Top header icons

Fyrir starfsfólk

 

Örugg skjalamótttaka

Örugg skjalamótttaka

Fyrir starfsfólk

Hrafnista á Facebook

Tilkynning Neyðarstjórnar Hrafnistu um enn frekari takmarkanir á heimsóknum

 

Kæru íbúar og aðstandendur Hrafnistu,                                                      

 

Í ljósi þess að smitum vegna Covid er að fjölga hratt í samfélaginu hefur Neyðarstjórn Hrafnistu tekið þá þungbæru ákvörðun að loka enn frekar fyrir heimsóknir gesta inn á Hrafnistu frá og með morgundeginum, laugardaginn 1. ágúst 2020. Breytingarnar eru eftirfarandi:

Frá og með 1. ágúst:

  • Hefur aðeins einn ákveðinn aðstandandi heimild til að koma í heimsókn á ákveðnum heimsóknartíma. Upplýsingar um heimsóknartíma hafa aðstandendur fengið sendar með tölvupósti. Húsin eru læst á öðrum tímum sólarhringsins.
  • Við biðjum ykkur að reyna að hafa sama aðstandanda sem er að koma í heimsókn, því það dregur úr líkum á smiti. Biðjum þann aðstandanda að viðhafa eins mikla sóttkví heima og hægt er.

Við biðlum einnig til íbúa heimilanna að viðhafa eins mikla sóttkví og hægt er. Forðast með öllu verslunarferðir, stóra mannfagnaði eða ekki í heimsóknir. Samgangur á milli deilda innan Hrafnistu verður takmarkaður eins og hægt er, innan skynsamlegra marka.

Við hvetjum alla gesti Hrafnistu til að hlaða niður smitrakningnarappi almannavarna Rakning C-19, ef þeir hafa ekki gert það nú þegar.

Eins er mikilvægt að við minnum hvort annað á eftirfarandi:

Alls ekki koma inn á Hrafnistu þó um undanþágutilfellum sé að ræða ef:

a. Þú ert í sóttkví
b. Þú ert í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
c. Þú hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift.
d. Þú ert með COVID-19 lík einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang o.fl.).
e. Þú ert með einhver önnur almenn einkenni um veikindi.

Við erum öll almannavarnir og biðjum við ykkur því vinsamlega að leggja okkur lið í baráttunni við óværuna og gera allt sem við getum til að vernda okkar viðkvæmasta hóp. Þetta er alvara upp á líf og dauða og því biðjum við ykkur um aðstoð. Saman erum við sterkari og líklegri til að ná árangri.

 

Kær kveðja,

Neyðarstjórn Hrafnistu.

 

Bréf Neyðarstjórnar Hrafnistu til íbúa og aðstandenda

 

Til baka takki

Þessi vefsíða notar kökur (cookies). Með því að halda áfram að nota vefinn, samþykkir þú þessa virkni vefsins.
Samþykkja kökur