Fréttasafn

Hanna Emelita 15 ára starfsafmæli á Hrafnistu

Fv. Oddgeir, Hanna, Ólafur og María Fjóla.

 

Hanna Emelita, starfsmaður í eldhúsi Hrafnistu í Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 15 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Oddgeir Reynisson framkvæmdastjóri rekstrarsviðs, Hanna Emelita, Ólafur Haukur yfirmaður eldhúsa og María Fjóla Harðardóttir forstjóri Hrafnistuheimilanna.

 

Lesa meira...

Heimsóknarreglur Hrafnistu haldast óbreyttar til 2. desember

 

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að halda skipulagi heimsóknartíma áfram óbreyttu fyrir aðstandendur til miðvikudagsins 2. desember.

HÉR má lesa bréfið sem sent hefur verið út til íbúa og aðstandenda.

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

Eins og ávallt horfir Neyðarstjórn Hrafnistu til stöðunnar almennt í samfélaginu hvað fjölda covid smita varðar, sem og þeirra reglna sem í gildi eru á hverjum tíma. Reglugerð heilbrigðisráðherra sem nú ríkir í samfélaginu um takmarkanir gildir til 1. desember næstkomandi og vonandi verða þær rýmkaðar í framhaldinu. Það sama á við um heimsóknarreglur inn á heimili Hrafnistu en Neyðarstjórn Hrafnistu bindur miklar vonir við að í byrjun desember verði hægt að rýmka þær reglur sem nú eru í gildi, þannig að við getum betur notið aðventunnar sem senn gengur í garð. Neðangreindar reglur munu því gilda áfram til og með 2. desember næstkomandi.

Upplýsingar um heimsóknartíma veitir hvert heimili fyrir sig.

  • Aðeins einn gestur hefur leyfi til að heimsækja hvern íbúa tvisvar sinnum 25. nóvember - 2. desember.
  • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
  • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
  • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
  • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
  • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
  • Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
  • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
  • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.

Vinsamlega EKKI koma inn á Hrafnistu ef:

  • Þú ert í sóttkví eða einangrun
  • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  • Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

Kæra þakkir fyrir samstöðuna.

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Hrafnistu*

 

 

 Neyðarstjórn Hrafnistu sitja aðilar úr Framkvæmdaráði Hrafnistu. Kallað er eftir ráðgjöf frá sérfræðingum og fleiri aðilum sem sitja fundi Neyðarstjórnar ef þörf þykir hverju sinni. Netfang neyðarstjórnar er neydarstjorn@hrafnista.is

 

 

Lesa meira...

Viðey dagþjálfun Hrafnistu Laugarási hefur nú opnað jólabasar og rennur allur ágóði til afþreyingasjóðs Viðeyjar.

 

Viðey dagþjálfun á Hrafnistu í Laugarási tók til starfa 6. maí 2019 og er ætluð fyrir einstaklinga með heilabilun. Deildin er með leyfi fyrir 30 einstaklinga á degi hverjum. Tilgangurinn með dagþjálfun er að styðja fólk til þess að geta búið sem lengst heima, viðhalda og/eða auka færni, rjúfa félagslega einangrun og létta undir með aðstandendum.

Dagþjálfun felst m.a. í samverustundum, þar sem boðið er upp á upplestur, söng, félagsstarf ýmis konar, göngutúra, leikfimisæfingar, handavinnu og máltíðir svo að eitthvað sé nefnt. 

Svona verslar þú: 

1. Farðu inn á facebook síðu Viðey dagþjálfun - jólabasar

2. Skoðaðu myndirnar, þar sérðu hlutina, númer þeirra og verð.

3. Skrifaðu ummæli við mynd af því sem þú vilt kaupa og taktu númerið fram, t.d. "Ég vil kaupa nr. 1." Hluturinn er frátekinn fyrir þann sem fyrst skrifar ummæli.

4. Leggðu heildarupphæð hlutanna sem þú valdir inn á bankareikninginn: 545-26-4570 Kt: 640169-7539

5. Sækja þarf pantanir en tímasetning og nánara fyrirkomulag verður kynnt síðar.

Ef þú ert í vafa skaltu senda okkur skilaboð eða hringja í síma 693-9531.

 

Lesa meira...

