Fréttasafn

Sumargrill á Hrafnistu Sléttuvegi

 

Sumargrill Hrafnistu Sléttuvegi var haldið þriðjudaginn 21. júlí. Íbúar og gestir sátu flestir úti undir berum himni á skemmtilegu útisvæði, nutu veðurblíðunnar og gæddu sér á dýrindis grillkjöti með öllu tilheyrandi. Palli og Jói í Gleðigjöfunum sáu um að halda uppi fjörinu.

 

Lesa meira...

Sumargrill á Hrafnistu Boðaþingi Kópavogi

 

Hið árlega sumargrill í Boðaþingi var haldið miðvikudaginn 15. júlí. Þó að ekki hafi náðst að sitja úti þá var opið út og skreytt með blómum úr nágrenninu. Múlakaffi sá um að grilla lambaprime og kjúklingabringur og eldhús Hrafnistu sá um meðlæti. Hjördís Geirs og Svenni héldu uppi stuðinu og tóku gamla slagara við borðhaldið.

 

Lesa meira...

Sumargleði á Hrafnistu Hlévangi Reykjanesbæ

 

Hin árlega sumargleði Hrafnistu Hlévangi var haldin fimmtudaginn 9. júlí í sumar .

Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með dýrindis meðlæti ásamt ís í eftirrétt. Fannar Arnarsson matreiðslumeistari á Hrafnistu Nesvöllum og Hlévangi í Reykjanesbæ stóð grillvaktina og bragðaðist maturinn virkilega vel.

Húsbandið Heiður ásamt unga saxafónsnillingnum Guðjóni Steini Skúlasyni spiluðu og sungu fyrir íbúa og gesti undir borðhaldinu og tóku margir vel undir í söngnum.

Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru í sumargleðinni. 

Lesa meira...

Sumargleði á Hrafnistu Nesvöllum Reykjanesbæ

 

Hin árlega sumargleði Hrafnistu Nesvöllum var haldin miðvikudaginn 8. júlí í sumar. Boðið var upp á grillaðan kjúkling og lambakjöt með dýrindis meðlæti ásamt ís í eftirrétt. Það voru matreiðslumenn frá Múlakaffi sem stóðu grillvaktina og bragðaðist maturinn virkilega vel en það var eldhúsið á Nesvöllum sem sá um allt meðlæti.

Húsbandið Heiður ásamt unga saxafónsnillingnum Guðjóni Steini Skúlasyni spiluðu og sungu fyrir íbúa og gesti undir borðhaldinu og tóku margir vel undir í söngnum.

Hér fyrir neðan eru myndir sem teknar voru í sumargleðinni. 

Lesa meira...

Öflug endurhæfing til aukinna lífsgæða á Hrafnistu

 

Í sérblaði Fréttablaðsins, sem ber heitið Endurhæfing og fylgir blaðinu í dag, er umfjöllun um þá endurhæfingu sem Hrafnistuheimilin bjóða upp á fyrir íbúa og aðra sem búa enn heima. Rætt er við Maríu Fjólu Harðardóttur forstjóra Hrafnistu um þau ólíku úrræði sem Hrafnista bíður upp á. Má þar m.a. nefna dagdvöl, dagþjálfun fyrir einstaklinga með heilabilun og dagendurhæfingu en þessi úrræði skila góðum árangri út í samfélagið.

Fréttablaðið: Öflug endurhæfing til aukinna lífsgæða á Hrafnistu

 

 

Lesa meira...

Þórður Einarsson opnar myndlistasýningu á Hrafnistu Hraunvangi

 

Þórður Einarsson, íbúi á Hrafnistu, hélt upp á opnun myndlistarsýningar sinnar á Hrafnistu í Hraunvangi á dögunum við mikinn fögnuð viðstaddra. Sýningin er sölusýning og lýkur 9. nóvember n.k.

Þórður Einarsson er fæddur árið 1930 í Reykjavík en býr nú á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði. Hann starfaði lengst af í Sindra við járnsmíði og hefur smíðað ófáa vörubílspalla og vagna í gegnum tíðina. Þórður byrjaði að mála þegar hann flutti á Hrafnistu og hefur notið leiðsagnar Ingu á vinnustofunni. Hann notar bæði olíuliti og vatnsliti við gerð myndanna og hefur haldið bæði einkasýningu og samsýningar á Hrafnistu. Þórður hefur aðallega málað landslagsmyndir en er nú farinn að mála meira abstract.

Við óskum Þórði innilega til hamingju.

 

Lesa meira...

Októberfest á Hrafnistu Hraunvangi

 

Októberfest var haldið hátíðlegt á Hrafnistu Hraunvangi sl. föstudag. DAS bandið ásamt Hjördísi Geirsdóttur spilaði fyrir gesti, Inga söng tvö lög á þýsku og boðið var upp á pilsner og saltkringlur. Húsið var skreytt hátt og lágt og keppni haldin á milli deilda þar sem Ölduhraunið (3.hæð) vann öruggann sigur út býtum.

 

Lesa meira...

Eygló Sævarsdóttir 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

 

Eygló Sævarsdóttir, matartæknir og starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu Hraunvangi, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Eygló varð líka 67 ára 12. sept. sl. og hefur ákveðið að loka þar með starfsferlinum hjá Hrafnistu. Við óskum Eygló innilega til hamingju með tímamótin.

 

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Árdís Hulda Eiríksdóttir forstöðumaður Hrafnistu Hraunvangi, María Fjóla Harðadóttir forstjóri Hrafnistu, Eygló og Hrönn Benediktsdóttir deildarstjóri í borðsal og eldhúsi Hrafnistu Hraunvangi.

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Laugarási

 

Hulda Birna Frímannsdóttir hefur verið ráðin tímabundið sem aðstoðardeildarstjóri á Vitatorgi Hrafnistu Laugarási. Hulda Birna útskrifaðist sem sjúkraliði frá Sjúkraliðaskólanum árið1983. Hún lauk prófi sem sjúkraflutningamaður og síðan framhaldsnámi í hjúkrun aldraðra árið 2005 frá FÁ. Hulda Birna hefur víðtæka starfsreynslu. Hún starfaði sem sjúkraliði á HSN frá 1984-2004. Síðan á Hlíð, Öldrunarheimili Akureyrar, í 10 ár þar sem hún m.a. leysti tvisvar af í stöðu deildarstjóra. Hulda Birna hóf störf á Hrafnistu í Laugarási árið 2014.

Við bjóðum Huldu Birnu velkomna í stjórnendahóp Hrafnistu.

Einnig þökkum við Huldu Björgu Óladóttur fráfarandi aðstoðardeildarstjóra fyrir samstarfið og óskum henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Lesa meira...

Síða 40 af 175

Til baka takki