðstandenda

 

Síða 42 af 175

Til baka takki