Smákökubakstur fyrir jólin og aðrar gæðastundir

 

Þessa dagana fer smákökubakstur fram á Hrafnistuheimilunum. Í gær var bakað á Hrafnistu Nesvöllum og á næstu dögum fer félagsstarfið á milli deilda og bakar með íbúum fyrir jólin.  Heimilin fyllast af dásamlegum smáköku ilm og mikil gleði er við baksturinn. Þess á milli njóta íbúar þess að vera saman og ýmislegt er fundið sér til dundurs eins og myndirnar sýna sem teknar voru á Hrafnistu Nesvöllum á dögunum.

 

Lesa meira...

Kótilettudagur Hrafnistu haldinn á öllum Hrafnistuheimilunum

 

Hinn árlegi kótilettudagur var haldinn hátíðlegur á öllum Hrafnistuheimilunum átta í dag. Dagurinn er haldinn sem næst stofndegi Sjómannadagsráðs, eiganda Hrafnistuheimilanna en Sjómannadagsráð var stofnað þann 25. nóvember 1937, eða fyrir 83 árum. Í hádeginu var boðið upp á þjóðarrétt Hrafnistu, kótlettur í raspi með brúnuðum kartöflum, grænum baunum og rauðkáli að ógleymdu hinu eina og sanna malti og appelsíni. Þessi matur rennur ávallt jafn ljúflega ofan í bæði íbúa og starfsfólk, allir kunna vel að meta og virðast aldrei fá nóg af enda kótilettur í raspi herramannsmatur og víða að mörgum kunnar þeim gestum sem hafa fengið að smakka hér hjá okkur á Hrafnistu.  

Íbúar og starfsfólk á Hrafnistu Hraunvangi í Hafnarfirði fengu til sín góða gesti, þau Siggu Beinteins og Jógvan sem héldu uppi stuðinu í hádeginu og á Hrafnistu í Skógarbæ spilaði Bragi Fannar ljúfa tóna á harmonikku. Íbúar og starfsfólk var hvatt til að klæða sig í sparifötin í tilefni dagsins.

Kótilettukappát á kótilettudaginn

Síðustu tvö ár hefur farið fram æsispennandi keppni í kótilettukappáti á þessum degi en hún felst í því að keppendur borða eins margar kótilettur og þeir geta á einungis 5 mínútum. Þetta hefur verið stórskemmtileg keppni, sem vakið hefur mikla athygli og bindum við miklar vonir við að geta flautað til leiks á ný á næsta ári.

 

Um Sjómannadagsráð

Sjómannadagsráð var stofnað af sjómannafélögum í Reykjavík og Hafnarfirði 25. nóvember 1937. Í fyrstu var tilgangurinn að standa fyrir árlegum sjómannadegi, en mikill stuðningur almennings við samtökin strax í upphafi leiddi fljótlega til þeirrar ákvörðunar (1939) að ráðið skyldi beita sér fyrir byggingu dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn (DAS).

Í dag er tilgangur félagins tvíþættur, annarsvegar að standa að hátíðarhöldum Sjómannadagsins árlega og gefa honum verðugan sess í íslensku þjóðlífi. Hins vegar felst meginþungi starfseminnar í að veita öldruðum húsaskjól og daglega öldrunarþjónustu. Félagið rekur átta Hrafnistuheimili í fimm sveitarfélögum.

Naustavör, dótturfélag Sjómannadagsráðs, rekur um 340 leiguíbúðir á fimm stöðum sem eru staðsettar við Hrafnistuheimilin í þremur sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi. Leiguíbúðir Naustavarar eru afar góður kostur fyrir 60 ára og eldri. Þar býðst fólki að búa í sjálfstæðri búsetu í sérhönnuðum íbúðum. Stutt er í þjónustu og skipulagt félags- og tómstundastarf.

Starfmenn eru um 1500 og húsakostur um 90 þúsund fermetrar. Þjónustuþegar eru vel á annað þúsund.

 

Lesa meira...

Heimsóknarreglur Hrafnistu haldast óbreyttar til 24. nóvember

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að halda skipulagi heimsóknartíma áfram óbreyttu fyrir aðstandendur til þriðjudagsins 24. nóvember. Fylgst verður með þróun COVID-19 smita í samfélaginu og beðið frekari fyrirmæla frá sóttvarnarlækni. Sérstaklega er minnt á mikilvægi þess að gestir hafi grímuna á sér allan tímann á meðan á heimsókn stendur. 

HÉR má lesa bréfið sem sent hefur verið út til íbúa og aðstandenda.

 

Ágætu íbúar og aðstandendur,

Neyðarstjórn Hrafnistu hefur ákveðið að hafa áfram sama skipulag á heimsóknatímum líkt og hefur verið síðustu vikur en mun fylgjast áfram náið með fjölda COVID-19 smita í samfélaginu ásamt frekari  tilmælum frá sóttvarnarlækni. Heimsóknarreglur og annað verklag innan Hrafnistu verður endurskoðað 24. nóvember næstkomandi.

 

Upplýsingar um heimsóknartíma veitir hvert heimili fyrir sig.

  • Aðeins einn gesturhefur leyfi til að heimsækja hvern íbúa tvisvar sinnum17-24.nóvember.
  • Munið að spritta hendur við komu og áður en þið yfirgefið heimilið.
  • Allir gestir þurfa að koma með andlitsgrímu (maska). Óheimilt er að koma með taugrímu.
  • Vinsamlega hafið grímuna á ykkur allan tímann á meðan heimsókn stendur.
  • Vinsamlega farið beint inn á herbergi íbúa, ekki stoppa og spjalla á leiðinni. Ef íbúi er ekki inni á herbergi þá biðjið þið starfsfólk að sækja hann, ekki gera það sjálf.
  • Virðið 2ja metra regluna og forðist snertingu við íbúa.
  • Undanþága frá þessu er aðeins veitt við mikil veikindi íbúa og þarf leyfi frá vaktstjóra deildar.
  • Börn undir 18 ára hafa ekki leyfi til að koma í heimsókn.
  • Heimilt er að fara með íbúa út í göngutúr í nærumhverfi á meðan heimsókn stendur.
  • Ekki er heimilt að fara í bíltúr eða heimsókn með heimsóknargesti sínum.

 

VinsamlegaEKKI koma inn á Hrafnistu ef:

  • Þú ert í sóttkví eða einangrun
  • Þú bíður eftir niðurstöðu úr sýnatöku
  • Þú ert með flensulík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
  • Þú varst erlendis fyrir minna en 14 dögum.

 

 

Kæra þakkir fyrir samstöðuna.

Með vinsemd og virðingu,

Neyðarstjórn Hrafnistu*

 

* Í Neyðarstjórn Hrafnistu sitja aðilar úr Framkvæmdaráði Hrafnistu. Kallað er eftir ráðgjöf frá sérfræðingum og fleiri aðilum sem sitja fundi Neyðarstjórnar ef þörf þykir hverju sinni. Netfang neyðarstjórnar er neydarstjorn@hrafnista.is

 

 

Lesa meira...

Nýr aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á Hrafnistu Skógarbæ

 

Sigríður Ösp hefur verið ráðin aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á 2. hæð á Hrafnistu í Skógarbæ frá 1. janúar 2021.

Sigríður Ösp útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 2016 frá Háskóla Íslands. Frá útskrift hefur hún  starfað á Landspítalanum við Hringbraut bæði á meltingar- og nýrnadeild og blóð- og krabbameinsdeild. Um tíma starfaði hún einnig á heilsugæslu í Hlíðunum. Samhliða vinnu hefur hún lagt stund á nám í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands.

 

Við bjóðum Sigríði hjatanlega velkomna í okkar flotta hóp á Hrafnistu.

 

Lesa meira...

Elilebeth de la Cruz 20 ára starfsafmæli á Hrafnistu

 

Elilebeth de la Cruz, starfsmaður á Lækjartorgi Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 20 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd afhendir Anna Sigríður Þorleifsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Lækjartorgi, Elilebeth (fyrir miðju á myndinni) starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu í tilefni tímamótanna. 

 

Lesa meira...

Jozefa Biermann 10 ára starfsafmæli á Hrafnistu

 

Jozefa Biermann, félagsliði á Miklatorgi-Engey Hrafnistu Laugarási, hefur starfað á Hrafnistu í 10 ár. Um leið og við óskum henni til hamingju með áfangann er henni þakkað fyrir gott starf og þá tryggð sem hún hefur sýnt heimilinu.

Á meðfylgjandi mynd afhendir Margrét Malena Magnúsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á Miklatorgi, Jozefu (til vinstri á myndinni) starfsafmælisgjöf frá Hrafnistu í tilefni tímamótanna. 

 

Lesa meira...

Síða 35 af 175

Til baka takki